Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 16
31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
„Það er allt gott að frétta og allt í gangi,“ segir
Helgi Svavar Helgason, tromm-
ari. „Við strákarnir í Flís erum
að spila hér Í Manchester í
kvöld og síðan förum við til
Hollands og spilum í Amster-
dam og þar í kring næstu
þrjú kvöldin. Þá komum við
aðeins heim og fáum okkur
svið, en síðan er það New
York þar sem við spilum í
partíi hjá heimsfrægum
töskuframleiðanda. Við,
þetta viðkunnanlega
djasstríó, keyrum um
á svakalegum pimp-
mobile sem hæfði
betur hiphop-
urum og þegar
við komum frá New York fer okkur örugglega
aðeins að langa í að lappa upp á bílinn. Við
æfum aldrei heldur pimpum bara bílinn okkar.
Í lok nóvember er það svo smá spilirí í London
og þaðan í tveggja vikna túr um Japan.“
Helgi neitar því ekki að Flísmenn séu farnir að
leggja drög að næstu plötu, en sú síðasta með
útgáfum af lögum Hauks Morthens gekk mjög
vel. Hann vill þó ekkert segja um næstu plötu.
„Hins vegar vorum við í Helmusi und Dalla
(Helgi og Davíð Þór Jónsson) að gefa út fyrstu
plötuna okkar í gær. Ég bind miklar vonir við að
þessi plata geri mig ríkan.“
Í persónulegu deildinni segir Helgi það standa
upp úr að Ólafía Kristín dóttir hans hafi orðið
eins árs í síðustu viku. „Elsa konan mín bakaði
þessa forláta Hello Kitty-köku og Árný móður-
systir hennar gerði þjóðlega brauðtertu með
majonesi og alles.“
Hvað er að frétta? HELgi SVAVAr HELgASoN troMMAri
Spilar fyrir töskuframleiðanda
nær og fjær
„orðrétt“
Framtíð Íslands í húfi
„völdin eru ekki
aðalfókusinn, heldur
málefnið, framtíð Íslands
er í húfi og að okkar mati
stöndum við á krossgötu.“
MArÍA ELLiNgSEN, StJÓrNArFor-
MAður FrAMtÍðArLANDSiNS,
SEM ViLL KoMASt upp úr HJÓL-
FöruM StÓriðJuStEFNuNNAr.
Morgunblaðið 30. október.
Er hagstætt skatta-
umhverfi á tunglinu?
„Það er ekkert í dönskum
skattalögum sem segir
að einhver munur sé á að
greiða arð til Íslands, Dan-
merkur, Lúxemborgar eða
bara til tunglsins.“
Sigurður EiNArSSoN, StJÓrN-
ArForMAður Kb bANKA, uM
ÁSAKANir EKStrA bLADEt.
fréttablaðið 30. október.
„Danskir fjölmiðlar og sumir í þarlendu viðskiptalífi
virðast sjá ofsjónum yfir velgengni Íslendinga í
viðskiptum,“ segir Jónas Haraldsson, fréttastjóri
Viðskiptablaðsins, um þær ásakanir sem íslenska
fjármagnsútrásin verður nú fyrir í Ekstra bladet.
„öfund í bland við illgirni hefur einkennt
umfjöllunina. Samantekt Extrablaðsins er í beinu
framhaldi þess. Engin dulúð ríkir um fjármögnun,
hún hefur verið sótt á alþjóðlegan lánamarkað
þar sem kjör hafa verið góð. útsjónarsemi
Íslendinga hefur einfaldlega verið meiri en frænda
okkar, svo ekki sé minnst á áræði. Vitaskuld
nýta menn sér þau færi sem gefast innan settra
reglna. Ekki hefur verið sýnt fram á lögbrot. Fyrsta grein Extrablaðsins sneri
að mestu að Kaupþingi banka. Stjórnarformaður bankans hefur látið hafa
eftir sér að umfjöllun blaðsins sé fáránleg og ásakanir út í hött. Svo er að
sjá sem markaðurinn sé sama sinnis. Álag á skuldatryggingar Kaupþings
banka á eftirmarkaði hefur staðið í stað þrátt fyrir umfjöllunina í Danmörku.
greiningardeildir og miðlarar í Evrópu virðast lítið mark taka á Extrablaðinu.
Krónan veiktist að vísu lítillega á föstudag vegna umræðunnar en hefur styrkst
á ný. Langtímaáhrif virðast því lítil.“
SJónARhóll
Ásakanir ekstra bLaDet
Lítil langtímaáhri
Jónas HaraLDsson
Fréttastjóri Viðskipta-
blaðsins
n Hafinn er útflutningur á írskri
mold til bandaríkjanna þar sem
írskættaðir bandaríkjamenn
kaupa moldina til að hafa „írsku
fósturjörðina“ með sér í gröfina.
Hver 340 gramma poki með
„ekta írskri mold“ kostar 15 dali
og er meiningin að úr pokanum
sé sturt-
að ofan á
líkkistur
á leið
niður í
banda-
ríska jörð. Salan hefur farið fram
úr björtustu vonum og þegar
hefur selst mold fyrir milljón dali.
