Fréttablaðið - 31.10.2006, Qupperneq 56
40 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
FótboltI Fréttablaðið greindi í gær
frá sláandi mun sem er á greiðsl-
um til handa A-landsliði karla og
kvenna. Strákarnir í karlaliðinu fá
greiddar 40.000 krónur fyrir hvert
verkefni í dagpeningagreiðslur
sem og árangurstengdar greiðsl-
ur. Þeir hafa verið að fá 100.000
krónur fyrir sigurleiki en munu
hækka í 120-150.000 krónur í
núverandi undankeppni.
Stelpurnar í A-landsliði kvenna
fá einnig dagpeningagreiðslur en
eingöngu í útileikjum. Síðasta dag-
peningagreiðsla var 8.700 krónur
sem gerði rúmlega 2.000 krónur á
dag. Engir dagpeningar eru
greiddir fyrir heimaleiki eins og
áður segir þótt stelpurnar verði
fyrir sama vinnutapi í heimaleikj-
um og í útileikjum. Engar
árangurstengdar greiðslur eru til
handa stúlkunum og hafa aldrei
verið.
Fréttablaðið setti sig í samband
við Eggert Magnússon, formann
KSÍ, í gær og spurði hann út í
málið.
„Ég hef ekkert um málið að
segja á þessu stigi. Ég er staddur
erlendis og hef ekki séð þessa
grein. Við munum samt væntan-
lega svara henni með yfirlýsingu,“
sagði Eggert en af hverju gefur
hann ekki kost á viðtali? „Af því
ég hef engan áhuga á að gefa
ykkur viðtal að svo stöddu. Menn
vita ekki alveg hvað þeir eru að
gera,“ sagði Eggert og lagði síðan
á. Yfirlýsingin kom seinni partinn
í gær og má lesa hér að neðan.
Þess má geta að Eggerti hefur
verið hampað fyrir að auka veg og
vanda kvennaknattspyrnunnar og
hann fékk til að mynda „Bleika
steininn“ frá Femínistafélagi
Íslands árið 2004.
Fréttablaðið hafði einnig sam-
band við Kjartan Daníelsson, for-
mann landsliðsnefndar kvenna, og
óskaði eftir viðbrögðum við þess-
um mun á greiðslum.
„Það er framkvæmdastjórnin
sem ákveður þessar greiðslur en
ekki við,“ sagði Kjartan en telur
hann þessar greiðslur sanngjarn-
ar? „Hvað er sanngjarnt í þessu?
Auðvitað vildum við fá meira af
peningum inn í kvennaboltann en
megnið af tekjunum kemur í gegn-
um karlaboltann og kvenfólkið
hefur notið góðs af því.“
Aðspurður sagði Kjartan að
landsliðsnefndin hefði ekkert gert
til þess að rétta þennan launamun
en mun nefndin beita sér fyrir því
að stelpurnar fái hærri greiðslur í
ljósi nýjustu upplýsinga?
„Við munum alveg örugglega
gera eitthvað,“ sagði Kjartan en
hvað ætlar nefndin nákvæmlega
að gera? „Það get ég ekki sagt þér
núna.“
henry@frettabladid.is
Við munum gera eitthvað
Kjartan Daníelsson, formaður landsliðsnefndar kvenna, segir að nefndin muni
örugglega gera eitthvað varðandi muninn á greiðslum til handa karla- og
kvennalandsliði Íslands. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, neitaði að tjá sig.
eggert magnússon Vildi ekki tjá sig um launamál landsliðsmanna Íslands í knatt-
spyrnu. Hann hafnaði beiðni um viðtal og sagðist mundu svara með yfirlýsingu.
fréttablaðið/gVa
> Viktor Bjarki fer utan á fimmtudag
Knattspyrnukappinn Viktor bjarki
arnarsson hefur náð samningum við
norska liðið lilleström um kaup og kjör
en félagið keypti hann af Víkingi á
dögunum. Viktor bjarki fer utan á
fimmtudag þar sem hann mun
gangast undir læknisskoðun.
að henni lokinni verður skrifað
undir samninga. lilleström vill fá
Viktor bjarka strax út í kjölfarið og
svo hann geti spilað með liðinu í
„royal league” þar sem bestu félög
Skandinavíu etja kappi sín á milli.
