Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 58
42 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
ÍÞRóttIR Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá fá leikmenn A-landsliðs
karla greitt fyrir að spila með
landsliðinu. Strákarnir fá 40 þús-
und krónur í dagpeninga fyrir
hvert verkefni og svo 40-50 þús-
und króna bónus fyrir hvert stig
sem liðið nælir í. Slíkt hið sama er
ekki uppi á teningnum hjá stelp-
unum, sem fá engan bónus og enga
dagpeninga fyrir landsleiki á
heimavelli. Þær fá dagpeninga
fyrir útileiki sem eru um 2.000
krónur á dag.
Hvernig er staðan í hinum
boltaíþróttunum? Fréttablaðið fór
á stúfana og komst að því að lands-
liðsmenn okkar í handbolta og
körfubolta hafa það ekki eins gott
og fótboltastrákarnir.
Reyndar skal haft í huga að
mikill munur er á umhverfi KSÍ,
KKÍ og HSÍ. KSÍ fær drjúgan pen-
ing frá UEFA og FIFA og einnig
fær sambandið drjúgan skilding
vegna sjónvarpsréttar. KSÍ skilar
milljónahagnaði á ári hverju á
meðan tekjumöguleikarnir í hand-
boltanum og körfuboltanum eru
ekki eins miklir og þau sambönd
fá heldur ekki þann fjárhagslega
stuðning frá alþjóðasamböndun-
um og KSÍ. Fyrir vikið hafa HSÍ
og KKÍ barist í bökkum enda ekki
úr miklum peningum að moða.
30 dollarar á dag erlendis
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði við
Fréttablaðið að sambandið sæi til
þess að leikmenn lentu ekki í nein-
um kostnaði meðan þeir væru á
vegum sambandsins. Einar vildi
ekki segja hversu háar greiðslur
leikmennirnir fengju en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
fá landsliðsmenn Íslands í hand-
bolta 30 dollara á dag á meðan þeir
eru í verkefnum erlendis. Það eru
rúmar 2.000 íslenskar krónur.
Þessar greiðslur eiga eingöngu
við á erlendri grundu og landsliðs-
mennirnir þiggja engar greiðslur
þegar þeir eru á Íslandi á vegum
HSÍ. Þessa upphæð hafa leikmenn
verið að fá í rúm tíu ár. Kvenna-
landsliðið fær sömu greiðslur og
karlarnir en fyrir hvorugt liðið
eru árangurstengdar greiðslur í
boði. Stelpurnar sátu reyndar til
langs tíma á hakanum en HSÍ
hefur rétt þeirra hlut og jafnað
greiðslur til kynjanna.
Engir peningar í körfunni
Körfuboltalandsliðin íslensku eru
sér á báti því þar eru nákvæmlega
engar greiðslur í gangi, hvorki
dagpeningar né bónusgreiðslur. Á
það jafnt við um landslið karla og
kvenna.
„Það eru hreinlega ekki pening-
ar til skiptanna og leikmenn eru
meðvitaðir um það. Það hefur hins
vegar verið komið til móts við
leikmenn eins og kostur er fyrir
menn sem koma langt að og þurfa
bensínpening og annað. Við viljum
ekki að menn borgi með sér,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri KKÍ. „Svo eru leik-
menn að leggja mikið á sig og
fórna ýmsu eins og sumarfrísdög-
um. Fyrir það erum við þakklátir
enda er það ekki svo að við viljum
ekki greiða þessu góða fólki
laun.“
Landsliðsmenn í körfubolta og
handbolta spila fyrir heiðurinn
Á meðan karlalandslið Íslands í knattspyrnu fær greidda sanngjarna dagpeninga bera landsliðsmenn í
handboltanum og körfuboltanum ekkert úr býtum. Handboltamenn fá sáralitla dagpeninga á erlendri
grundu en enga heima. Körfuboltamenn fá ekkert og hjá hvorugu landsliðinu eru bónusar.
jón arnór stEfánsson Spilar frítt fyrir
íslenska körfuboltalandsliðið.
ólafur stEfánsson Verður seint ríkur
af þátttöku sinni með landsliðinu.
íþróttaljóS
Henry Birgir gunnarsson
henry@frettabladid.is
tölurnar
Dagpeningar
Handbolti kk. 2070 kr.
Handbolti kvk. 2070 kr.
Körfubolti kk. 0 kr.
Körfubolti kvk. 0 kr.
Knattspyrna kk. 40.000 kr. (á leik)
Knattspyrna kvk. 8700 kr
(Fyrir hvern leik. Gildir aðeins í úti-
leikjum. Engir dagpeningar á heima-
leikjum.)
