Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 36

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 36
Rauða húsið á Eyrarbakka er veglegur veitingastaður á tveim- ur hæðum og úr eldhúsinu berst lykt af ljúffengum mat. „Lamb og fiskur er aðall okkar og við leggjum okkur fram um að fara vel með hráefnið hvort sem það er úr haga eða hafi,“ segir Pétur Andr- ésson veitingamaður sem tekur á móti okkur í Rauða húsinu. Þegar að er gáð er einmitt réttur á matseðlin- um sem heitir „Haf og hagi“„ Það á einkar vel við í þessu plássi þar og sjávarloftið leikur um vangann og grösugir hagar eru í grenndinni. Snorri Jóhannsson kokkur er í eld- húsinu og fer öruggum höndum um hráefnið. Hann er meðal annars að matreiða steinbít. „Seinni part sum- ars og á haustin er steinbíturinn í mjög hagstæðum holdum og er því öndvegismatur,“ útlistar hann. Þeir Pétur og Snorri segja fólk ekki hika við að fá sér rúnt á Bakk- ann til að fá sér eitthvað gott að borða enda séu þeir með opið allan daginn alla daga. Þeir sjá líka um matreiðslu fyrir skólana í kring. Í haust hafa þeir verið með dagskrá á laugardagskvöldum sem þeir kalla „Rafmagnslaust“ og hefur gefist mjög vel. Þá hafa listamenn á borð við Ellen Kristjáns og KK komið með órafmögnuð hljóðfæri og skemmt fólki undir borðum. Snorri eldaði tvo rétti fyrir Fréttablaðið, hvorn öðrum betri. Annars vegar steinbít á hvítvíns-rís- ottói og hins vegar hinn umrædda rétt „Haf og hagi“ sem samanstend- ur af vænum humri, lambafillet, kartöflu og rótargrænmeti. Gott að borða á B Heitir súkkulaðidrykkir ylja á köldum kvöldum. Heitir og kryddaðir súkkulaði- drykkir eru bæði bragðgóðir og hressandi. Flestir eru þeir upp- runnir úr heitum og suðrænum löndum og fyrst íbúar þar þurfa á yl að halda frá slíkum drykkjum að halda er ekki að furða þó við Íslendingar freistumst. Hér eru tvær uppskriftir sem vert er að skoða nánar. Heitt og gott uppskrift Hörpu } Mikið úrval af gjafavörum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.