Tíminn - 12.01.1979, Page 21

Tíminn - 12.01.1979, Page 21
Föstudagur 12. janúar 1979 21 -J JÍ23 'nmm ////iiAvwjttám flokksstaifið Miðstjórnarfundur S.U.F. verður haldinn dagana 12. og 13. janúar og hefst kl. 16 föstudaginn l2.á Hótel Heklu. Miðstjórnarmenn eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku hið fyrsta. S.U.F. Austur- Skaftafells- sýsla Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu heldur almennan stjórnmálafund á Hótel Höfn föstudaginn 12. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Hvaö er framundan I stjórnmálum? Framsögumenn: Tómas Arnason, fjármálaráöherra, og Vil- hjálmur Hjálmarsson, alþingismaöur. Allir velkomnir. Stjórnin. Akranes Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna á Akra- nesi heldur fund I félagsheimili framsóknar- manna mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 Alexander Stefánsson, alþingismaöur ræöir um stjórnmálaviöhorfiö og fjárlögin. Allir framsóknarmenn hvattir til aö mæta og hafa meö sér gesti. Stjórnin. Þingflokkur og Framkvæmdastjórn Fundur i þingflokki og Framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins veröur næstkomandi fimmtudag 18. þessa mánaöar kl. 14.00 í Alþingishúsinu. Norðurlands kjördæmi vestra Páll Pétursson og Stefán Guömundsson veröa til viötals á eftir- töldum stööum I kjördæminu: Félagsheimili Hvammstanga miövikudaginn 17. þ.m. frá kl. 15-18. Skagaströnd fimmtudaginn 18. janúar nk. frá kl. 13-16. Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar frá kl. 17-20. Suður- Múlasýsla Framsóknarfélag Egilstaöahrepps heldur almennan stjórnmálafund I barnaskólanum á Egilstööum þriöjudaginn 16. janúar n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Hvaö er framundan í stjórnmálum? Framsögumenn: Tómas Arnason, fjármálaráöherra og Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaöur. Allir velkomnir. Stjórnin. Akureyringar „Opiö hús” aö Hafnarstræti 90 alla miövikudaga frá kl. 20.00 sjónvarp, spil, tafl. Komiö og þiggiö kaffi og kökur og spjalíiö saman i góðu andrúmslofti. Framsóknarfélag Akureyrar. Fundur í fulltrúarráði Fundur i fulltrúaráöi framsóknarfélaganna i Reykjavik veröur á Hótel Esju þriöjudaginn 16. janúar kl. 8,30. Fundrefni: Fjárhagsáætlun Reykjavikur. Frummælandi: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Mætiö tlmanlega. Mætiö vel. Stjórnin. Ragnheiður Möller F. 22.8. 1909 D. 4.1. 1979 -Minir vinirfara fjöld”, kvaö Bólu-Hjálmar. Og þaö er hlut- skipti okkar þegar æviárum fjölg- ar, aö æ fleiri vinlr og samstarfs- menn kveöja hinstu kveðju. En á kveöjustundum rennum viö huga til baka og minningar sækja á. Ég kynntist Ragnheiöi Möller fyrst áriö 1938. Fyrsta mai þaö ár fór hún og unnusti hennar, Jón Magnússon, siöar fréttastjóri viö Rikisútvarpiö austur aö Sel- fossi I heimsókn til sýslumanns - Arnesinga, sem var vinur þeirra beggja. Erindi ti! sýslumanns var aðbiöjahann aö gefa þau saman I hjónaband. Þaö var þeim gæfu- spor, þvl ástúö, hlýja, samheldni og skilningur einkenndi sambúö þeirra, voru þau þó næsta óllk um margt. Fjölskyldur okkar áttu töluverö samskipti á frumbýlingárunum og á ég margar ánægjulegar minningar frá þeim tlma. Þaö var gaman aö fá þau hjón i heim- sókn svo og vera gestur þeirra. Hlýja, gamansemiog góövild réöi rlkjum á þeim kvöldum. A þessum árum var fariö aö grilla I þaö, aö giftar konur ættu rétt til sjálfstæöra athafna og áhugamála utan heimilis. Hygg ég aö ekki hafi margir á þeim tima haft rlkari skilning á þess- um málum en Jón Magnússon. Hann tók sinn þátt I aö sinna börnunum svo konan gæti stund- aö áhugamál sin á sviöi félags- mála, og frekar hvatti hana en latti I þeim efnum. Þegar drengirnir þeirra voru orönir stálpaöir og hana langaöi aö afla sér kennararéttinda meö þvi aö fara i Kennaraskólann studdi Jón hana meö ráöum og dáö. Ragnheiöur fékk snemma áhuga á málefnum kvenna og gekk I Kvenréttindafélag tslands. Þaövar þá frekar fámennt félag. Auövitaö tók hún strax til viö aö hvetja konur til aö ganga I félagiö og var ég meöal þeirra, sem hún bætti á félagaskrá. Fljótlega var hún kosin