FótboltI Í kvöld tekur Barcelona á
móti Chelsea í Meistaradeild Evr-
ópu en liðin mættust í síðustu viku
á Stamford Bridge þar sem Didier
Drogba skoraði eina mark leiksins
fyrir heimamenn. Drogba meidd-
ist í leik gegn Sheffield United um
helgina en fór með liðinu til Bar-
celona og vonast til að vera orðinn
klár í slaginn í kvöld. Félagi hans í
sókninni, Andriy Shevchenko,
gerði slíkt hið sama en hann gat
ekki spilað með Chelsea um helg-
ina.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur
verið í byrjunarliði Barcelona
síðan Samuel Eto‘o meiddist og
ekki ástæða til að ætla að það
breytist í kvöld. Hann fiskaði víta-
spyrnu í sigri Börsunga á
Recreativo á Nou Camp um helg-
ina en skoraði ekki í 3-0 sigri liðs-
ins. Hann er markahæstur leik-
manna liðsins, ásamt Eto‘o, með
fjögur mörk en á þó enn eftir að
skora á heimavelli. Hann gæti
breytt því í kvöld gegn sínum
gömlu félögum. Lionel Messi er
klár í slaginn á ný eftir að hafa átt
við meiðsli á ökkla að stríða.
Chelsea er með fullt hús stiga
eftir þrjár umferðir en Börsungar
með fjögur stig, rétt eins og
Werder Bremen. Eiður og félagar
verða því helst að sigra í kvöld.
Frank Lampard er þó varkár og
segir sína menn verða að vera á
varðbergi, þrátt fyrir fimm stiga
forskot í riðlinum. „Börsungar
munu færa sér það í nyt ef við
mætum kærulausir til leiks. Við
verðum að vera duglegir að halda
boltanum og vera rétt stemmdir,
rétt eins og í fyrri leiknum,“ sagði
Lampard.
Frank Rijkaard, þjálfari Barce-
lona, virtist þó rólegur sem ávallt
en það er einkennandi nú fyrir
leiki liðanna að fjölmiðlastríð
félaganna hefur verið í algeru lág-
marki. Rijkaard segir að hann beri
meira að segja virðingu fyrir
Mourinho. „Mourinho er frábær
þjálfari og allir hafa sínar aðferð-
ir. Ég hef aldrei lent í neinum
vandræðum með Mourinho,“ sagði
Rijkaard. Um leikinn sagði hann
að það væri nauðsynlegt að ná í
þrjú stig. „Ég hef ekkert lært af
leiknum í London. Bara það að við
töpuðum og við spiluðum ekki vel.
En við höfum spilað nokkrum
sinnum gegn Chelsea og vitum
hvernig liðið spilar.“ - esá
í grasinu Eiður Smári í leik Barcelona gegn recreativo um helgina. nordic pHotoS/aFp
Barcelona tekur á móti Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld:
Rijkaard ber engan kala til Mourinho
leIkIR kvölDsIns
barcElona-chElsEa a-riðill
BayErn müncHEn-SportinG B-riðill
lEvski sofia-wErDEr brEmEn a-riðill
liVErpool-BordEaux c-riðill
psv-galatasaray c-riðill
roma-olympiaKoS d-riðill
shakhtar DonEtsk-valEncia D-riðill
SpartaK moSKVa-intEr milan B-riðill
FótboltI Haraldur Freyr Guð-
mundsson hefur framlengt
samning sinn við norska 1.
deildarliðið Álasund til næstu
þriggja ára. Ein umferð er eftir í
deildinni og hefur liðið þegar
tryggt sér úrvalsdeildarsæti á
nýjan leik eftir eins árs fjarveru.
Haraldur hefur aðeins misst af
einum leik í sumar og verið
tekinn út af í einum leik. Annars
hefur hann leikið alla leiki liðsins
í 1. deildinni í ár. - esá
Haraldur F. Guðmundsson:
Framlengir hjá
Álasundi
úrslit lEikja í gær
Enska úrvalsdeildin
mancHEStEr city-middlESBrouGH 1-0
1-0 richard dunne (23.)
Iceland Express deild karla
GrindaVíK-ír 103-71
stig grindavíkur: Steven thomas 39 (11 frák.),
páll axel Vilbergsson 19, adam darboe 9, þorleif-
ur ólafsson 7, páll Kristinsson 6 (10 frák.), Björn
Brynjólfsson 6, davíð Hermansson 6, Sigurður
Gunnarsson 5, Sigurður Sigurbjörnsson 4, ólafur
ólafsson.
stig ír: Fannar Helgason 16, lamar owen 13,
Sveinbjörn claessen 11, ómar Örn Sævarsson
11 (10 frák.), ólafur Sigurðsson 8, Steinar arason
4, davíð Fritzson 4, trausti Stefánsson 2, Eiríkur
Önundarson 2.
