Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 30
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR6 Fjallað verður um líf og reynslu barna og ungmenna sem greind hafa verið fötluð á málþingi í Norræna húsinu næsta föstudag. „Við beinum sjónum okkar að reynslu fatlaðra barna og ung- menna og skoðum meðal annars hvaða áhrif það hefur á þau að samfélagið álíti þau gölluð ein- tök,“ segir Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur. Hún er meðal fyrirlesara á málþinginu í Norræna húsinu og er á móti því að sjúkdómavæða fötlun barna. „Auðvitað þurfa fötluð börn heilbrigðisþjónustu eins og önnur börn en ég leyfi mér að gagnrýna þær læknisfræðilegu áherslur sem skilgreina fötlun sem einstaklingsbundið heilsufars- vandamál og persónulegan harm- leik,“ segir hún. Rannveig segir engin raun- veruleg lögmál eiga að gilda um það hvað sé eðlilegur þroskaferill manneskju þótt rík tilhneiging hafi verið til þess. „Þetta eru bara kenningar sem voru búnar til á síðustu öld og þær kenningar hafa hlotið mikið ofurvald. Það er engan veginn sanngjarnt að öll þau börn sem ekki falla inn í þann þroskaferil séu skilgreind sem afbrigðileg.“ Hún segir að sem betur fer sé að rísa upp fólk innan skólakerfisins og innan fræða- samfélagsins sem gagnrýnir það að allir eigi að vera eins. Málþingið í Norræna húsinu nefnist Raddir fatlaðra barna og er haldið á vegum Rannsókna- seturs í fötlunarfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Sjálf kynnir Rannveig þar nýja rannsókn á æsku og uppvexti barna og ungmenna sem greind hafa verið fötluð og segir það margra ára verkefni sem byrjað hafi í upphafi þessa árs. Kirstin Stalker, dósent frá Skotlandi, kynnir niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á reynslu og sjónar- horni fatlaðra barna, Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskertra, segir frá rannsókn um reynslu barna sem tala táknmál og Snæfríður Þóra Egilsson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, fjallar um rann- sókn á hreyfihömluðum börnum og hvað þau segja um skólagöngu sína. „Það er mikilvægt að komið sé til móts við börn, hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð og þeim forðað frá því að vera greind sem vandamál í samfélaginu,“ segir Rannveig og bætir við. „Til þess þurfum við að endurskoða ýmis viðhorf og gildi.“ Málþingið stendur frá 14-16.30 og er öllum opið. Það verður túlkað á táknmál. gun@frettabladid.is Sjónarmið og reynsla barnanna sjálfra „Það er mikilvægt að komið sé til móts við börn, hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð,“ segir Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur. FRéTTablaðið/Valli Heimsóknir til hælisleitenda er nýtt verkefni á vegum Hafnar- fjarðardeildar Rauða Kross Íslands. Hælisleitendur sem leita til Íslands fá húsaskjól í Njarðvík á meðan á málsmeðferð þeirra stendur. Þrátt fyrir góðan aðbúnað er þörf talin á að efla félagsleg samskipti hælisleitenda. Hópur áhugafólks um málefni innflytjenda á Íslandi, með Tos- hiki Toma í fararbroddi, fékk þá hugmynd að starfrækja heimsóknir til hælisleitenda og kynntu hana í framhaldi af því fyrir Rauða krossi Íslands. Hugmyndin þótti falla vel að heimsóknaþjónustu sem Rauði krossinn hefur starf- rækt um árabil og var því ákveðið að framkvæma hana undir merkj- um hans. Toshiki mun leiða heim- sóknavinahópinn og er ráðgert að heimsóknir hefjist í nóvember. Hingað til hefur Rauði krossinn annast málsvarahlutverk og rétt- indagæslu hælisleitenda svo þeir fái réttláta málsferð. Útlendinga- stofnun gerði hins vegar samning við Reykjanesbæ 2003 um að veita hælisleitendum húsnæði, fæði og ýmsa aðstoð. - rve Samskipti hælis- leitenda efld Toshiki Toma mun fyrst um sinn leiða heimsóknavinahóp á vegum Rauða kross Íslands. FRéTTablaðið7sTeFán Læknar vilja að börn hafi meiri tíma til að leika sér, svo þau nái eðlilegum þroska. Samtök bandarískra lækna álíta að börn þurfi góðan tíma til að leika sér. Er þá átt við dæmigerða sjálfsprottna leiki, en ekki nám- skeið, lærdómsspil eða -leiki eða aðrar athafnir sem er vísvitandi ætlað að auðga andann. Talið er að sjálfsprottnir leikir hafi ýmsa kosti í för með sér, börnin verði meira skapandi, þau upp- götvi eigin ástríður, læri að takast á við þrautir, þrói samskiptahæfni og aðlagist betur skólaumhverf- inu. Svo ekki sé nú minnst á þá ánægju sem þeir hafa í för með sér fyrir börnin. Skortur á leiktíma er hins vegar talinn valda börnum og foreldrum streitu. Sérstaklega þar sem hann virðist víkja fyrir stundaskrá sem foreldrar skipuleggja fyrir börn sín til að gera úr þeim litla snill- inga. Frá þessu er greint á fréttavef CNN, www.ccn.com. - rve Nauðsyn leiktíma að sögn bandarískra lækna er nauðsyn- legt að börn fái nægan tíma til leikja. Útsölustaðir: Apótek, Heilsubúðir, Fjarðarkaup og Hagkaup 1 til 2 tsk. 5 mínútur fyrir t.d. morgunmat og kvöldmat Það veldur mettunartilfinningu, jafnar blóðsykur og kemur meltingunni í jafnvægi. Duftið er troðfullt af öllum helstu vítamínum, steinefnum, ammónísýrum, góðum fitusýrum og próteinum. Lífrænt ræktað, eykur orku, úthald og vellíðan! Gott ráð er að taka inn Living Food Engergy duftið frá dr. Gillian McKeith. Sækir þú mikið í sætindi, halda þér engin bönd? Fornám í svæða- og viðbragðsmeðferð Föstudagana 17. mars, 31. mars, 7. apríl og 28. apríl 2006. Frá kl. 16:00-19:00 Námið hefst þriðjudaginn 9. maí og er frá kl. 17:00-19:00. Nánari upplýsingar á vefnum: www. heilsusetur.is, í síma: 552 1850 og GSM: 896 9653 Námskeið í Nóvember 2006 • UNGBARNANUDD næstu nám skeið byrja 2. nóv. og 9. nóv. • BAKNUDD- OG ÞRÝSTI- PUNKTAR helgina 11.nóv. og 12.nóv. frá kl. 10.00 - 14.00. • HEILDRÆNT HEILNUDD MEÐ PÓLUN helgina 18. nóv. og 19. nóv. • HÓMÓPATÍA- SMÁSKA TALÆKNINGAR fyrir fjölskylduna laugardaginn 25. nóv. Upplýsingar á Heilsusetri Þórgunnu sími. 5521850-8969653 frá kl. 10.00-12.00 og 16.00-17.00 e-mail prema@mmedia.is sjá einnig heilsusetur.is 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.