i stjórn KRFI og tók ótrauö til starfa viö aö efla skilning manna á þvi, aö konum bæri sami réttur og körl- um til hvers konar starfa og viöurkenningar I þjóðfélaginu. Hún var eldhugi, sem viö hægfara áttum ekki alltaf samleið meö. En hún var ekki uppnæm fyrir aö- finnslum ogafvopnaöi okkur sila- keppi meö jafnlyndi slnu og góö- vild. Voriö 1944, skömmu eftir aö lýöveldiö var stofnaö, var haldinn landsfundur kvenréttindafélags- ins á Þingvöllum. Þar rlkti vor- hugur og áhugi var mikill. Þar var m.a. kosin nefnd til aö undir- búa skipulagsskrá fyrir Menningar- og Minningarsjóð kvenna, sem þá var veriö aö stofnsetja.Ragnheiöurvarkosin I_ þessa nefiid og æ siöan meöan' kraftar leyföu var sá sjóöur sér- stakt áhugamál hennar. Þessi sjóöur, sem hefur það markmiö aö styrkja konur til náms, hefur merkjasölu einu 111 færð í Gaulverja- bæ Þegar Stefán I Vorsabæ hringdi til okkar i gær, var þar mjög slæm færö og kvaö hann mikinn snjó hafa veriö þar eystra undanfarna daga. Skaf- renning kvaö hann svo mikinn neöar I Gaulverjabæjarhreppi, aö þeir tveir vegheflar, sem verið hafa aö ryöja, hafi varla undan. í dag var hreinsað, en engin mjólk var þó flutt og kennsla féll niöur I skólanum I gær, sagöi Stefán. sinni á ári til ágóöa fyrir starf- semi sfiia. Lengst af fór merkja- salan fram 27. september, þaö var afmælisdagur Bríetar Bjarn- héöinsdóttur, sem var frumkvöö- ull aö stofnun sjóösins. Merkja- söludagana var Ragnheiöur örugglega ekki miklö heima. Hún fór strax snemma morguns og seldi merki allan guðslangan daginnogfram á kvöld. Og árum saman var sá sjóöur, sem Ragn- heiöur skilaöi aö kvöldi merkja- söludagsins, langtum stærri en nokkurra annarra sem seldu og voru þó margar duglegar áhuga- konur aö verki. Gleöi Ragnheiöar og stolt var mikið þegar sjóöurinn þegar áriö 1946 gatveitt6 konum námsstyrk. 1 skipulagsskrá sjóösins er þessi grein m.a.: „Komi þeir timar, aö konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu, aðstööu til menntunar, efnalega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæöi kynin hafa jafnan rétt til styrk- veitingar úr þessum sjóði.” Þær konur, sem aö þessari skipulagsskrá stóöu, eru nú horfnar af sviöiog er Ragnheiöur siöust þeirra, sem kveöur. Hún trúöi þvl fastlega aö þessi grein myndi koma til framkvæmda. — Þær konur sem enn eru ungar, ættu aö minnast þeirra bjarsýnu brautryðjenda, sem sömdu þessa grein meö þvi aö láta þetta merka atriöi skipulagsskrárinnar veröa aö veruleika. Jón Magnússon, maöur Ragn- heiðar, er látinn fýrir nokkrum árum. Þau hjónin eignuöust þr já efnilega syni, Magnús, Hrafn Eö- vald og Friörik Pál. Ég sendi þeim innilega samúöarkveöju. Valborg Bentsdóttir. % aljum í dag • -W • regund: árg. Verö Vauxhall Chevette ’77 2.900 AMC Hornet station '74 ’77 2.500 Honda Civic sjálfsk. 3.000 Ch.NovaLN ’75 3.700 Ford Cortina station ’74 2.100 Peugeot 504 station >72 2.000 Wagoneer 6 cyl beinsk. ’74 3.500 Mazda 929 4ra dyra ’77 3.600 Volvo 244 De luxe ’76 4.300 Chevrolet Blazer ’76 6.100 . Audi 100 LS >77 4.600 Ch. Nova sjálfsk. '78 4.500 Ford Fairmont Dekor '78 4.600 FordCortina 2jad. ’77 3.400 Opel Kadette City ’76 2.300 Austin Mini ’75 1.300 Vauxhall Chevette st. >77 3.300 Ch. Nova sjálfsk. '76 3.800 Volvo 142 ’74 3.000 Vauxhall Viva ’73 1.100 VW 1200 L ’76 1.900 Citroen GS ’78 3.000 Ch. Blazer beinsk. V-8 ’77 6.500 Mazda 929 4ra d. •76 3.200 G.M.C. Jimmy '74 4.500 Ford Bronco V-8 Mercury Monarch ’72 2.600 GIHA ’75 3.500 Datsun 160 J ’77 3.100 Ch. Blazer Custom ’75 4.850 Ch. Malibu 2 d V-8 •74 3.400 Land Rover diesel '74 2.400 Plymouth Duster '74 2.600 Ch. Vega st. ’75 ’78 2.000 Datsun 180B SSS 4.300 Ch. Nova Custom 2ja d.’78 5.300 Ch. Malibu Classic st. ’78 5.800 Vauxhall Viva ’75 . 1.500 .. ■v Véladeild ármúla. 3 - sjjfjáaaoo + - Innilegar þakkir sendum viö öllum fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför dóttur minnar, móöur okkar og ■systur Auðbjargar Guðmundsdóttur Syöri-Hól Eyjafjöllum. Katrln Auöunsdóttir Guömundur Karl Guömundsson Guörún Guömundsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.