SnæFEll-þór þorláKSHÖFn 80-76
Iceland Express deild kv.
íS-KEFlaVíK 63-72
stig ís: lovísa a. Guðmundsdóttir 19, Hafdís E.
Helgadóttir 12 (9 frák.), Helga jónsdóttir 11 (11
frák.), þórunn Bjarnadóttir 10 (8 frák., 7 stoðs.),
tinna B. Sigmundsdóttir 7, Berglind K. ingvars-
dóttir 4.
stig keflavíkur: margrét Kara Sturludóttir 22 (16
frák., 7 stoðs., 7 stolnir boltar), taKesha Watson
21, marín Karlsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir
8 (11 frák.), ingibjörg E. Vilbergsdóttir 7, Svava ó.
Stefánsdóttir 5.
Sænska úrvalsdeildin
djurGårdEn-ÖStEr 2-0
sölvi geir ottesen var á varamannabekk djurgården
en kári árnason lék ekki vegna meiðsla. helgi
valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Öster.
GaiS-aiK 0-0
jóhann b. guðmundsson lék ekki með GaiS
vegna meiðsla.
malmÖ-iFK GautaBorG 2-1
Emil hallfreðsson lék allan leikinn fyrir malmö og
lagði upp fyrra mark liðsins.
stAÐAn
Elfsborg 25 12 11 2 40-19 47
aiK 25 12 10 3 43-23 46
hElsingb. 25 11 9 5 44-31 42
djurGårdEn 25 11 7 7 31-24 40
kalmar 25 11 5 9 36-28 38
malmÖ 25 10 8 7 43-36 38
hammarby 24 11 7 6 37-30 37
iFK GautaB. 25 9 8 8 39-36 35
gEflE 24 8 6 10 26-36 30
GaiS 25 5 11 9 23-31 26
halmstaD 25 5 11 9 22-30 26
HäcKEn 25 3 10 12 26-41 19
östEr 25 4 7 14 18-44 19
ÖrGrytE 25 3 8 14 22-41 17
köRFUboltI Grindavík vann í gær
sinn fjórða leik í röð í Iceland
Express deild karla og er liðið því
enn taplaust. Í gær unnu Grind-
víkingar lið ÍR með 32 stiga mun,
103-71.
ÍR-ingar héldu í við heimamenn
framan af leik og var leikurinn
jafn í stöðunni 25-25. Grindvíking-
ar keyrðu þá upp hraðann og náðu
tólf stiga forskoti áður en fyrri
hálfleik lauk. Í síðari hálfleik
bættu heimamenn enn betur í,
þéttu vörnina og náðu hægt og
rólega að bæta við forskotið sem
endaði í 32 stigum.
Grindvíkingar léku afar vel í
leiknum og var Steven Thomas
sjóðheitur með 39 stig. ÍR-ingar
hafa nú aðeins unnið einn leik í
deildinni til þessa og er það
áhyggjuefni fyrir Bárð Eyþórsson
þjálfara.
„Við settum okkur það mark-
mið að vinna þessa fyrstu fjóra
leiki tímabilsins og það hefur
gengið eftir. Við ætlum okkur líka
að vera efstir í deildinni eftir leik-
inn í Njarðvík á fimmtudaginn en
það verður auðvitað hörkuleikur,“
sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Grindavíkur eftir leik. „Þetta
verður prófraun fyrir okkur enda
Njarðvíkingar með sterkt lið. Við
þurfum að eiga toppleik ef við
ætlum okkur að vinna þar. Sann-
kallaður Suðurnesjaslagur af
bestu gerð.“
Í hinum leik kvöldsins vann
Snæfell sigur á Þór frá Þorláks-
höfn, 80-76. - esá
Tveir leikir í Iceland Express deild karla í gær:
Grindavík vann ÍR og er enn taplaust
öflugur
páll axel Vilbergsson Grind-
víkingur í leiknum gegn ír.
VíKurFréttir/þorGilS
FótboltI Fyrirliði Manchester
City, Richard Dunne, skoraði eina
mark leiks Manchester City og
Middlesbrough í ensku úrvals-
deildinni í gærkvöldi. Hann
skallaði knöttinn í markið eftir
hornspyrnu Joey Barton.
Varamaður Boro, Massimo
Maccarone, skaut tvívegis í slána
á marki City undir lok leiksins en
náði ekki að skora.
Ben Thatcher, leikmaður City,
var í byrjunarliði liðsins í fyrsta
sinn eftir að hann afplánaði átta
leikja bann fyrir afar gróft brot á
Pedro Mendes, leikmanni
Portsmouth. - esá
Enska úrvalsdeildin:
Dunne tryggði
City sigur
DunnE Fyrirliðinn tryggði city sigurinn í
gær. nordic pHotoS/GEtty