Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 57

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 57
Lofthreinsitæki sem veitir hæfilegum raka út í andrúmsloftið er fáanlegt hjá Rainbow á Dalbraut 3. Lítill plastkútur sem hálffylltur er af vatni og stungið í samband við raf- magn gerir hálfgert kraftaverk fyrir loftið á heimilinu. Með því að setja dropa af lyktar- og sótthreinsandi efni út í vatnið eyðir hann lykt og hentar því vel þeim sem vilja losna við matar-, reykinga- eða húsdýra- lykt. Hann vinnur verk sitt hljóðlega og þeir sem setja á hann tímarofa geta stillt hann þannig að hann sé í gangi þegar enginn er heima yfir daginn ef þannig hagar til. Að sögn Kristbjörns Harðarsonar hjá söluað- ilanum Rainbow hefur tækið gefist vel. Einkum segir hann þá sem eiga við astma og ofnæmi að stríða finna mikinn mun á heilsu sinni. Engar síur eru í tækinu heldur hreinsar það loftið gegnum vatnið og Kristbjörn ráðleggur fólki að stilla tækinu upp nærri ofni þar sem hringrás er á loftinu fyrir. Tækið kostar 12.900 krónur og með brúsa af lyktar- og sótt- hreinsandi efni ásamt fjórum tegundum lyktarefnis er það á 15.500 krónur. Það er selt með tveggja ára ábyrgð. Léttir og hreinsar andrúmsloftið Síðustu ár hefur Nintendo misst niður áður ráðandi stöðu sinni á leikjatölvumarkaði en vonast til að ná henni aftur með Nintendo Wii. Tölvan sjálf verður seint talin byltingakennd en hún verður ekki nærri jafn öflug og næstu kyn- slóðir Playstation og Xbox. Nin- tendo bindur vonir sínar ekki við öflugri grafík og hraðari vinnslu heldur breiðari markaðshóp og öðruvísi spilun. Þar kemur tromp Wii inn í spilið. Rétt eins og Nin- tendo bylti leikjaspilun með tölvu- leikjafjarstýringum og analog- stýringu, vonast þeir til að nýja Wii fjarstýringin geri það sama. Fjarstýringin er í laginu eins og sjónvarpsfjarstýring. Hún er þráðlaus og auk þess að virka sem venjuleg fjarstýring skynjar hún hreyfingu og stöðu sína gagnvart sjónvarpinu. Ef þú ert að spila tennisleik þá sveiflarðu fjarstýr- ingunni rétt eins og hún væri spað- inn og að sama skapi miðar þú á það sem þú ætlar að skjóta í skot- leikjunum með því að beina fjar- stýringunni að skotmarkinu. Ef vel tekst til hefur Wii stjórn- un sem er langtum virkari og áhrifameiri en aðrar tölvur. Eini gallinn er að nýir leikir, eins og t. d. Call of Duty 3, eru svo þungir í vöfum að tölvan ræður varla við þá. Vélin er væntanleg til landsins 8. desember. Ný Nintendo …70% afsláttu r AF ÖLLU Opið virka daga 12 – 18, laugardaga og sunnudaga 11 – 17 rumogsofi.is Rúm og sófi í framboði! Kosningaloforðin efnd um leið Fólk er ekki fífl heldur kjósendur © E gozen tric D esign s Lægri skatta, hærri útgjöld, tökum lán og lækkum skuldir! X = efnt Munið: Hvalina í skipsrúmiðX Þetta sæti í Öryggisráðið X Fjölskyldan er hornsófi samfélagsinsX Meira rúm fyrir eldri borgara X Börnin í öruggt sæti X

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.