Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 26
[ ]
Næring fyrsta aldursárið leggur
grunninn að fæðuvenjum
barnsins síðar meir. Það getur
verið stórt skref þegar ungbörn
byrja að borða og margt nýtt
að huga að. Hjúkrunarfræðing-
arnir Jóna Margrét Jónsdóttir
og Ingibjörg Baldursdóttir hjá
Miðstöð heilsuverndar barna í
Reykjavík gefa góð ráð.
Um sex mánaða aldurinn geta börn
byrjað að smakka mat. Gott er að
byrja á graut en halda áfram með
brjóstamjólk samhliða annarri
fæðu fyrstu tvö árin. Síðan má
prófa gufusoðið grænmeti, ávexti
og hreinan óunninn mat. „Það ætti
að forðast sykur og salt fyrsta árið
og þess vegna er mikilvægt að lesa
vel innihaldslýsingar á umbúðun-
um,“ segir Jóna Margrét og heldur
áfram „Þegar barnið er byrjað að
borða má nota kúamjólk svo sem
stoðmjólk út á graut eða aðra fæðu
og síðan smám saman nota hreinar
mjólkurafurðir, bragðbættar með
ávöxtum.“ Tilbúinn barnamatur
getur verið góð viðbót en ætti ekki
að vera aðaluppistaðan í fæðunni.
Það er mikilvægt að hafa næringar-
ríka fæðu og Ingibjörg nefnir í því
samhengi innmat sem og dökkt
kjöt svo sem lamba- og nautakjöt,
sem er járnríkur og góður matur
fyrir börnin.
„Það er mikilvægt að prófa sig
áfram þegar nýjar tegundir eru
kynntar fyrir barninu og láta ekki
hugfallast þó að barnið fúlsi
við matnum í byrjun vegna
þess að þau bregðast oft
þannig við framandi
bragði. Það getur verið
að börnin þoli ekki vissar
fæðutegundir en það
þarf þá að skoða nánar
og athuga hvert tilfelli
fyrir sig. Talið er að
brjóstagjöf geti
seinkað eða jafn-
vel komið í
veg fyrir
ofnæmi. Ekki er ráðlagt að gefa
ungum börnum rabarbara, spínat,
hnetur, hunang eða unninn mat
eins og pylsur og kjötfars fyrsta
árið,“ segir Ingibjörg.
Það getur verið gott tækifæri
fyrir alla fjölskylduna að
endurskoða mataræðið
þegar ungbarnið byrjar að
borða. Nútíma foreldrar
eru með allt annað matar-
æði en fyrri kynslóðir.
„Meira er um skyndibita-
fæðu og fitu- og sykur-
skertar afurðir sem henta
ekki ungbörnum,“ segir
Jóna Margrét og bætir
við: „ung börn þurfa
fitu og þess vegna
er gott
að bæta olíu út í matinn og passa
að barnið fái holla fitu.“ En hvað
með feit börn? „Ungabörn og börn
almennt eiga ekki að fara í megr-
un. Mikilvægt er að þau borði
reglulega holla og næringarríka
fæðu því þegar þau byrja að
hreyfa sig grennast þau oft. Aðal-
atriðið er að þau samsvari sér vel
og séu hraust,“ segir Ingibjörg.
Manneldisráð og Miðstöð
heilsuverndar barna gáfu út
bæklinginn Næring ungbarna árið
2003 sem gefur góðar upplýsingar
um mataræði á fyrsta ári ásamt
öðrum upplýsingum. Hann er
afhentur í ung- og smábarna-
verndinni en einnig er hægt að
panta bæklinginn á Miðstöð heilsu-
verndar barna í síma 585-1350 eða
finna hann á heimasíðu Lýðheilsu-
stöðvar, www.lydheilsustod.is.
Einnig benda Jóna Margrét og
Ingibjörg á bókina Södd og sæl á
fyrsta ári eftir Laufeyju
Steingrímsdóttur og mæla með
amerískri heimasíðu með góðum
uppskriftum og ráðum Annabel
Karmel: www.annabelkarmel.
com. Allar upplýsingar um nær-
ingu og mataræði ungbarna er
síðan að fá hjá viðkomandi heilsu-
gæslustöð.
