Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 20
20 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
frá degi til dags
ÚtgáfUfÉlag: 365
ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Þ
að er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að sannfæra kjós-
endur um að forystumönnum flokksins sé treystandi til að
fara með stjórn ríkisfjármála á Íslandi eftir alþingiskosn-
ingarnar næsta vor. Í því sambandi skiptir máli að gefið
verði vilyrði fyrir því að skattar fólks hækki ekki komist
Samfylkingin til valda og að ríkisútgjöldum verði haldið í skefjum.
Ekki má heldur steypa ríkissjóði í skuldir til að fjármagna öll þau
verkefni sem metnaðarfulla þingmenn, sem hafa kannski setið lengi
áhrifalausir í stjórnarandstöðu, langar til að hrinda í framkvæmd.
Kjósendur þurfa skýr svör í þessum efnum.
Þó að enn sé deilt um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eftir
langa samfellda stjórn vinstri manna er það staðreynd að skuldir
borgarinnar jukust mikið á valdatíma R-listans. Vissulega er hægt að
færa málefnaleg rök fyrir hluta af þeirri skuldsetningu. En á meðan
skuldir borgarinnar jukust notaði ríkisstjórnin uppsveifluna til að
greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fólk nýtur þess nú í lægri afborgun-
um og afgangurinn er notaður til framkvæmda. Þessari þróun mega
vinstri menn ekki snúa við komist þeir í ríkisstjórn. Sporin í borginni
hræða.
Það er eðlilegt að vinstri flokkarnir setji jöfnun lífskjara á oddinn í
komandi kosningabaráttu. Lífskjarabyltingin hefur gert það að verk-
um að allir hafa það betra í dag en fyrir áratug. Þó eru dæmi um hópa
sem þurfa að hafa mikið fyrir litlu.
Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, kemur
með athyglisvert innlegg í þessa umræðu í grein í Fréttablaðinu í gær.
Vill hann að Samfylkingin beiti sér fyrir því að skattur á greiðslur frá
lífeyrissjóðum verði lækkaður í tíu prósent. Nú eru þessar greiðslur
skattlagðar til jafns við launatekjur. Mundi þetta hafa verulega þýð-
ingu fyrir eldri borgara, sem sumir hverjir lifa við þröngan kost.
Samfylkingin hefur líka lagt fram tillögur um lækkun matarverðs,
sem ganga lengra en hugmyndir núverandi ríkisstjórnar. Slíkar hug-
myndir gagnast best fjölmennum fjölskyldum sem þurfa að eyða
stórum hluta tekna sinna í kaup á matvöru.
Báðar þessar hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á að bæta
hag þeirra tekjulægri í samfélaginu án þess að auka skattbyrði ann-
arra. Þær snúast um að ríkið taki minna til sín frá fólki sem þarf á
hverri krónu að halda. Þær snúast um að forgangsraða í þágu þeirra
sem minna mega sín.
Það er einmitt hlutverk ríkisins, að hjálpa þeim sem eru hjálpar
þurfi. Ríkisvaldið á ekki að þurfa að aðstoða fullfrískt fólk. Það á
ekki að borga hátekjufólki fyrir að vera heima hjá börnum sínum,
né niðurgreiða leikhúsmiða fyrir góðborgara þessa lands, eða reisa
hestamönnum hús til að sinna störfum sínum og áhugamálum. Ríkið
á ekki að styrkja ákveðnar atvinnugreinar, halda úti óþarflega stórri
utanríkisþjónustu eða reka ríkisfjölmiðil sem skyldar alla lögráða
einstaklinga til að greiða afnotagjöld. Það er af nógu að taka.
Stjórnmálamenn eru smeykir við að ræða þetta af fullri alvöru af
ótta við að styggja fullfríska fólkið sem telur sjálfsagt að skattpen-
ingar séu nýttir því til hagsbóta. Sáttin um skattkerfið snýst samt um
að aðstoða þá sem sökum aldurs, veikinda eða fötlunar geta ekki notið
sín til fulls miðað við aðstæður hjálparlaust. Forgangsröðun verkefna
í þágu þessa fólks, samhliða traustri stjórn efnahagsmála, eru meðal
mikilvægra verkefna stjórnmálanna á komandi vetri.
