Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 28
[Hlutabréf] Finnska fjármálafyrirtækið Sampo hefur samið um sölu á Sampo Bank til Danske Bank fyrir 350 milljarða króna að und- angenginni tveggja milljarða arð- greiðslu. Til samanburðar nemur verðmæti Glitnis um 325 millj- örðum. Sampo Bank er þriðji stærsti banki Finnlands með 125 útibú í Finnlandi og starfsstöðvar í Eystrasaltslöndunum og Rúss- landi. Peter Straarup, forstjóri Dans- ke bank, segir að kaupin séu liður í útrás bankans inn í Eystrasalts- löndin. Kaupin styrki aukinheld- ur stöðu Danske gagnvart aðal- keppinautunum í Nordea. Kostnaður vegna samruna bank- anna er áætlaður rúmir fimmtán milljarðar króna. Yfirtaka Danske Bank kann að breyta áformum Kaupþings um ytri vöxt í Skandinavíu en stærsti banki Íslands ætlar að selja nýtt hlutafé til erlendra fjárfesta fyrir um það bil 55 milljarða króna fyrir áramót. Kaupþing var meðal annars orðað við bankahluta Sampo. Hlutabréf í Sampo-samstæð- unni hækkuðu um tæp níu pró- sent en bréf Danske bank lækk- uðu hins vegar um þrjú prósent, enda þykir mörgum sem Danske Bank hafi greitt fullhátt verð. Markaðsvirði Sampo Bank nemur þreföldu bókfærðu eigin fé. Einnig hafa átt sér stað tals- verðar breytingar á eignarhaldi í norska fjármálafyrirtækinu Stor- ebrand. Í vikunni keypti Gjensi- dige Forsikring tæp tíu prósent í Storebrand fyrir rúman 21 millj- arð króna og voru bréfin mest- megnis keypt af Orkla. Kaupþing sjálft heldur utan um tæp átta prósent í Storebrand. Í norskum fjölmiðlum er því hald- ið fram að Gjensidige vilji koma í veg fyrir hugsanlega tilraun Kaupþings til að taka bankahluta Storebrands yfir. Forsvarsmenn Kaupþings hafa lýst því yfir að fjárfesting félagsins í norska fjármálafyrirtækinu sé einungis í því skyni að fjárfesta pundið vel. Óinnleystur gengishagnaður Kaupþings af hlutnum er vart undir tveimur milljörðum króna en gengi Storebrands hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því um mitt sumar. Danske Bank kaupir Sampo Bank sem Kaupþing hefur verið orðað við. Kaupþing hefur hagnast nokkuð á Storebrand. Peningaskápurinn ... Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlend- ar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Láns- hæfiseinkunnin F1+ fyrir erlendar skammtímaskuldbindingar er einn- ig staðfest ásamt landseinkunninni AA. Í þýðingu Seðlabankans á mati Fitch segir að staðfesting á gild- andi mati með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið sé enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat í febrúar, en þar á meðal voru áhyggjur af því að ríkið styddi ekki nægilega við peningamálastjórn Seðlabankans. „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerf- inu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhags- legu ójafnvægi og hvernig aðlögun- in gæti orðið á endanum,“ er haft eftir Paul Rawkins, sérfræðingi hjá Fitch Ratings í Lundúnum. Lánshæfi ríkisins stað- fest í nýju mati Fitch Horfur eru þó enn sagðar vera neikvæðar. DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, tapaði 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins samanborið við 41,6 milljónir dala eða 2,8 milljarða króna tap á sama tíma í fyrra. Handbært fé deCode lækkaði úr 155,6 milljónum dala eða 10,6 milljörðum króna um áramótin í 126,8 milljónir dala eða rúma 8,6 milljarða króna í lok september. Lækkunin nemur um 2 milljörðum króna. Kári Stefánsson, forstjóri deC- ode, sagði á símafundi um afkomu- tölurnar í gær að gert væri ráð fyrir því að handbært fé fyrirtæk- isins muni lækka um 3,7 til 4 millj- arða króna á árinu öllu. DeCode tapar 4,2 milljörðum Undirliggjandi hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi þessa árs nemur tæpum 29 milljónum evra, eða rúmum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta er nokkuð yfir spám, en meðalspá greining- ardeildar bankanna hljóðaði upp á 2,1 milljarð króna. Kostnaður vegna misheppnað- arar tilraunar til yfirtöku á króat- íska lyfjafyrirtækinu PLIVA varð hins vegar til þess að endanlegur hagnaður fjórðungsins nemur ekki nema 8,2 milljónum evra, eða tæpum 715 milljónum króna. Tekjur Actavis á þriðja árs- fjórðungi tvöfölduðust frá því á sama tíma í fyrra, eru tæpar 324 milljónir evra, en voru tæplega 161 milljón evra í fyrra. Gengi Actavis er yfir spám vaxtaauki! 10% A RG U S / 06 -0 47 2 Kynntu þér málið á spron.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.