Best að forðast sykur og
salt fyrsta aldursárið
Jóna Margrét Jónsdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir hjá Miðstöð heilsuverndar barna. FréttaBlaðIð/GVa
Gott er að þvo vel grænmeti og skræla ávexti sem á að matreiða fyrir ungbörn.
Hægt er að gufusjóða grænmetið í þartilgerðum potti eða setja grænmetið í lítinn
pott með smá vatni í botninn til að sjóða. Flest grænmeti er soðið við vægan hita í
fimmtán til tuttugu mínútur. Hægt er að mauka grænmetið og ávextina með smá
af soðvatninu og þá er best að mauka með töfrasprota eða stappa vel með gaffli.
Það getur verið hentugt að gera stærri skammta í einu og setja í klakabakka og
frysta, þá er hægt að þíða mátulegan skammt hvenær sem hentar.
Marga ávexti er hægt að skafa með skeið eða stappa og gefa barninu beint
án þess að sjóða en sem dæmi um þetta má nefna: banana, papaya, mango,
epli og þroskaðar melónur.
Varasalvi er nauðsynlegur
mörgum á þessum árstíma þegar
kuldaboli lætur til sín taka.
Góð ráð frá Ingibjörgu og Jónu Margréti
HuGMyndIr að MaukI:
Gulrætur eru hreinsaðar og skornar gróft
niður og soðnar í 15-20 mín og maukaðar
með smá klípu af smjöri og soðvatni.
Einnig er hægt að nota rófur og sætar
kartöflur með gulrótunum í þessari upp-
skrift. Þegar barnið er að byrja að borða
er samt best að hafa bara eina tegund í
einu og láta nokkra daga líða á milli.
Sætar kartöflur og brokkolí soðið og
maukað saman með smá klípu af smjöri
eða teskeið af ólífuolíu.
Maís á stöngli er soðinn í 20 – 30 mínútur
og maukaður með gulrótum og kartöflum
í smá soðvatni og olíu eða smjöri.
Hleypt upp suðu á tómötum í um 5
mínútur, þeir settir til hliðar, kartöflur
eða aðrir rótarávextir eru soðnir í um
15 mínútur. Öllu er blandað saman og
síðan maukað með smá soðvatni, olíu og
rifnum osti.
Þroskaðar apríkósur eru soðnar í 5-10 mín-
útur og stappaðar saman með bönunum.
Þetta er mjög járnríkt og einnig ríkt af
betakarótíni og trefjum.
• Mango er maukað með bönunum,
þetta er gott að hafa með smá
hreinni jógúrt.
• Melóna jarðarber og bananar eru
maukuð saman.
• Ferskjur, bananar og bláber maukuð
saman.
• Bláber og bananar maukuð saman.• Bananar, mango og papaya maukuð
saman.
Þurrkaðir ávextir eru mjög járnríkir og
fullir af trefjum, gott er að sjóða þá í
nokkrar mínútur og mauka og bæta
út í hrísmjölsgraut barnsins, þetta er
líka gott með banana- og eplamauki.
Þetta eru nokkrar hugmyndir en um
að gera að prófa sig áfram og nota
hugmyndaflugið!
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Frábært fjölvítamín með
spírolinu, lecetíni og fleiru í
jurtabelgjum. Aðeins ein á dag
S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn
Póstsendum
um land allt
Útsölustaðir: Yggdrasill, Fræið - Fjarðarkaup, Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, lífsins lind -
Hagkaup, lyfjaval - Mjódd og Hæðarsmára, Nóatún Hafnarfi rði, Krónan Mosfellsbæ, Heilsuhúsið Selfossi
Næstu námskeið og fyrirlestrar hjá Maður lifandi
31. okt. næring fyrir vellíðan - fæða og jurtir
sem styrkja taugakerfi ð
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
31. okt. Hvað er lifandi fæði?
Guðmundur ragnar Guðmundsson
01. nóv. Heilbrigði og hamingja
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
07. nóv. Lífvirk náttúruefni í grænmeti og
öðrum heilsujurtum sem styrkja ...
Sigmundur Guðbjarnason professor
08. nóv. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Meistarakokkar Maður lifandi
nánari uppl. á madurlifandi.is og í síma 585 8703