Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 88
52 7. september 2006 FIMMTUDAGUR
MIÐAVERÐ 1000 KR.
HÚSIÐ OPNAR KL. 23
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
NÁNARI UPPLÝSINGAR
SKÍTA
MÓRALL
LAUGARD. 9. SEPT. 2006
FÓTBOLTI Um liðna helgi átti sér
stað atvik sem reyndist mjög
umdeilt og kallaði á hörð við-
brögð úr víðum áttum. Í lokaleik
Landsbankadeildar kvenna átti
Valur að mæta FH en hlutskipti
liðanna voru mjög ólík í sumar.
Valur vann alla leiki nema einn
og FH tapaði öllum nema einum.
Markatala liðanna eftir því var
afar skrautleg. FH reyndist vera
undirmannað þegar leikurinn átti
að hefjast og mætti því ekki til
leiks. Jón Rúnar Halldórsson,
formaður knattspyrnudeildar
FH, sagði í samtali við Frétta-
blaðið að hann harmaði atvikið
sem slíkt en að fólk missti sjónar
af raunverulega vandamálinu.
„Allir sem fylgjast með kvenna-
boltanum hljóta að hafa getað sagt
sjálfum sér að eitthvað í þessa
veruna myndi gerast,“ sagði Jón.
„Á vormánuðunum vaknaði sú
spurning hvort að við ættum að
draga okkur úr keppni, eins og
ÍBV og ÍA hafa til að mynda gert
og hefur ekki verið fjallað mikið
um. En meistaraflokksráð kvenna
taldi sig hafa vilyrði fyrir því að
fá leikmenn lánaða úr öðrum
liðum sem gekk síðan ekki eftir.
Þá gerðist það einnig að allir leik-
menn nema einn sem voru á meist-
araflokksaldri fóru til annarra liða
en við fengum tvo erlenda leik-
menn á móti. En svo tapaði liðið
gríðarlega mikið og bekkurinn var
mjög þunnur. Leikmenn voru lang-
flestir úr yngri flokkum sem þeir
léku líka með allt sumarið og því
gríðarlegt álag á þeim, sem er
ekki til uppbyggingar.“
Á leikdag kom í ljós að einungis
sex leikmenn voru leikfærir en
aðrir voru meiddir. „Ég veit að
aðalmálið hjá Val var orðið hversu
stórt þær myndu vinna, hvað
sumar gætu skorað mörg mörk og
svo framvegis. Kannski að ef
aðstæður hefðu verið öðruvísi
hefðu leikmenn getað harkað
meiðslin af sér en um er að ræða
unga leikmenn, undir miklu álagi
sem höfðu upplifað stress og van-
líðan vegna þessa ástands.“
Jón Rúnar gagnrýnir þá sem
hafa gagnrýnt félagið eftir atvikið
og reyndar fleiri. „Hvar sem er
komið niður, í ræðu eða riti, eru
allir að tala um að efla kvenna-
knattspyrnu. Það hefur enginn
fundið þörf hjá sér til að laga
ástandið. Margir virðast halda að
um sé að ræða lélega stjórnun
innan FH en það er ekki vandinn.
Menn eru einnig að ráðast á þess-
ar ungu stelpur sem eru hetjur
þessa sumars. Auðvitað gefast
þær upp, sem brýst út í meiðslum.
Það er enginn sem sest niður og
spyr hvað sé að.“
Hann segir að málum sé alveg
eins háttað fyrir drengi og stúlkur
frá 7. flokk upp í 3. flokk. „Í 2. flokki
eru engin æfingagjöld hjá leik-
mönnum eins og víðar og þá þurfa
að koma tekjur á móti. Hundrað
prósent okkar tekna koma úr karla-
boltanum. Ef helmingur þeirra yrði
settur í kvennaflokka þyrftum við
að skera niður hjá körlunum, sem
yrði til þess að tekjur myndu
minnka. Það myndi enda með því að
karlaliðið myndi falla í 1. deildina
og við hefðum engar tekjur. Svona
er ekki hægt að hugsa.“
Jón Rúnar segir því að félagið
vilji fyrst og fremst hugsa um
uppbyggingarstarfið, sem sé gott
hjá FH, bæði hjá drengjum og
stúlkum. „Allt hefur sinn tíma og
yrði það tómt mál að byrja ofan
frá, að búa til meistaraflokk sem
kostar mikinn pening. Ég vil meina
að ef sterku liðin halda áfram á
þeirri braut sem þær eru nú, að
lokka til sín alla sterkustu leik-
mennina, munu þau á endanum
tortíma sjálfum sér. Við munum
halda áfram okkar uppbyggingar-
starfi. Staðan á karlaliðinu var
sams konar fyrir fimmtán árum
en þá voru leikmenn að hverfa til
annarra félaga.“
Sem fyrr segir, harmar Jón
Rúnar hvað gerðist um helgina.
