Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 12
12 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Villtur asni Þessi villti asni var
afskaplega kátur þegar ljósmyndara
bar að garði í gær. Hann leit dagsins
ljós í dýragarði í Köln í Þýskalandi í
síðustu viku, en enn er ekki búið að
gefa honum nafn. Fréttablaðið/ap
DAnmöRk Danskir vísindamenn
hafa hafið viðamikla rannsókn á
brúnrottum sem lifa í skólpræsum
meðal notaðra smokka,
matarafganga, saurs og annars
úrgangs. Ástæðan er sú að í raun er
afar fátt vitað um þessa fjölmenn-
estu tegund spendýra í veröldinni,
segir á fréttavef Politiken.
„Það er yfirleitt óskaplega mörg-
um spurningum ósvarað varðandi
skólprottur sem gerir það erfiðara
að berjast gegn þeim á sem skilvirk-
astan hátt,“ sagði Ann-Charlotte
Heiberg frá Meindýrarannsóknar-
stofu Danmerkur.
Til dæmis er lítið vitað um það
hvar þær halda sig í skólprörunum
og hversu oft þær koma upp úr
þeim.
Brúnrottur eru plága um allan
heim, aðallega vegna þess að þær
eru sjúkdómsberar, en einnig því
þær naga göt á skólpræsakerfi
borga. Þess vegna reyna borgaryfir-
völd víða að eitra fyrir þeim, en
vandinn er að sífellt fleiri rottur
virðast þróa með sér ónæmi fyrir
eitrinu.
Því óttast heilbrigðisyfirvöld að
rottufaraldur sé í vændum, nema
nýjar aðferðir verði fundnar til að
stemma stigu við dýrunum. Vísinda-
menn í Lyngby, Rødovre og Kaup-
mannahöfn fanga því þessa dagana
villtar rottur og setja sendi í hnakka
þeirra, svo hægt sé að fylgjast með
hegðun þeirra í jörðu niðri. - smk
Rottugangur rannsakaður í Kaupmannahöfn:
Sendir settur í hnakka dýranna
rottugangur Danskir vísindamenn
hafa hafið viðamikla rannsókn á skólp-
ræsarottum. Fréttablaðið/ap
HestAR „Það hefur greinilega ekki
gengið að hestamenn noti þann
öryggisbúnað sem er nauðsynlegur
án þess að um það gildi ákveðin lög
og ég tel því spurningu hvort ekki
þurfi að setja einhverjar reglur um
þessa 25 til 30 þúsund hestamenn
líkt og ökumenn þurfa að una,“
sagði Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Selfossi, á fundi um
öryggismál í hestamennsku sem
fram fór í liðinni viku.
Fundurinn var haldinn í tilefni
af hrinu alvarlegra hestaslysa að
undanförnu. Ólafur vill gera það að
skyldu að hestamenn séu með
reiðhjálma og endurskinsmerki líkt
og ökumenn eru með bílbelti. Á
fundinum velti Ólafur einnig upp
spurningunni hvort reiðmenn
þyrftu að þreyta próf til að fá leyfi
til að sitja hest en það mæltist ekki
vel fyrir á fundinum.
Nauðsyn hjálmanotkunar var
tíðrædd á fundinum en Þórir B.
Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á
Hellu, kynnti niðurstöður nokkurra
erlendra rannsókna sem gerðar
hafa verið um slys tengd hestum.
Kom þar fram að meiri líkur eru á
alvarlegum áverka í hestamennsku
en öðrum íþróttum, þar á meðal
mótorhjólum. Þórir telur nauðsyn-
legt að hestamenn væru ávallt með
hjálma, einnig á jörðu niðri, því
enda þótt flest slys verði við fall af
hestbaki slasist margir við umhirðu
hrossa, til dæmis þegar hestur
sparkar frá sér. Þá hafi flestir af
þeim knöpum sem deyja af völdum
höfuðáverka erlendis ekki notað
reiðhjálm. - sgi
Fundur Vátryggingafélags Íslands um öryggismál í hestamennsku:
Vilja að notkun hjálma verði lögbundin
Hlustað af atHygli Þórir b. Kol-
beinsson heilsugæslulæknir á Hellu og
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi.
Það er okkur sönn ánægja að geta nú boðið hina frábæru
C-Class bíla á einstaklega góðum kjörum. Með hverjum
bíl fylgir vandað golfsett frá PING af gerðinni G5 sem
verður sérstaklega mælt og sniðið að notandanum. PING
er líkt og Mercedes-Benz þekkt fyrir framúrskarandi
gæði. Þetta er einstakt tækifæri og gildir aðeins um
mjög takmarkaðan fjölda af bílum sem við eigum
tilbúna til sýnis og afhendingar strax. Það er því ekki
eftir neinu að bíða, komdu og skoðaðu Mercedes-Benz
C-Class og nýttu þér þetta frábæra tilboð.
C-Class á einstöku verði
og PING golfsett í kaupbæti
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Verð frá 3.750.000 kr.
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi.
Hestamenn í landssVeit Hestamenn ríða frá Selfossi í leirubakka í landssveit.
Fréttablaðið/GVa
LöGReGLUmÁL Ekið var á hross á
Þverárfjallsvegi, milli Sauðár-
króks og Blönduóss, síðdegis á
sunnudaginn.
Ökumaðurinn slasaðist ekki en
bíllinn skemmdist mikið og er
óökufær. Eftir áreksturinn hafði
ökumaðurinn samband við
lögregluna á Blönduósi sem kom
fljótlega á vettvang.
Hrossið, sem maðurinn keyrði
á, hafði í gær enn ekki fundist
þrátt fyrir ítrekaða leit lögregl-
unnar. Lögreglan telur að
hrossið hafi ekki meiðst en
frekari rannsókn stendur nú
yfir.
- ifv
Keyrði á hross:
Ekið á hross á
Þverárfjallsvegi
tÆknI Forstjóri Heklu afhenti
Sorpu sex EcoFuel-metangasbíla
fyrir helgi. Starfsmenn Sorpu
munu nota bílana í ýmislegt snatt.
Með bílunum verða metanbílar
á götum Reykjavíkur orðnir
sextíu talsins. Um 50 sinnum
ódýrara er að aka um á metanbíl-
um en bensínbílum og þeir menga
margfalt minna. - ifv
Metangasbílar í borginni:
Sorpa fær sex
metangasbíla
Knútur g. HauKsson Forstjóri Heklu
afhenti fulltrúum Sorpu sex bíla.