Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 51
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 35 Hjá forlaginu Máli og menningu er komin út spennusagan Undan- tekningin eftir Christian Junger- sen í þýðingu Ólafar Eldjárn. Undan- tekningin var mikil metsölu- bók í Dan- mörku þegar hún kom út. Hlaut dönsku bóksala- verðlaunin „Gylltu lárberin“ árið 2004, auk bókmenntaverðlauna Danska ríkisútvarpsins. Á Upplýsingastofu um þjóðar- morð í Danmörku vinna fjórar konur. Þegar tvær þeirra fá nafn- lausar líflátshótanir rennur upp fyrir þeim að starf þeirra gæti stofnað þeim í lífshættu: Hvaðan koma hótanirnar? Viðbrögð benda til að engin þeirra sé öll þar sem hún er séð. Sjálfar breytast þær líka: hverjir eru fórnarlömb og hverjir böðlar? Sagan var víða lofuð af dönsk- um gagnrýnendum: „Þungavigtar- bók á allan hátt ... hún heldur manni föngnum frá upphafi til enda,“ sagði Jesper Uhrup Jensen í Euroman. „Framúrskarandi skáldsaga ... Stórkostleg blanda af spennusögu með útsmoginni og flókinni atburðarás og raunsærri og beinskeyttri lýsingu á Dan- mörku í dag,“ sagði Michael Eigt- ved í B.T. „Undantekningin er mikil og auðug skáldsaga . . . Saga Jungersens er gífurlega spenn- andi bæði sem tryllir og samtíma- lýsing á Danmörku og sumum Dönum. Sérstaklega fínar eru lýs- ingarnar á lífi vinkvennanna tveggja og sambandi þeirra,“ var umsögn John Helt Haarder í Jyll- ands-Posten. - pbb Fórnarlömb og böðlar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 28 29 30 31 1 2 3 Þriðjudagur n n SÝNINGAR c 10.00 Yfirlitssýningin Málverkið eftir 1980 stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Fimmtíu og sex íslenskir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni sem spannar 25 ára tímabil í íslenskri listasögu sem markast af innreið nýja málverks- ins í upphafi níunda áratugarins. Sýningarstjórar eru dr. Halldór Björn Runólfsson og Laufey Helgadóttir. c 11.00 Unnur Ýrr Helgadóttir sýnir á Kaffi Sólon við Ingólfsstræti. Sýningin stendur til 24. nóvember. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Vi› sty›jum Steinunni Valdísi ... 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.