„En þrátt fyrir allt var þetta atvik
sem ætti að vekja fleiri en okkur
til umhugsunar. Ef að grunnhugs-
unin breytist ekki skipta aðrar
breytingar engu máli.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
JÓN RÚNAR HALLDÓRSSON Segir atvikið
með leik Vals og FH ekki koma á óvart.
GENGUR HVORKI NÉ REKUR Þetta atvik er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá hinu
unga og óreynda liði FH, sem átti lítið erindi í efstu deild.
Það hlaut að koma að þessu
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að atvikið sem upp kom um helgina varð-
andi leik Vals og FH í Landsbankadeild kvenna sé leiðinlegt en að það hafi verið fyrirsjáanlegt. Umræðan
er á villigötum segir Jón Rúnar og hann vonar að atvikið veki fleiri til umhugsunar.
HANDBOLTI Það er óhætt að segja
að Alfreð Gíslason hefji feril sinn
hjá Gummersbach með látum en í
gærkvöld vann liðið sinn fjórða
leik í röð. Það voru sjálfir
meistararnir í Kiel sem lutu í
lægra haldi fyrir Íslendingaliðinu
í gær og það á heimavelli, 37-30,
en Kiel leiddi með fjórum
mörkum í leikhléi, 24-20.
Guðjón Valur Sigurðsson
skoraði átta mörk fyrir Gum-
mersbach og Róbert Gunnarsson
eitt. - hbg
Þýski handboltinn:
Gummersbach
lagði Kiel
GUÐJÓN VALUR Fór mikinn gegn meist-
urum Kiel í gær.
Undankeppni EM:
A-RIÐILL
ASERBAIDSJAN-KASAKSTAN 1-1
ARMENÍA-BELGÍA 0-1
Daniel Van Buyten (40.).
FINNLAND-PORTÚGAL 1-1
Jonatan Johansson (21.) - Nuno Gomes (41.).
PÓLLAND-SERBÍA 1-1
B-RIÐILL:
ÚKRAÍNA-GEORGÍA 3-2
LITHÁEN-SKOTLAND 1-2
FRAKKLAND-ÍTALÍA 3-1
Govou 2, Henry - Gilardino.
SKOTLAND 2 2 0 0 8:1 6
FRAKKLAND 2 2 0 0 6:1 6
GEORGÍA 3 1 0 2 8:6 3
ÚKRAÍNA 1 1 0 0 3:2 3
LITHÁEN 2 0 1 1 2:3 1
ÍTALÍA 2 0 1 1 2:4 1
FÆREYJAR 2 0 0 2 0:12 0
C-RIÐILL:
NOREGUR-MOLDAVÍA 2-0
TYRKLAND-MALTA 2-0
BOSNÍA-UNGVERJALAND 1-3
D-RIÐILL:
SLÓVAKÍA-TÉKKLAND 0-3
- Sionko 2, Koller.
SAN MARÍNÓ-ÞÝSKALAND 0-13
- Podolski 4, Klose 2, Schweinsteiger 2, Hitzlsper-
ger 2, Ballack, Friedrich, Schneider, víti.
ÞÝSKALAND 2 2 0 0 14:0 6
TÉKKLAND 2 2 0 0 5:1 6
SLÓVAKÍA 2 1 0 1 6:4 3
WALES 1 0 0 1 1:2 0
ÍRLAND 1 0 0 1 0:1 0
KÝPUR 1 0 0 1 1:6 0
SAN MARÍNÓ 1 0 0 1 0:13 0
E-RIÐILL:
RÚSSLAND-KRÓATÍA 0-0
ÍSRAEL-ANDORRA 4-1
MAKEDÓNÍA-ENGLAND 0-1
- Peter Crouch.