Kosningamál á komandi vetri:
Óþarfi að hjálpa
fullfrísku fólki
BJörgvin gUÐmUndssOn skrifar
Síðustu daga hafa ýmsir málsmetandi menn og konur
látið gamminn geisa í dagblöðum
landsins, þ.á m. um mennta- og
skólamál. Þetta hafa um margt
verið áhugaverðar og stundum
fróðlegar greinar og kennarar
hafa væntanlega lesið þessi
tilskrif af áhuga. Greinarnar
hafa undantekningarlítið,
jafnvel án undantekninga, tengst
því að greinarhöfundar hafa hug
á að verða þingmenn og þá telst
áhugi á menntamálum gott
veganesti inn í prófkjör. Hitt er
öllu verra að minna vill verða
um efndirnar þótt viðkomandi
komist í lykilstöðu.
Nú hef ég ekki umboð til að
tala fyrir hönd kennarastéttar-
innar en ég vinn í nokkuð stórum
skóla og heyri hvar þar er rætt,
sem og víðar. Það er skemmst
frá því að segja að kennarar
virðast óánægðir. Fyrir tveimur
árum lauk verkfalli grunnskóla-
kennara, í raun án sátta við
kennara. Það er geymt en ekki
gleymt. Meðal ákvæða, í því sem
kallað var samningur, var að
taka skyldi „upp viðræður fyrir
1. september 2006 og meta hvort
breytingar á skólakerfinu eða
almenn efnahags- og kjaraþróun
gefi tilefni til viðbragða og
ákveða þær ráðstafanir sem þeir
verði sammála um“. Samnings-
aðilar, þ.e. kennarar og launa-
nefnd sveitarfélaga munu
sammála um að slíkar breyting-
ar hafi orðið en hins vegar mjög
ósammála um hvaða viðbragða
sé þörf. Kennarar benda m.a. á
að verðbólga hefur verið langt
um fram þau 2- 3% sem reiknað
var með og ýmsar stéttir hafa
fengið talsverðar breytingar á
sínum kjörum, þ.á m. leikskóla-
kennarar, og var ekki vanþörf á.
Helstu ráðamenn þjóðarinnar
eru líka meðal þeirra sem fengið
hafa launahækkun nýlega og má
kannski deila um þörfina þar. En
kennarar eru ekki sáttir við sína
stöðu og undanfarna daga hafa
birst ályktanir og samþykktir
frá kennarahópum þar að
lútandi.
En hvað er til ráða? Mér er til
efs að stéttin sé tilbúin í annað
verkfall. Þetta var hart stríð og
árangurslítið. Kennarar máttu
sitja undir svívirðingum úr
samfélaginu, flestum nafnlaus-
um, fyrir það eitt að krefjast
ásættanlegra launa og voru í
lokin reknir inn á vinnustaðina.
Samningaviðræður eru til lítils
gagns þegar annar aðilinn er
ekki til viðræðu. Nú eru reyndar
alþingiskosningar fram undan
og kannski geta kennarar reynt
að velja sér nýja yfirmenn,
einhverja sem þeir treysta betur.
En það virðist þrautin þyngri. Á
síðustu 4 árum hef ég haft
Sjálfstæðisflokkinn sem
yfirmann í formi menntamála-
ráðherra og Framsóknarflokkur-
inn hefur verið hans samstarfs-
aðili í ríkisstjórn. R-listinn
stjórnaði Reykjavíkurborg til
skamms tíma og þar sat fulltrúi
Samfylkingarinnar í æðsta sæti
menntamála en aðrir samstarfs-
aðilar R-listans voru auðvitað
með í för. Í þessi 4 ár hafa mér,
satt best að segja, hugnast þessir
yfirmenn hóflega vel og virðist
fátt um fína drætti. Nýr meiri-
hluti í borgarstjórn virðist ekki
hafa látið að sér kveða í mennta-
málum, a.m.k. enn sem komið er.
Ákvarðanir um stefnumótun í
skólamálum eru teknar á
leikvelli stjórnmálanna og eru
því í eðli sínu pólitískar. Vafa-
laust þyrftu kennarar að koma í
stórauknum mæli að slíkum
umræðum en stéttin er svo
störfum hlaðin að hún hefur
hvorki tíma né orku til að sinna
því verkefni. En eftir stendur sú
staðreynd að kennarar eru
almennt mjög óánægðir með
kjör sín, ekki síst launin. Það
ríkir líka óánægja með starfs-
umhverfi, sem verður æ
erfiðara. Eitt dæmi af mörgum
er stefna Reykjavíkurborgar og
fleiri sveitarfélaga um skóla án
aðgreiningar sem var mörkuð og
fylgt eftir án faglegra ráðstaf-
ana til að mæta auknu álagi
innan skólanna. Annað lítið
dæmi innan Reykjavíkurborgar
er hversu erfitt er að fá fulltrúa
borgarinnar til að standa við
gerða samninga um viðhald
skólahúsa og lóða. Vanræksla
starfsumhverfis nemenda og
starfsfólks er virðingarleysi og
þetta virðingarleysi, sem birtist
í ýmsum myndum, er kannski
það sem hefur þreytt kennara
mest.