Markaðurinn er stór því um 40
milljónir bandaríkjamanna rekja
ættir sínar til Írlands.
ÍRSk molD:
mokASt út
Um helgina varð Freyja
Sigurðardóttir Íslands-
meistari í Icefitness-keppn-
inni. Hún sigraði örugglega,
fékk 39 stig, þrettán stigum
meira en sú sem varð í öðru
sæti.
Freyja er mikil fitness-drottning
því hún hefur sigrað í öllum
Íslandsmeistaramótum sem hún
hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000,
2001, 2002 og 2004, auk þess að
sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað
í fjórum bikarmótum, en bikar- og
Íslandsmeistaramótið eru helstu
fitness-mótin á Íslandi.
„Ég var í fimleikum til 17 ára
aldurs og fór í þetta þegar mig
vantaði eitthvað eftir fimleikana.
Ég keppti ekki árið 2003 því ég var
ólétt og gat ekki keppt og í fyrra
var ég að undirbúa það að flytja til
Noregs,“ segir Freyja. Hún býr í
Álasundi með knattspyrnukapp-
anum Haraldi Frey Guðmunds-
syni, sem hefur verið að gera góða
hluti í vörninni með Álasundslið-
inu.
Freyja segist aldrei hafa verið í
eins góðu formi og núna og var sex
kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal
þess sem hún afrekaði á Icefitness
var að taka 80 armbeygjur á 1.14
mínútu og hékk í næstum 3 mínútur
í „fitnessgreip“, sem henni finnst
reyndar leiðinlegasta greinin.
„Fyrst og fremst þarf
maður bara að vera ógeðslega
agaður. Ég er náttúrlega með
góðan grunn, til dæmis er ég hepp-
in að hafa fæðst með góða líkams-
byggingu, og
hef alltaf
hreyft mig
mikið. Tólf
vikum áður
byrjar
maður að
fókusera á
keppnina.
Það er alveg
bannað að svindla því smá svindl á
hverjum degi hleður utan á sig og
er orðið eins og stór máltíð á föstu-
degi. Ég neita því ekki að maður
er oft þreyttur á þessu á tímabil-
inu, en nokkrum dögum fyrir mót
fyllist maður eldmóði og sér fram
á að þetta er að verða búið.“
Freyja getur þó enn ekki slappað
af þótt hún hafi rúllað Icefitness-
keppninni upp því bikarmótið fer
fram á laugardaginn. „Það er frá-
bært að hafa þessi tvö mót svona í
röð,“ segir Freyja, sem æfir nú á
fullu og ætlar ekki að gefa neitt
eftir á laugardaginn.
gunnarh@frettabladid.is
Alveg bannað að svindla
freyJa Með bikarinn Ásamt Jóhanni pétri Hilmarssyni sem sigraði í karlaflokki.
n Byrjaði að fókusera
á keppnina tólf
vikum áður.
n Morgunmat-
ur: Einn og
hálfur desi-
lítri af hafra-
mjöli með
rúsínum í
vatni.
n Matur: Ókryddaður kjúkling-
ur og fiskur – „Það eru margir
fótboltaáhugamennirnir í Ála-
sundi á sjónum svo við höfum
góðan aðgang að ferskum og
góðum fiski“ – ávextir og græn-
meti „eins og þarf“, hrísgrjón og
kartöflur.
n Laugardagar eru nammidagar.
Fékk sér þann mat sem henni
langar í og smá súkkulaði. Sakn-
aði íslenska súkkulaðisins.
n Saknaði líka íslenska skyrsins
og reyndi að búa sér til „skyr“
með því að mixa saman prótein-
dufti og fitulitlu jógúrti. Ekki
eins gott!
n Í ræktina tvisvar á dag.
Brennsla á morgnana í 45-
50 mínútur. Hlaupabretti
eða hjól með allt á fullu í
iPodinum. Byrjaði á
brennsluteknói en varð
fljótlega þreytt á því
og endaði í Bítlun-
um, U2 og Elvis.
n Styrktaræfingar seinni part-
inn. Skipti líkamanum upp í sex
hluta – fætur, brjóstvöðva, tví-
höfða, þríhöfða, bak og axlir – og
tók 6-7 æfingar á hvern hluta
fyrir sig eftir dögum.
n Fimm vikum fyrir mót bætt-
ust við æfingar fyrir keppnina,
til dæmis armbeygjur og fitn-
essgreip.
n Síðustu dagana fyrir mót: Til að
vera sem skornust þarf að minnka
vatnsdrykkju. Bara einn lítra
tveim dögum fyrir mót, hálfan
lítra daginn áður og ekkert vatn á
keppnisdaginn.
n Fór í 5-6 ljósatíma þegar stytt-
ist í keppni og fékk hjálp frá
mömmu sinni við að pensla 4-5
umferðir af brúnkukremi á sig
dagana fyrir mót.
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6