Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 18
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur 58 % 25 % 33 % 89 % Á VINNUSTAÐ Í SKÓLA ANNAÐ Samtökin Framtíðarlandið greindu frá því eftir haustþing sitt síðastliðinn sunnudag að þau íhuguðu framboð til Alþingis í vor. Samkvæmt Maríu Ellingsen, stjórnarmanni í Framtíðarlandinu, er starfandi vinnuhópur innan samtakanna sem undirbýr hugsanlegt framboð. Enn liggur þó ekki fyrir hvort samtökin munu bjóða fram eða hvaða meðlimir samtakanna verða á framboðslistanum. Ef Framtíðarlandið ákveður að bjóða fram þurfa samtökin að fara eftir ferli sem kveðið er á um í lögum um kosningar til Alþingis. Hvernig býður maður sig fram til þings? Ef Framtíðarlandið, eða einhver önnur samtök eða hópur, ákveður að bjóða fram til Alþingis þurfa þau að tilkynna yfirstjórn það skriflega, fyrir hádegi, 15 dögum fyrir kosningar. Á framboðslista samtakanna, eða hópsins, eiga að vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu og þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing hvers frambjóðanda að hann samþykki að nafn hans sé á listanum. Hver frambjóðandi þarf að vera kjörgengur. Með framboðslistanum á að fylgja skrifleg yfirlýsing frá meðmæl- endum, kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda á að vera margfeldi þingsæta í kjördæminu og tölunnar 30 í minnsta lagi, og 40 í mesta lagi. Er flókið að bjóða sig fram til Alþingis? ,,Það er ekki flókið og á ekki að vera það. Einn hluti þessa ferlis getur reynst erfiður fyrir ein- hvern sem vill stofna stjórnmálaflokk á landsvísu. Það er að safna nægilegum meðmælendafjölda í hverju kjördæmi landsins. Samtök eins og Fram- tíðarlandið virðast vera nægilega sterk til þess því þau eru nokkuð stór, með 2.400 meðlimi og skipulag þeirra virðist nokkuð gott,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. FBL GReInInG: KoSNINGAr TIL ALÞINGIS Á ekki að vera flókið að bjóða fram lista > Staðsetning internetnotkunar einstaklinga 2006 Svona erum við Forsetakosningarnar í Kongó á sunnudaginn þykja marka viss tímamót í sögu Afríku. Þær fóru að mestu friðsamlega fram, þrátt fyrir fréttir af manndráp- um og átökum í norðaustur- hluta landsins. Úrslit verða ekki endanlega ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir viku, en hvernig svo sem þau verða virðast landsmenn binda miklar vonir við að kosning- arnar tryggi frið í landinu. Kosið var á milli tveggja manna, sem urðu efstir í fyrri umferð for- setakosninganna, sem haldin var 30. júlí í sumar. Annar þeirra er Joseph Kabila, núverandi forseti sem fékk embættið í arf eftir föður sinn, Laurent Kabila, en sá var myrtur árið 2001. Hinn fram- bjóðandinn er Jean-Pierre Bemba, sem áður var uppreisnarleiðtogi en er nú einn af fjórum varafor- setum landsins í bráðabirgða- stjórn, sem tók við völdum þegar samið var um frið árið 2002. Lofa öllu fögru Báðir hafa þeir Kabila og Bemba heitið því að virða úrslit kosning- anna, hvernig svo sem þau verða. Margir óttast þó að stríð brjótist út að nýju þegar úrslitin verða ljós, þar sem báðir ráða þeir Kabila og Bemba yfir einkaher- sveitum sem myndu varla hika að berjast ef kallið kæmi frá leið- togunum. Til átaka kom milli þeirra eftir að úrslit fyrri umferð- arinnar voru birt, og stóðu þau í þrjá daga og urðu að minnsta kosti 23 manns að bana. Í fyrri umferð forsetakosning- anna hlaut Kabila 45 prósent atkvæðanna en Bemba 20 prósent. Fyrir seinni umferðina hafði Kabila síðan tryggt sér stuðning þeirra frambjóðenda sem lentu í þriðja og fjórða sæti, og þykir því óneitanlega sigurstranglegri en Bemba. Kosningarnar um helgina hafa verið sagðar þær mikilvægustu í Afríku frá því Nelson Mandela var kosinn forseti Suður-Afríku árið 1994. Þetta eru fyrstu frjálsu kosningarnar sem haldnar eru í Kongó frá 1960, en undanfarinn áratug hafa stríðsátök sett svip sinn á allt þjóðlífið í Kongó. Mannskæð styrjöld Talið er að fjórar milljónir manna hafi látist þegar harðvítugt stríð geisaði í Kongó á árunum 1996 til 2002. Flestir þeirra dóu reyndar af völdum hungurs og sjúkdóma sem fylgdu átökunum. Kongó, sem var belgísk nýlenda frá 1908 til 1960, er gríðarlega stórt land, rúmlega 2,3 milljón fer- kílómetrar og því tólfta stærsta ríki heims, álíka stórt og öll Vestur- Evrópa. Laurent Kabila, faðir Josephs, komst til valda árið 1997 í byltingu gegn fyrrverandi forseta, Mobutu Sese Seko, sem hafði þá ríkt í þrjá- tíu ár og þótti bæði spilltur og grimmur stjórnandi. Stríðsátökin snerust að stórum hluta um mikl- ar auðlindir í jörðu og yfirráðin yfir þeim. Í Kongó er meðal ann- ars mikið af