Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 13
BAnDARíkIn, AP George Bush Bandaríkja-
forseti segir Bandaríkin ekki stunda
pyntingar á föngum, þrátt fyrir orð vara-
forsetans Dick Cheney þess efnis að það
geti hjálpað til við yfirheyrslur að „dýfa
föngunum í vatn“. Þetta var haft eftir
varaforsetanum í útvarpsviðtali á dögunum.
Mannréttindasamtök hafa kvartað undan
athugasemdum varaforsetans og segja hann
lýsa yfir stuðningi við þekkta pyntinga-
tækni, þar sem vatni er hellt yfir höfuð
þolandans svo hann telji sig vera að
drukkna. Hvíta húsið gaf á föstudaginn út
yfirlýsingu þess efnis að Cheney hefði ekki
verið að tala um þessa pyntingatækni.
„Þessi þjóð stundar ekki pyntingar og
mun ekki beita þeim,“ segir Bush
Bandaríkjaforseti. „Við munum yfirheyra
fólk sem er handtekið á vígvellinum til að
ganga úr skugga um hvort það hefur
upplýsingar sem gagnast fyrir varnir þessa
lands.“
„Ríkisstjórnin studdi pyntingar, en skipti
svo um skoðun,“ sagði John Kerry, öldunga-
deildarþingmaður demókrata. „Er hún aftur
fylgjandi pyntingum?“
Vika er í þingkosningar í Bandaríkjunum
og benda skoðanakannanir til að repúblikanar
muni tapa þingmeirihluta sínum. - sgj
George Bush Bandaríkjaforseti ver orð Dick Cheney varaforseta um pyntingar:
Bandaríkjamenn stunda ekki pyntingar
GeorGe Bush Forsetinn neitaði því á fundi með
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, að
Bandaríkin stæðu fyrir pyntingum. FréTTABlAðið/AP
ÞJÓnUSTA Verslunin Fylgifiskar
mun opna sjávarréttabar í
flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl
á næsta ári þegar nýtt brottfarar-
svæði verður opnað. Samningur
um opnun barsins var undirritað-
ur fyrir helgi og segir Höskuldur
Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar,
hliðstæða bari mjög vinsæla í
flugstöðvum erlendis. Á sjávar-
réttabarnum verður boðið upp á
létta sjávarrétti ásamt tilbúnum
réttum sem fólk getur tekið með
sér í vélarnar. Guðbjörg Glóð
Logadóttir, framkvæmdastjóri
Fylgifiska, segist gera ráð fyrir
að tíu starfsmenn muni starfa á
sjávarréttabarnum í Leifsstöð
sem þýðir tvöföldun á núverandi
starfsmannafjölda. „Opnun
sjávarréttabarsins er nýtt skref
fyrir Fylgifiska sem hingað til
hafa sérhæft sig í sölu tilbúinna
fiskrétta og heitum mat í
hádeginu.“ - hs
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Fylgifiskar í
flugstöðinni
undirritun Höskuldur Ásgeirsson,
forstjóri leifsstöðvar, ásamt Guðbjörgu
G. logadóttur, framkvæmdastjóra
Fylgifiska.
VInnUmARkAÐUR Félag íslenskra
fótaaðgerðafræðinga mótmælir
harðlega þeirri fyrirætlan
Snyrtiakademíunnar að hefja
kennslu í fótaaðgerðafræðum án
þess að hafa leyfi yfirvalda.
„Snyrtiakademían er snyrtiskóli
sem útskrifar iðnaðarmenn.
Fótaaðgerðafræði er löggilt
heilbrigðisfag,“ segir í tilkynn-
ingu frá félaginu.
Fótaaðgerðafræðingar benda á
að unnið sé að því að nám í
fótaaðgerðafræði verði þrjú ár
eftir stúdentspróf. Snyrtiakademían
stefni hins vegar að því að námið
verði eitt og hálft ár í snyrtiskóla.
- ghs
Fótaaðgerðafræðingar:
Mótmæla námi
í snyrtiskóla
Gjafahandbók
Flugstöðvarinnar er komin út
Dagana 12. október – 21. nóvember geta farþegar
nálgast Gjafahandbók Flugstöðvarinnar í öllum verslunum
Flugstöðvarinnar og á heimasíðunni www.airport.is.
Gjafahandbókin er jafnframt happadrættismiði og geta
heppnir farþegar unnið til glæsilegra vinninga. Dregið er út
vikulega og eru vinningsnúmer auglýst á heimasíðu Flug-
stöðvarinnar www.airport.is
Góðir farþegar
Vegna framkvæmda í flugstöðinni og aukinna öryggisráðstafanna
hvetjum við fólk til þess að gefa sér góðan tíma fyrir flug.
Mætið tímanlega og njótið ferðarinnar. Innritun hefst kl. 5.00 eða
2 tímum fyrir brottför. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR