Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 5
Konur sem ala börn eftir
fimmtugt eru bæði andlega
og tilfinningalega jafn hæfar
mæður og yngri konur.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
vísindamanna við Kaliforníu-
háskóla sem leiddi einnig í ljós
að eldri konum er hvorki hætt-
ara við heilsubresti né heldur
eru þær stressaðri en þær
ungu.
Rannsóknin náði til hundrað
og fimmtíu kvenna sem gengust
undir tæknifrjóvgun á árunum
1992 til 2004. Allar konurnar
höfðu fengið egg frá annarri
konu.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að sú ákvörðun
stjórnvalda í nokkrum löndum
að setja aldurstakmark á gervi-
frjóvganir byggi á fordómum.
Aðrir vísindamenn benda hins
vegar á að það séu ekki mæð-
urnar sem áhyggjum valda í
þessu samhengi heldur börnin
sem horfi fram á að missa
mæður sínar á unglingsaldri.
Nú í júlí varð sextíu og
tveggja ára barnasálfræðingur
elsta kona Bretlands til að ala
barn en elsta kona heims til
þessa er talin vera Adriana
Iliescy frá Rúmeníu sem ól
dótturina Elísu Maríu í fyrra, þá
sextíu og sex ára að aldri.
„Gamlar“ mæður jafn góðar
Patricia Rashbrook 62 ára og maður
hennar eignuðust barn saman í júlí.
Margar konur fá verki í bak, hnakka og herðar af völdum
brjóstahaldara.
Þetta sýna niðurstöður kannana sem North American Spine Society og
nærfataframleiðandinn Maidenform gerðu á yfir tvö þúsund konum nýlega.
59 prósent kvennanna sögðu brjóstahaldarann ávallt valda verkjum.
Konurnar sögðu að hlírinn á brjóstahöldurunum væri
algengasta vandamálið, en einnig krækjan aftan á
brjóstahaldaranum, spangir og skálastærð. 39 pró-
sent kvennanna sögðust aldrei eiga í vand-
ræðum með brjóstahaldarana á meðan tvö
prósent þeirra notuðu ekki brjóstahaldara.
Könnunin var gerð í þeim tilgangi að athuga
verki í baki, herðum og í hnakka eins og
kemur fram á WebMD. Mestu máli skiptir
að vera í réttum brjóstahaldara sem hentar
vaxtalagi hverrar konu og velja rétta stærð.
Flestar sérverslanir með brjóstahaldara og
nærföt bjóða upp á mælingu og ráðgjöf.
Bakverkir af völdum
brjóstahaldara
Rannsóknir sýna að pör sem
eiga í erfiðleikum með að eign-
ast barn eru þrisvar sinnum
líklegri til að eignast barn með
einhverfu eða heilalömun.
Heilsufarsleg vandamál foreldra,
sem öftruðu því að þeir gætu átt
börn saman, virðast auka hættuna
á að börn þeirra verði fötluð.
Rannsókn gerð í Kaliforníu-
háskóla á fjögur þúsund konum og
börnum þeirra, sem voru allt að
sex ára gömul, sýndi að þeir sem
eiga við frjósemisvandamál að
stríða, kljást oft við hjartasjúkdóma
og sykursýki. Líkur á vandkvæð-
um á meðgöngu og við fæðingu
eru sömuleiðis álitnar meiri hjá
þessum hópi.
Sýnt þótti að líkur á fötlun eins
og seinþroska, einhverfu, heila-
lömun, krabbameini og hvers
kyns áföllum væru 2,7 sinnum
hærri í hópi barna þeirra kvenna
sem áttu við frjósemisvanda að
etja. Einhverfa ein og sér var
fjórum sinnum líklegri til að
skjóta upp kollinum hjá börnum
þeirra.
Þá reyndist einnig vægari fötl-
un, eins og athyglisbrestur, náms-
örðugleikar eða sjón- og heyrnar-
skerðing fjörutíu prósentum
algengari hjá börnum foreldra
sem leitað höfðu sér aðstoðar til
að eignast barn.
Frá þessu er greint á fréttavef
BBC, www.bbc.co.uk. - rve
Tengsl milli
ófrjósemi og
einhverfu
Seinþroski barna er tengdur við frjósemis-
vandamál foreldra.
Samfélagið, félag framhaldsnema
við félagsvísindadeild Háskóla
Íslands, stendur fyrir hádegisfundi
1. nóvember milli klukkan 12 og 13.
Ber fundurinn yfirskriftina Nauðganir
á Íslandi: Hvað getum við gert?
Pallborðsumræður verða með þátt-
töku fulltrúa allra stjórnmálaflokk-
anna. Fundurinn er öllum opinn.
fundur }
Nauðganir á
Íslandi
Lille Collection