demöntum, kopar, gulli og koltan, sem er notað í far- síma. Stríðið hófst hins vegar í beinu framhaldi af því að gífurlegur fjöldi hútúa streymdi inn í landið frá nágrannaríkinu Rúanda í kjöl- far þjóðarmorðsins þar árið 1994, þegar hútúar myrtu landa sína, tútsa, í stórum stíl. Stríðið í Kongó hafði mikil áhrif á önnur lönd í Mið-Afríku. Sex af nágrannaríkj- unum sendu herlið til Kongó til þess að taka þátt í hernaðinum, þar á meðal Rúanda, Úganda, Ang- óla og Simbabve. Rúandamenn réðust meðal annars inn í Kongó tvisvar sinnum, fyrst 1996 og síðan aftur 1998, til þess að elta þar uppi hútúa. Áhrif á nágrannaríkin „Ef hér ríkir friður og stöðugleiki, þá getur orðið friður og stöðug- leiki á öllu Vatnasvæðinu,“ segir Mluleki George, aðstoðar varnar- málaráðherra Suður-Afríku og yfirmaður kosningaeftirlitsnefnd- ar frá Suður-Afríku, sem fylgdist með framkvæmd konsinganna í Kongó. Með „Vatnasvæðinu“ á hann við landsvæðið í kringum vötnin miklu austanvert við Kongó. „Þetta er eitt af stærstu ríkjum Afríku. Það getur orðið forðabúr allrar Mið-Afríku,“ segir George í viðtali við AP-fréttastofuna. Árið 2002 var loks samið um frið með því að leiðtogar helstu uppreisnarhópanna fengu sæti í stjórn landsins með Kabila forseta og hefur það stjórnskipulag geng- ið að mestu áfallalaus. Fjölmennt friðargæslulið hefur engu að síður þurft að vera til staðar í Kongó undanfarin ár, alls um það bil 17 þúsund manns. Þótt miklar vonir séu bundnar við forsetakosningarnar hafa hvorki Kabila né Bemba þótt sér- lega friðsamlegir menn til þessa. Stuðningur við þá skiptist eftir landshlutum, því Kabila nýtur einkum stuðnings í austurhluta landsins en Bemba í mið- og vesturhlutanum. Standi þeir við loforð sín um að virða niðurstöður kosninganna gætu bæði Kongó og nágrannaríki þess átt bjarta fram- tíð fyrir höndum, en á hinn bóginn gæti lítið þurft til þess að hleypa öllu í bál og brand á ný. TALning ATkvæðA HAfin Strax að loknum kosningunum á sunnudaginn voru pokar með atkvæðaseðlum sóttir frá kjörstöðum í flutningabílum á vegum Sameinuðu þjóðanna. FréTTAbLAÐIÐ/Ap Kosningar sem gætu skipt sköpum Coast/2 © GRAPHIC NEWS CurrentAffairs POL,OVR :Politics CONGO: First democratic elections Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research) GRAPHIC NEWS Adobe Illustrator version 8.01 2 columns by 127mm deep 27/10/2006 Wire agencies 20274 CATEGORY: IPTC CODE: SUBJECT: ARTISTS: ORIGIN: TYPE: SIZE: DATE: SOURCES: GRAPHIC #: STANDARD MEASURES (SAU) Picas 12p5 25p7 38p9 52p 65p1 78.p3 millimetres 52.3 107.7 163.2 219.0 274.4 329.7 © Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only. The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image. 8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom. Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290 Width 1 col 2 col 3 col 4 col 5 col 6 col EDS -- DATA CORRECT AS AT OCTOBER 27, 2006 Heima 89% Á vinnustað 58% Í skóla 25% Annars staðar 33% Heimild: Hagstofa Íslands HEIMA Hingað til hefur offita verið talin aðalorsakavaldur fullorðinssykursýki en algengt afbrigði af ákveðnu geni er talið jafn líklegt til að valda sjúkdómnum að því er kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Hollir lífshættir, hreyfing og mataræði eru mikilvægir þættir við meðhöndlun sykursýki að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Hvað veldur sykursýki ? Hormónið insúlín er nauðsynlegt fyrir flutning sykurs úr blóði inn í frumur. Sykursýki stafar af vöntun insúlíns (sykursýki af gerð I) eða að það hefur ekki nægileg áhrif á frumurnar (gerð II eða fullorðinssykursýki). Þetta veldur hækkun á blóðssykri og skorti á sykri í frumum, sem brjóta niður fitu í staðinn. Líkaminn fer að skilja sykur út í þvagi. Sykurinn tekur með sér vökva og sjúklingurinn verður þyrstur. Önnur einkenni eru þreyta, þokusýn, þyngdartap og svengdartilfinning. Illa meðhöndluð sykursýki leiðir til alvarlegri skemmda á æðum í nýrum, augum, útlimum og víðar og hætta eykst á kransæðastíflu og heilablóðföllum þegar fram líða stundir. Hvernig er sykursýki meðhöndluð? Sjúklingar með gerð I af sykursýki þurfa að nota insúlin alla ævi. Þeir sem hafa sykursýki af gerð II geta stundum haldið henni í skefjum með heilbrigðu líferni, en þurfa oft jafnframt að nota lyf. Sjúklingar verða að vera undir góðu eftirliti og gæta þarf að blóðþrýstingi og blóðfitu. Góð meðferð dregur mjög úr fylgikvillum sykursýki. spURt & svARAÐ SykurSýki Hreyfing og mataræði MATTHíAS HALLdórSSon AðSToðArLAndLæknir FréTTASKýrING guðsteinn bjarnason gudsteinn@frettabladid.is AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.