Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 4

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 4
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS PEUGEOT 307 Nýskr. 10.03 - Beinskiptur - Ekinn 36 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.490 .000- 76,5 prósent svarenda telja fjölda útlendinga hér á landi vera eitthvað vanda- mál samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Þar af segja 32,9 prósent vandamálið vera mikið en 43,6 telja vandamálið vera lítið. 23,6 prósent segja fjölda útlendinga á Íslandi vera ekkert vandamál. 66,5 prósent telja því vandamálið vera lítið eða ekkert. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Jafnmargir segja vandamálið vera mikið, en örlít- ill munur er á því hvort fólk telur vandamálið vera ekkert eða lítið eftir búsetu. 24,6 prósent svar- enda á landsbyggðinni segja vandamálið vera ekkert, á móti 22,9 prósentum íbúa á höfuð- borgarsvæðinu. 42,6 prósent svarenda á landsbyggðinni telja að vandamálið sé lítið á móti 44,2 prósentum íbúa höfuðborgar- svæðisins. Meiri munur er á afstöðu fólks eftir kyni og telja konur frekar að fjöldi útlendinga sé vandamál en karlar. 25,3 prósent karla telja fjölda útlendinga hér á landi ekk- ert vandamál og eru 21,8 prósent kvenna sama sinnis. 44,1 prósent karla telur fjölda útlendinga lítið vandamál, en 43 prósent kvenna. Þá telja 30,6 prósent karla fjölda útlendinga vera mikið vandamál, en 35,2 prósent kvenna. Einnig var spurt hvort takmarka eigi frekar veitingu dvalarleyfa og eru 73,1 prósent svarenda því samþykkir en 26,9 prósent eru því andsnúnir. Nokkuð margir svarendur vildu þó tiltaka að vandamálið fælist ekki í fjöldanum einum og sér, heldur hvernig tekið væri á móti útlendingum af hendi hins opinbera. Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni en minni munur er á afstöðu eftir búsetu. Fleiri konur eru á því að tak- marka eigi frekar veitingu dval- arleyfa en karlar, eða 77,2 pró- sent kvenna á móti 69,1 prósenti karla. Þá segja 74,8 prósent íbúa landsbyggðarinnar að veitingu dvalarleyfa eigi frekar að tak- marka, en 71,9 prósent íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Hringt var í 800 kjósendur þriðjudaginn 7. nóvember og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Spurt var: Er fjöldi útlendinga á Íslandi ekkert, lítið eða mikið vandamál? Svarhlutfall var 91,3 prósent. Einnig var spurt: Þarf að takmarka frekar veitingu dvalar- leyfa útlendinga? Svarhlutfall við síðari spurningunni var 88,8 prósent. Þriðjungur telur fjölda út- lendinga hér vera vandamál Tæplega sjötíu prósent landsmanna telja fjölda útlendinga hérlendis vera lítið eða ekkert vandamál sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Þriðjungur telur fjölda þeirra aftur móti vera mikið vandamál. Samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins í gær fengju stjórnarandstöðuflokkarn- ir þrír meirihluta á Alþingi. Samfylkingin, VG og Frjáls- lyndi flokkurinn stefna enn að stjórnarsamstarfi eftir næstu alþingiskosningar þrátt fyrir snarpa umræðu um innflytjendur. „Það er ekki hægt að segja að það hafi orðið stefnubreyting hjá flokknum þótt einstakir menn innan hans tali með hætti sem manni líkar ekki. Það eru auðvitað samþykktir flokksins og yfirlýs- ingar forystunnar sem gilda,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð hvort stefna Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum setji strik í reikninginn. „Ég tek orð formanns Frjáls- lynda flokksins gild. Hann segir að stefna síns flokks sé óbreytt og vísar í stefnuskrá flokksins. Ég hef lesið hana og þar sem um þessa hluti er fjallað er ekkert sem veldur mér vandræðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður frjálslyndra, segir þá ekki hafa sagt annað í þingræðum nú en þeir sögðu í apríl. „Við vorum bara að vara við því að hingað kæmi ofboðslega mikill fjöldi af útlendingum. Það hefur gengið eftir. Og það sem ríkisstjórnin lof- aði að gera hefur ekki verið gert.“ Umræður síðustu daga um innflytjendamál hafa greinilega haft mikil áhrif á fólk að sögn Amal Tamimi, fræðslufulltrúa Alþjóðahúss og varaformanns Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir taki greinilega mark á því sem kjörnir þingmenn eins og Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson segi. „Við höfum verið að spyrja fólk í kringum okkur hvort það hafi fundið fyrir auknum fordómum vegna umræðu seinustu daga en enginn segist finna fyrir því,“ segir Amal. „Flestir Íslendingar í kringum okkur spyrja hvernig bæta megi þjónustu við innflytjendur, það sé aðalmálið. Fordómar hafa ekki aukist Erlendir starfsmenn eru yfir tuttugu prósent í Eflingu og flestir þeirra eru Pólverjar. Erlendir starfsmenn eru fjögur þúsund talsins, þar af eru Pólverjarnir yfir 1.200 manns. Karlar eru í meirihluta, eða fimmtíu og fimm prósent. Erlendu starfsmennirnir í Efl- ingu eru flestir á aldrinum 20-39 ára, eða um sjötíu prósent. Þetta kemur fram á vef Eflingar og segir þar að með auknu erlendu vinnuafli hafi samhliða fjölgað töluvert erlendum börnum í leik- og grunnskólum landsins. Fimmti hver er erlendur „Þessar niðurstöður eru ekki úr takt við það sem ég hafði ímynd- að mér. Fjölgun útlendinga hefur verið mjög hröð á síðustu tveim- ur árum og stjórnvöld hafa ekki náð að vinna úr öllum þeim fjölda. En það er vaxandi skilningur á þvi að gera þurfi átak í því að kenna útlendingum íslensku og íslenska siði og venjur,“ segir Pétur H. Blöndal, nefndarmaður í félagsmálanefnd Alþingis. „Hins vegar ættu menn að varast að draga of harkalegar ályktanir af þessu og sér- staklega að var- ast að fara út í öfgakennda umræðu. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir okkur að heiftarleg umræða getur skapað vandamálið sjálft. Það er mun skynsamlegra að fara í gegnum þetta málefnalega. Fyrst og fremst þarf að gæta þess að umræðan sé málefnaleg og öfgalaus. Við erum að ganga í gegnum það sama og aðrar þjóð- ir; við höfum leitað eftir vinnu- afli til landsins en fengið fólk. Fólk sem er með þarfir rétt eins eins og annað fólk og það er mik- ill vilji til að taka vel á móti því.“ Umræðan fari fram án öfga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.