Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 42
10.11.062 FÖSTUDAGUR [7°] LAUGARDAGUR [1°] SUNNUDAGUR [8°] Bryndís Ísfold mælir með ... Kvikmynd Kvikmyndin Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þetta er sú mynd sem ég sá síðast í bíó og hún er sú allra besta sem ég hef séð lengi. Myndin gefur kalda og ógnvekjandi sýn á stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Magnaður leikur hjá Vesturportsgeng- inu í einu orði sagt. Allir verða að sjá þessa bestu íslensku mynd sem hefur verið á boðstólum lengi. Bók An Inconvenient Truth eftir Al Gore. Enginn sem les þessa bók getur sloppið frá því að gerast umhverfissinni enda bendir Gore á hvernig jarðarbúar eru að ganga á náttúruna og umhverfið okkar eins og um einnota ílát sé að ræða. Þó að þetta sé ekki skáldsaga þá er þetta sann- arlega spennusaga, því það er erfitt að hafa ekki áhyggjur af gróður- húsaáhrifunum og langtímaáhrifum þeirra. Tónlist Ríkið á að rokka! Diskurinn sem ég gaf út samhliða kynningu á tónlistarstefnunni sem ég hef verið að tala fyrir í prófkjörinu. Á disknum eru Trabant, Hermigervill, FM Belfast, Hairdoktor, Capybara, Elín, Jeff Who?, Retro Stefson og Bertel. Algjörlega toppurinn á tónlistarflór- unni í dag. Algjör stuðdiskur. Guðjón Már Helgason, oftast kenndur við Oz, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi eru hætt saman. Heiðrún hefur verið að stimpla sig vel inn í pólitíkinni undanfarið. Hún var kosningastjóri Gísla Marteins í borgarstjórnarkosningunum og var einnig með Björn Bjarnason núna í prófkjörinu. Sjálf bauð hún sig fram til formanns Heimdallar fyrr í vetur. Guðjón starfar mikið erlendis í tölvubransanum og segja kunnugir að sambandið hafi ekki þolað þessi miklu ferðalög. GUÐJÓN Í OZ OG HEIÐRÚN LIND Hætt saman Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Andri Ólafsson, andri@minnsirkus.is, Breki Logason, breki@minnsirkus.is, Dröfn Ösp Snorradóttir, drofn@minnsirkus.is, Helga Ólafsdóttir, helga@minnsirkus.is Sigríður Dögg Arnardóttir, siggadogg@minnsirkus.is Sirkusstjóri Árni Þór Vigfússon Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Auglýsingar Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is SIRKUS Fasteignamógúllinn Engilbert Runólfsson er einn dyggasti stuðningsmaður Vals. Hann var að sjálfsögðu mættur á herrakvöld félagsins um síðustu helgi í Laugardalshöll- inni. Þar var margt um manninn og mikil stemning. Hápunktur kvöldsins var þó uppboð á nokkrum treyjum og málverki, en svona uppboð eru vinsæl á herrakvöldum. Voru boðnar upp tvær treyjur áritaðar af Eiði Smára Guðjohnsen og keypti Engilbert aðrar þeirra, Barcelona-treyju, á 70.000 krónur. Halldór Einarsson í Henson keypti treyjuna sem Ólafur Stefánsson klæddist í úrslitaleiknum í meistaradeildinni. Loks var komið að því að bjóða upp fallegt málverk. Tilkynnt var að svona málverk færi á 400- 500 þúsund í galleríi og því voru menn að vonast eftir háu boði. Engilbert endaði hins vegar með málverk- ið og fór það á 300.000 krónur. Einhverjir höfðu á orði að uppboðið hefði verið of snemma kvölds og því hefði Engilbert í raun gert góð kaup. Ágóðinn af uppboðinu fer víst í að kaupa einhvern sterkan leikmann fyrir næsta sumar. En flestir af nýju leikmönnum Vals voru mættir á herrakvöldið. Þar mátti einnig sjá nokkra fræga karla, Rúnar Júlíusson, Heimi Karlsson, Geir Sveinsson, áðurnefndan Henson og Þorgrím Þráinsson. Uppboðinu stjórnaði stjörnulögmaðurinn Brynjar Níelsson. MILLJÓNAMÆRINGURINN ENGILBERT RUNÓLFSSON STYÐUR SÍNA MENN Eyddi hundruðum þúsunda á herrakvöldi Vals Eiður Smári Árituð Barcelona- treyja Valsarans Eiðs Smára var seld á uppboðinu. Valur Nýtur góðs af því að eiga jafn trausta stuðningsmenn og Engilbert Runólfsson. Flottur á því Engilbert Runólfsson ásamt eiginkonu sinni, Eddu Sólveigu Úlfarsdóttur, á vorfagnaði Vals. N ýbúar hafa verið mikið í umræðunni í vikunni. Stór orð hafa verið látin falla á Alþingi. Sum það stór að erfitt er að koma þeim út úr sér. Umræðan hefur samt svolítið farið upp um alla veggi og súlur að mínu mati. Sjómaður- inn með pólsku konuna hefur einungis verið að benda á útlendingavandamálin í löndunum í kringum okkur. „Getum við ekki lært af þeim?“ spyr Guðjón Arnar og er stimplaður rasisti. Ýmiskonar vandamál fylgja útlend-ingum. Sláandi tölur heyrast eins og að 11 prósent útlendinga sem setjast hér að kunni ekki að lesa. Hvorki sitt móðurmál hvað þá önnur mál. Umræðan á alveg rétt á sér og þetta eru viðkvæm mál eins og bent hefur verið á. En stundum þurfa menn bara að ræða viðkvæm mál og koma með lausnir. Sumir vilja læra íslensku en aðrir ekki. Þannig er þetta bara. B lákaldur raunveruleikinn sem blasir við okkur er hins vegar sá að okkur vantar vinnuafl. En við megum ekki líta á þetta fólk sem bara eitthvert vinnuafl, þetta er jú einu sinni fólk. Íslendingum hefur samt alltaf verið illa við útlendinga á Íslandi. Við erum jú best og flottust. Ú tlendingar hafa alltaf verið spenntir fyrir konunum okkar. Einu sinni voru það breskir og síðar banda- rískir hermenn sem voru að abbast í konunum okkar. Síðan svartir menn sem spiluðu körfubolta á milli þess sem þeir kynntust stúlkunum. Og það nýjasta eru Pólverjar. Þó að stúlkurnar séu nú ekki alltaf ON á því. I nnst inni erum við þó jákvæð í garð útlendinga. Það fer bara í taugarnar á sumum að þurfa að biðja um skiptimiða á pólsku. Og einhverjir rafvirkjar og píparar hafa þurft að rifja upp gamla takta úr Actionary spilinu á degi hverjum. Ég held hins vegar að við ættum að hætta þessum hroka. Við nennum ekki að læra dönsku, en viljum samt keyra strætó í Kaupmannahöfn. Yagsemash! Andri Ólafsson Allir í Actionary
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.