Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 12. janúar 1979 ?'/ris\** Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Tilboð óskast i að fullgera siðari áfanga nýbyggingar við sjúkrahús Keí'lavikur- læknishéraðs, útboðsverk II. Verkinu skal að fullu lokið 28. febrúar 1981. Áætlað er að 2. hæð hússins verði tilbúin til notkunar 15. febrúar 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 40.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 6. febrúar 1979, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 20Ó6 Starfsmannafélagið Sókn tilkynnir að marggefnu tilefni lýsum við yfir að Skúli Halldórsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Rikisspitala hefur ekk- ert talað við félagið um þær breytingar sem verið er að læða inn á einstaka deildir Rikisspitala, enda um tilraun til kjara- skerðingar að ræða. Stjórnin. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti . Nemendur komi i skólann mánudaginn 15. janúar kl. 10 fh. til að sækja stundaskrár og fá bókalista. Nýnemar eiga að standa skil á gjöldum til skólans. Gjöld til Nemendafélagsins hækka og skal mis- munur greiddur við afhendingu stunda- skráa. Kennsla hefst þriðjudaginn 16. jan. kl. 8.30. Skólameistari. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Jeppabifreið (Cherokee '76 skemmd eftir veltu) og Pick-up bifreið. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiðar þ.á.m. Pick-up með framhjóladrifi er verða sýndar að Grensásvegi9,þriðjudaginnl6. jan. kl. 12- 15. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 17. SALA VARNARUÐSEIGNA Veistu að árgjald flestra styrktarfélaga er sama og verð 1-3ja sigarettupakka? Ævifélagsgjald er almennt tifalt árgjald. Ekki allir hafa timann eða sérþekkinguna til að aðstoða og likna. Við höfum samt öll slikar upphæðir til að létta störf fólks er getur. Sjálfan Skugga-Svein lelkur Theoddr Leikfólag Akureyrar Júllusson Skugga-Sveinn Laugardaginn 30. des. kl. 17.00 fór undirritaöur á sýningu á Skuggasveini, eftir Matthias Jocliumsson, sem er jólaleikrit LA. Þetta gamalgróna sigilda verk, er þess eölis, ao enginn getur talistmaöur meö mönnum nema aö hann hafi séö þao a.m.k. einusinni um ævina. Um leikritio sjálft hafa margir og rnerkir menn skrif aö, og ætla ég mér ekki ao fara að leggja orö i þannbelg, aoeins tilfæra orð Jó- hanns Sigurjónssonar, er hann mælti fjórum árum fyrir dauða sinn, en þau eru f leikskrá þeirri er fylgir leikritinu. „Aldrei, hvorki fyrr né siðar, hefur nokkur leiklist gripið mig með jafnmikilli aðdáun og skelfingu eins og þegar Skuggasveinn hristi atgeirinn og kvað ógur- legriraust: Ógn sé þér I oddi, /i eggjum dauði,/hugur I fal,/en heift I skafti. Löngu seinna, þegar ég var kominn til vits á ára, skildi ég að þá snart gyðja sorgarleiksins hjarta mitt I fyrsta sinn með sinum volduga væng....." ' Hlutverkaskipan er þessi, Sigurð, bónda i Dal, leikur hinn gamalreyndi leikari Jón Krist- insson, semá um þessar mundir 40 ára leikafmæli. Jón bregst ekki trausti áhorfenda fremur venju, Astu, dóttur hans, leikur Svanhildur Jóhannesdóttir, Svanhildur kemst vel frá þessu hlutverki, en þó mætti segja mér, að skapmeiri hlut- verk hæfðu henni betur. Jón sterka, leikur Jón- steinn Aðalsteinsson, hæfilega drjúgur með sig, en þaöer vandi að ofleika þetta hlutverk ekki. Það er skemmtileg venja, sem ég hef heyrtað sé gegnumgang- andi, að Grasa-Guddu leiki karlmaður, en Ketil skræk leiki kvenmaður! í hlutverki Guddu er Þráinn Karlsson, afar vand- virkur, og skemmtilegur leikari, og sama má segja um hlutverk Ketils skræks,sem er i höndum Sigurveigar Jóns- dóttur, Lárenzius, sýslumaður, er leikinn af Heimi Ingimars- syni, hæfilega valdsmanns- legur, oghefur gott vald á hlut- verkinu. Margréti þjónustu- stúlku hans leikur Jóhanna Birgisdóttir, bráðfyndna og létta á fæti. Hróbjart vinnu- mann, og Gvend I Dal leikur Viðar Eggertsson, og getur maður ekki annað en dáðst að raddsviði þessa unga manns. I hlutverkum stúdentanna eru þeir Gestur Jónsson, og Aðal- steinn Bergdal, en þeir leika einnig varðmenn Lárenziusar sýslumanns. Þeir eru þaulvanir leikarar og mjög „eölilegir" þ.e.a.s., þeirra framsögn er sér- lega látlaus, og eðlileg, og það met ég mikils. Nú í hlutverki sjálfs Skugga-Sveins er Theodór Juhusson, erfitt hkit- verk f innst mér að það hljóti aö vera, þvi þar er erfitt að fara bil beggja— aðsýna hálftröll, sem er að byrja aö bogna fyrir ell- inni, og mann, með mannlegar tilfinningar. Hjá Theódóri verður Skugga-Sveinn, einstaka sinn- um fullgamall, og beygður. En Theodór hefur til að bera mikla rödd, sem sótti sig eftir þvi sem að á sýninguna leiö, og að öðru leyti er leikur hans mjög góður, svo mjög, að i lok leiksins, þegar hann er I böndum, þá snertir það mann illa að sjá fyrir endann á ferli þessa stór- brotna manns. Um gallana á þessu hlutverki er ekki við Theodór að sakast, heldur frekar leikstjórann Sigriinu Björnsdóttur. Mér fannst það stinga mig I hvert sinn, sem talað var um stóra manninn, og sjá hann siðan i hópi manna, sem flestir voru að stærð, svipaðir honum og jafnveí hærri. Aðrir fylgdarmenn Skugga-Sveins, en Ketill skræk- ur, eru Haraldur, og ögmundur. Harald leikur Evert Ingólfsson, og ögmund leikur Jóhann ög- mundsson. Evert hefur alveg sérstaklega skyra og skemmti- lega framsögn, og það sama má vissulega segjaum Jóhann, sem er, Uka á sama hátt „eðlilegur" og Gestur og Aðalsteinn. Skrifara leikur Nanna I. Jóns- dóttir. Leiksviðsmynd er eftir Þráin Karlsson og Hallmund Krist- inss. og er lifguð upp áf ljósa- meistara, Arna Val Viggóssyni. Framhald á bls. 13. Jón Kristinsson I hlutverki Siguröar bónda I Dal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.