FótboltI BBC greindi frá því í
gær að framtíð West Ham yrði
ráðinn í þessari viku en eins og
kunnugt er berjast tveir hópar
um völdin í félaginu og fyrir
öðrum hópnum fer Eggert Magn-
ússon, fomaður KSÍ.
Samkvæmt BBC standa Egg-
ert og félagar höllum fæti í bar-
áttunni við Íranann Kia Joorab-
chian sem er dyggilega studdur
af Ísraelanum Eli Papouchaldo.
Alan Pardew, knattspyrnu-
stjóri félagsins, hefur sagt að
óvissan í kringum félagið skili
sér í slökum leik á vellinum en
lítið hefur gengið hjá West Ham
það sem af er vetri,
„Því fyrr sem við fáum botn í
þessi mál, þeim mun betra fyrir
alla. Ég hef séð það frá fyrstu
hendi hversu skemmandi þessi
óvissa er. Það verður allt mikið
betra þegar búið er að ganga frá
öllum þessum málum,“ sagði
Pardew við BBC í gær. - hbg
Niðurstaða væntanleg hjá West Ham:
Eggert Magnússon að
missa af West Ham
kia jooraBchian Stendur samkvæmt breskum fjölmiðlum betur en Eggert
Magnússon í baráttunni um West Ham. fréttablaðið/gEtty iMagES
FótboltI Knattspyrnusamband
Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í
gær vegna fréttar Fréttablaðsins
um greiðslur sambandsins til
landsliðskarla og -kvenna. Hún er
svohljóðandi:
„Vegna fréttar Fréttablaðsins
um greiðslur til leikmanna A
landsliða Íslands í knattspyrnu
vill KSÍ koma eftirfarandi á fram-
færi:
KSÍ hefur markvisst byggt
upp kvennaknattspyrnu á liðnum
áratug þrátt fyrir að litlar sem
engar tekjur hafi verið af þeirri
starfsemi. Þær litlu tekjur sem
þó hafa fengist hafa verið í formi
styrkja sem hvergi nærri hafa
staðið undir rekstrinum. Kostn-
aður við rekstur A landsliðs
kvenna og þriggja yngri landsliða
kvenna er að mestu greiddur af
tekjum A landsliðs karla. Þetta er
sá raunveruleiki sem við blasir.
Tekjur A landsliðs karla byggjast
á áhuga almennings á leikjum
liðsins og réttindagreiðslum
vegna sjónvarpsútsendinga frá
þeim, mest erlendis frá.
KSÍ hefur átt mikið og gott
samstarf á vettvangi knatt-
spyrnunnar við systursamtök sín
á Norðurlöndum og þar er þess-
um málum svipað farið og hér á
landi.
KSÍ hefur reynt að jafna stöðu
leikmanna í kvennalandsliðum sl.
áratug gagnvart karlalandsliðum
- enn er þó langt í land að fullur
jöfnuður náist þegar kemur að A
landsliðum. Það er verkefni kom-
andi ára að bæta þar úr.“
Yfirlýsing frá KSÍ vegna fréttar Fréttablaðsins um greiðslur til landsliðsmanna:
Tekjur af karlalandsliðinu
greiða kostnað kvennanna
Marel baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en
þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli gunnarssyni og félögum í Stabæk,
8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi.
„Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp,“ sagði Marel.
Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „ég hef aldrei
séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega
keyrðu yfir okkur,“ sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að
eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.
„Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó
áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora
öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar.
Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin
leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun.“
Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með
rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð
liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu
vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir
nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið
tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því
frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn
þurftu að horfast í augu við fallið.“
Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika
áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „ég
sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. ég á ekki
von á öðru en að efna minn tveggja ára samning.“
Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir
Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal
norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið
hann leikmann ársins í deildinni. Það er
ekki nóg með að hann skori heilan helling
heldur leggur hann upp heilan haug af
mörkum.“
Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skor-
aði ellefu mörk með blikum áður en hann
var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í
lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu
og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka
heiður.“
MarEl baldViNSSoN: Var Í byrjuNarliði MoldE SEM taPaði 8-0 Í fyrradag EN fallið blaSir Við
Sjaldan séð aðra eins útreið í efstu deild