STAÐAN:
ENGLAND 2 2 0 0 6:0 6
ÍSRAEL 2 2 0 0 5:1 6
MAKEDÓNÍA 2 1 0 1 1:1 3
KRÓATÍA 1 0 1 0 0:0 1
RÚSSLAND 1 0 1 0 0:0 1
EISTLAND 2 0 0 2 0:2 0
ANDORRA 2 0 0 2 1:9 0
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Undankeppni EM:
F-RIÐILL:
SVÍÞJÓÐ-LIECHTESTEIN 3-1
Marcus Allback 2, Rosenberg - Frick.
ÍSLAND-DANMÖRK 0-2
- Rommedahl, Tomasson.
NORÐUR ÍRLAND-SPÁNN 3-2
David Healy 3 - Xavi, David Villa
STAÐAN:
SVÍÞJÓÐ 2 2 0 0 4:1 6
DANMÖRK 1 1 0 0 2:0 3
ÍSLAND 2 1 0 1 3:2 3
SPÁNN 2 1 0 1 6:3 3
N.ÍRLAND 2 1 0 1 3:5 3
LETTLAND 1 0 0 1 0:1 0
LICHTENST 2 0 0 2 1:7 0
G-RIÐILL:
BÚLGARÍA-SLÓVENÍA 3-0
ALBANÍA-RÚMENÍA 0-2
HOLLAND-HVÍTA RÚSSLAND 3-0
Robin Van Persie 2, Dirk Kuyt.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI „Það er alltaf erfitt að
spila á Íslandi,“ sagði Morten
Olsen, þjálfari Dana, eftir leikinn.
„Við stjórnuðum leiknum vel í
fyrri hálfleik og lékum þá oft
góðan fótbolta. Síðari hálfleikur-
inn var of mikil barátta á kostnað
fótboltans. Við drápum leikinn í
fyrri hálfleik,“ bætti Olsen við.
Thomas Gravesen var mjög
ánægður með sigurinn og spila-
mennsku danska liðsins í fyrri
hálfleik. „Við erum mjög ánægðir.
Við bjuggumst við erfiðum leik og
við fengum hann. Íslenska liðið
lék með hjartanu,“ sagði Grave-
sen eftir leikinn í gær. „Við vorum
örlítið heppnir og skoruðum fyrra
markið snemma. Það gerði
íslenska liðið stressað svo það
kom framar á völlinn sem auð-
veldaði okkur að sækja hratt og
skora seinna markið úr hraðaupp-
hlaupi,“ sagði Gravesen.
- dsd
Danirnir Morten Olsen og Thomas Gravesen:
Þetta var mjög erfiður leikur
THOMAS GRAVESEN Átti góðan leik í
gær. Hann sagði að leikurinn hefði verið
mjög erfiður þrátt fyrir að Danir hefðu
haft góð tök á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Óvænt úrslit litu dags-
ins ljós í riðli okkar Íslendinga í
gær þegar Norður-Írar gerðu sér
lítið fyrir og lögðu Spánverja að
velli 3-2. David Healy skoraði öll
mörk Norður-Íra í leiknum sem
lentu tvisvar undir. Xavi og
David Villa skoruðu mörk Spán-
verja.
Í þriðja leik riðilsins unnu
Svíar 3-1 sigur á Liechtenstein í
Svíþjóð. Marcus Allbak skoraði
tvö mörk og Markus Rosenberg
skoraði eitt.
Englendingar fóru til Make-
dóníu og sigruðu 1-0 með marki
frá Peter Crouch, en hann hefur
verið ótrúlega lunkinn við að
skora fyrir þá ensku.
Stórleikur gærkvöldsins var
án efa leikur Frakka og Ítala, en
þessar þjóðir mættust sem kunn-
ugt er í úrslitaleik HM í sumar.
Frakkar náðu fram hefndum í
gær og sigruðu 3-1 með tveimur
mörkum frá Sidney Govou og
einu frá Thierry Henry. Mark
Ítala í leiknum skoraði Alberto
Gilardino. - dsd
Margir leikir voru í Evrópukeppni landsliða í gær:
N-Írar lögðu Spánverja
EKKERT GENGUR Raul og félagar kom-
ust lítt áleiðis gegn Norður-Írum í gær
og töpuðu 3-2. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES