Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 50
31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
menning@frettabladid.is
! Kl. 20.00Pjetur Hafstein Lárusson er gestur á
Skáldaspírukvöldi Lafleur útgáfunnar
í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Hann
les bæði ljóð og sögur, meðal annars
úr nýrri ljóðabók sinni: Vökuborg
og draums sem nýverið kom út hjá
bókaútgáfunni Sölku.
>Dustaðurykiðaf...
Gömlu Megasarplötunum. Hyllingar-
diskurinn Pældu í því sem pælandi
er í er nýkominn út en á honum taka
ýmsir listamenn lög Megasar með sínu
lagi en þeirra á meðal eru Hjálmar,
KK, Baggalútur, Trabant og Rúnar
Júlíusson. Þá er kominn út diskur
þar sem Magga Stína syngur lög
Megasar og er því enginn skortur á
Megasarlögum í nýjum útgáfum en
engu að síður er tilvalið að hlusta á
meistarann sjálfan í og með.
Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni
Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc
Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst
kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var fram-
leidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi.
Í henni segir af örlögum Sophie Scholl en hún
starfaði í andspyrnuhópnum Hvítu rósinni í
München. Í febrúar 1943 tók hópurinn að dreifa
flugritum gegn stríðinu og var Sophie handtekin
af Gestapo. Hún var yfirheyrð af hörku en sagði
aldrei til félaga sinna og
neitaði sök.
Saga Hvítu rósarinnar var einstök hetjusaga
og kvikmyndin markaði nokkur skil í þýskri
kvikmyndagerð enda mikilsmetin: fékk tvo
birni á Berlínarhátíðinni, var tilnefnd til Óskars-
verðlauna, vann Bodil í Danmörku, tilnefnd til
fjögurra Evrópuverðlauna og vann tvö þeirra, svo
nokkuð sé nefnt af þeim 23 tilnefningum og 15
verðlaunum sem myndin aflaði. Hér er á ferðinni
þýsk stórmynd um merkilegt efni og er það til
marks um slaka dreifingu kvikmynd á Íslandi að
hún skuli ekki vera sett í venjulegar sýningar.
Hvíta rósin Sophie Scholl
Finnski píanóleikarinn Olli
Mustonen hefur verið lengi
í sviðsljósinu þrátt fyrir
ungan aldur. Hann leikur
með Sinfóníuhljómsveit
Íslands í dag en á efnisskrá
kvöldsins eru tveir píanó-
konsertar Beethovens og
sinfónía eftir Brahms.
Olli Mustonen vakti fyrst athygli
fyrir óhefðbundna túlkun sína á
gömlum meistaraverkum og vann
meðal annars Gramophone-verð-
launin fyrir bestu hljóðfæra-
upptöku ársins 1992. Hann hefur
gefið út nokkra hljómdiska, þar á
meðal einleiksverk eftir Beet-
hoven, verk Shostakovich og
Bachs auk þess að ferðast víða og
halda tónleika bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. Mustonen er
fæddur í Helsinki en hann hóf
nám í píanóleik, semballeik og tón-
smíðum fimm ára gamall. Frí-
stundir sínar notar hann til að
semja sína eigin tónlist. Frum-
sköpun er veigamikill þáttur í list
Mustonens en hann leggur áherslu
á að hverjir og einir tónleikar eigi
að bera í sér ferskleika frum-
flutnings. Hann þykir einstak-
lega frumlegur og djarfur túlk-
andi með frábæra tækni.
Gerður var góður rómur af ein-
leikstónleikum Mustonen á Lista-
hátíð árið 2000 en þá lék hann
einnig verk Beethovens og
Brahms. Verkin á efnisskránni nú
eru tveir fyrstu píanókonsertar
Beethovens sem stimpluðu tón-
skáldið inn í tónlistarlíf Vínar-
borgar á sínum tíma. Sá fyrri
kinkar kolli til tónsmíða Mozarts
en gefur líka fyrirheit um seinni
tíma dramatík í verkum Beet-
hovens. Þá leikur Sinfóníuhljóm-
sveitin þriðju sinfóníu Johannesar
Brahms sem var frumflutt í Vínar-
borg árið 1883 og fékk frábærar
viðtökur enda er hún sögð búa yfir
einstakri blöndu af ákefð, dulúð
og angurværum trega.
Tónleikarnir fara að venju fram
í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30.
Hljómsveitarstjóri er Rumon
Gamba. -khh
Frumlegurfinnskurtúlkandi
DjarfurtúlkanDisemlegguráhersluáferskleikafrumflutningsinsFinnski píanóleikarinn Olli Mustonen leikur með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. FRéttABlAðið/GvA
síðustuDagarJulia Jentsch í hlutverki hinnar hug-
rökku og trúuðu stúlku sem tók upp baráttu gegn
herstjórninni.
Nýlega var tilkynnt að Deutsche
Bank ætti fimmtíu þúsund
myndlistarverk: íslensku bank-
arnir eiga eitthvað færri og
flest eru eftir íslenska lista-
menn, en um helgina var opnuð
sýning í aðalsal gamla Lands-
bankans í Austurstræti á verk-
um þriggja færeyskra meist-
ara.
Um er að ræða skiptisýningar
á verkum Landsbanka Íslands
og Færeyjabanka en fyrirtæki
þessi fagna stórafmæli á þessu
ári – Færeyjabanki aldarafmæli
og Landsbankinn 120 ára
afmæli. Sú hugmynd að halda
sameiginlega upp á stórafmælin
með þessum hætti varð til á
fundum forsvarsmanna bank-
anna seint á síðasta ári. Á sýn-
ingunum eru verk eftir þrjá
listamenn frá hvoru landi sem
allir eru verðugir fulltrúar síns
lands og sinnar kynslóðar en
sýningarnar bera yfirskriftina
„Maður, náttúra og mynd“.
Í Færeyjabanka verða sýnd
verk í eigu Landsbankans eftir
listamennina Eggert Pétursson,
Kristján Davíðsson og Jóhannes
S. Kjarval.
Í Landsbankanum í Austur-
stræti verða til sýnis glæsileg
verk í eigu Færeyjabanka eftir
færeysku listamennina Ingálv
av Reyni, Sámal Joensen-Miki-
nes og Zacharias Heinesen. Hinn
fyrstnefndi er talinn meðal
fremstu módernista á Norður-
löndunum en Færeyjarbanki á
nokkur verka hans sem ekki
hafa áður verið sýnd utan eyj-
anna. Mikines var einn fyrsti
nútímalegi túlkandi lifnaðar-
hátta á sínum heimaslóðum og
miðla verk hans fjölbreytileika
þeirra með eftirminnilegum
hætti. Heinesen er Íslendingum
að góðu kunnur enda hefur hann
oftsinnis ferðast hingað. Hann
hefur unnið af mikill leikni,
bæði í hlutlægum og óhlutlæg-
um stíl og þykir sýna sérstakt
næmi fyrir litum og hrynjandi
forma.
Sýningarnar standa yfir til
30. nóvember og verða öllum
opnar á afgreiðslutíma bank-
anna. Á völdum dögum á sýningar-
tímanum er ráðgert að bjóða
upp á leiðsögn listfræðings og
verður það auglýst síðar. -pbb
Færeyskir meistarar
færeyskmynDlistFæreyskur dans,
1961 eftir Sámal Joensen-Mikines.
Vi› sty›jum Steinunni Valdísi ...