Óánægðir kennarar
Kennaralaun
UmræÐan
Hvalveiðar
Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði
og hrefnu megi stunda með sjálfbærum
hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrann-
sóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóða-
hvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðar-
matið. Þetta kom skýrt fram í viðtali
Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg
Donovan formann Vísindanefndar Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimild-
ir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna.
Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóða-
hvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfs-
ákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður.
Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því
er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn
afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum
löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin
og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum
að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru
þó ekki mjög alvarleg).
Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurning-
ar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem
byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í
alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag
er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að
réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum
ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaks-
ins ímyndar í erlendum ríkjum.
Værum við í Evrópusambandinu hefð-
um við þó reglur, dómstóla og lög við að
styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi
hagsmunasamtaka úti í heimi væri full-
veldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm.
Þessi rök mjög margra þeirra sem tala
gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðs-
ins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna
sorgleg.
Og svo er það annað. Gagnrýnendur
hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir
sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá
dugi engin rök á þá sem eru andvígir hval-
veiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks
ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og
skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað ger-
ist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli?
Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað
okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærsl-
um.
Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta
dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er
verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er
þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viður-
kenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er
við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á
háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni
um að hugsa það til enda.
Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfs-
ákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki
rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar
verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda
taki öll völd.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Tekur fólk ekki rökum?
einar k.
gUÐfinnssOn
inga rÓsa þÓrÐardÓttir
Í dag |
feminískir útreikningar
Umræðan um stöðu kvenna er
auðvitað sígild í kringum kosning-
ar. Auður Magndís, námsmaður í
London, rifjar upp tölfræðikunnáttuna
á heimasíðu sinni í tengslum við
prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Niðurstaða hennar sýnir að karlar
í prófkjörinu sóttust að meðaltali
eftir sæti nr. 4,4. Konur sóttust að
meðaltali eftir sæti nr. 5,5.
Karlar komust að meðaltali
í sæti nr. 3,1 en konur að
meðaltali í sæti nr. 6,7.
Og hvaða lærdóm dregur
Auður af þessu? „Til að
fá jafnt hlutfall kvenna og
karla í efstu 10 sætin þyrftu
11,6 konur að bjóða
sig fram á móti 7,8
körlum. Konurnar
þyrftu að meðaltali að bjóða sig fram
í 4. sæti en karlarnir í 7. sæti til að
útkoman yrði jöfn.“
Hvar var gísli?
Annars stóð prófkjör Samfylk-
ingarinnar í NV-kjördæmi ekki undir
væntingum þeirra sem horfa ein-
göngu á kynjahlutföllin. Þessu hafa
auðvitað margir áhyggjur af. Varla er
samt konum hafnað í Samfylkingunni
á þeirri forsendu að þær séu konur!
Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem
skipaði annað sæti listans fyrir
fjórum árum á eftir Gísla S.
Einarssyni, féll nú í það þriðja.
Gísli var hins vegar upptekinn í
störfum bæjarstjóra Akra-
ness fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn.
sameiginlegar raunir
Helgi Hjörvar virðist vilja halda sig
hættulega nálægt sjálfstæðismönnum
í prófkjörsbaráttunni sem nú er hafin
meðal samfylkingarfólks í Reykjavík.
Til að byrja með notar hann sama
slagorð og Birgir Ármannsson var með
á útgefnu efni frá sér, Vöndum valið.
Báðir líka vandaðir menn. Þá þurfti
Sigríður Andersen, sem náði tíunda
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, að
rýma kosningaskrifstofuna í flýti svo
Helgi gæti opnað sína á sama stað á
sunnudaginn. Helgi segir að hann
hafi fengið ýmislegt lánað hjá Sig-
ríði til að af opnuninni gæti orðið.
Greiðviknin virðist ekki langt
undan hjá þessum pólitískum
andstæðingum, sem skilja vel
hverjar raunir frambjóðanda
eru. bjorgvin@frettabladid.is
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið