Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 40

Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 40
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 Ferðalangar í Þórsmörk freista þess að komast upp í hellinn Snorraríki. Þeir lofthræddustu láta sér nægja að fylgjast með. Fréttablaðið/GVA ... að stöðuvatnið Vostok á Suður- skautslandinu uppgötvaðist árið 1994 eftir rannsókn á ísilögðu meginlandinu með jökulsjá? ... að stöðuvatnið er undir fjögurra kílómetra þykkum jökulís? ... að vatnið er það átjánda stærsta á jörðinni? ... að flatarmál þess er 14 þúsund ferkílómetrar? ... að það er að minnsta kosti hundr- að metra djúpt? ... að Vostok-vatnið er sennilega það tærasta á jörðinni þar sem það hefur verið hjúpað ís í 500 þúsund ár? ... að árið 1998 boruðu vísindamenn 3.623 metra langan kjarna úr íshell- unni yfir Vostok-vatni? ... að það er lengsti borkjarni sem boraður hefur verið úr íshellu? ... að boruninni var hætt 150 metr- um yfir vatnsyfirborðinu til að tand- urhreint vatnið myndi ekki spillast? ... að saltasta stöðuvatn heims er Don Juan-tjörnin í Wright-dal á Suðurskautslandinu? ... að saltinnihald stöðuvatnsins er 67,1 prósent? ... að saltinnihald úthafanna er 3,5 prósent? ... að Don Juan-tjörnin er svo brimsölt að hún frýs ekki fyrr en hitinn fer niður í -53°C? ... að Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar? ... að meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar? ... að flatarmál Kyrrahafsins er 155.557.000 ferkílómetrar? ... að Kyrrahafið er 45,9 prósent af samanlögðu flatarmáli úthafa jarðar? vissir þú...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.