Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 67
Einstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum
íslensks atvinnulífs. Samstarf
einkaaðila og ríkisins í
heilbrigðismálum er
ekki bara áhugaverð
þróun heldur líka nauð-
synleg þróun. Einka-
rekstur þekkist reynd-
ar víða í
heilbrigðiskerfinu,
læknastofur út um allan
bæ eru reknar af einka-
aðilum.
Okkur ber skylda til
þessa að tryggja að
farið sé vel með almannafé og því
þarf stöðugt að leita hagræðingar
þegar kemur að notkun opinbers
fjármagns. Margir hafa í þessu
sambandi bent á kosti einkarekst-
urs þar sem einkaaðilar eru oft á
tíðum færari en ríkið til að veita
gæða þjónustu á góðu
verði. Hinu opinbera
ber enn að greiða fyrir
þjónustuna og stuðla að
öflugu eftirliti og
tryggja með því gæði
þjónustunnar og að vel
sé farið með almannafé.
Höfundur gefur kost á
sér í 4.-5. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Einkarekstur
Skattalækkanir á undanförnum
árum hafa skilað sér í auknum
skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Svartagallsraus þeirra
vinstri manna sem töldu
að fótunum yrði kippt
undan velferðarkerfinu
með skattalækkunum
reyndist því ekki á
rökum reist. Þvert á
móti hafa skattalækk-
anir styrkt getu okkar
til að leggja fé í þá sam-
neyslu sem sátt er um
að halda úti. Reynslan
kennir okkur að við
eigum að halda áfram að feta
braut skattalækkana.
Við verðum að búa til gott
umhverfi til handa atvinnulífinu
hér á landi þannig að auka megi
enn frekar erlendar fjárfestingar.
Þannig getur svigrúm skapast til
þess að lækka enn frek-
ar skatta og álögur á
einstaklinga. Við þurf-
um því að byrja á því að
skjóta styrkari stoðum
undir atvinnulífið svo
að þetta svigrúm geti
skapist.
Höfundur gefur kost á
sér í 5. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Skattasamkeppni
Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra og frambjóðandi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi vill
hafa enn meiri
áhrif á hvert
Ísland stefnir
á næstu árum.
Það er fagnað-
arefni. Ragn-
heiður hefur
mjög skýra
sýn og veit
nákvæmlega
hvert ber að
stefna og það
sem meira er hvernig ná skuli á
áfangastað.
Ragnheiður Elín er ung og vel
menntuð kona sem hefur með
störfum sínum sýnt að henni er
treystandi til að ná árangri. Hún
er fylgin sér, fljót að greina kjarna
máls og er ekki með óþarfa mála-
lengingar. Slíka eiginleika vil ég
að minn þingmaður hafi að minnsta
kosti. Ég hvet kjósendur til að
setja Ragnheiði Elínu í 4. sæti á
lista Sjálfstæðismanna í Suðvest-
urkjördæmi í prófkjörinu í dag.
Höfundur er bæjarstjóri í
Garðabæ.
Hvernig væri að leyfa ungu kjörkuðu hugsjónafólki með
ferskar áherslur að komast að?
Fólki sem þorir að standa á sínu?
Sýnir skilning
á þörf almenn-
ings? Ég hef
hugsjón fyrir
velferð barna
og er búin að
finna þing-
mann sem ég
treysti til að
standa fyrir
þeim breyting-
um sem mig
langar að sjá.
Eigum við ekki
að leggja áherslu á að taka þátt í
prófkjörum flokkanna og setja
unga fólkið efst á listana? Ungt fólk
með hugsjónir, áhuga á persónuleg-
um þörfum manneskjunnar frekar
en efnishyggju? Ég hef valið að
styðja ungan þingmann, Ágúst Ólaf
Ágústsson, varaformann Samfylk-
ingarinnar. Hann hefur verið að
leggja fram fjölmörg góð þingmál.
Svona maður er að mínu skapi, ég
vona að allir sjái hina miklu og góðu
möguleika sem búa í stráknum!
Komið, gerum breytingar, tökum
þátt í prófkjörinu 11 nóvember hjá
Samfylkingunni og styðjum þennan
unga hugsjónamann!!!
Höfundur vinnur hjá Félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar.
Bryndís Haraldsdóttir tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
manna í Suðvesturkjördæmi, hún
stefnir á 4.-5. sæti.
Bryndís er
29 ára gömul
hún er af þess-
ari nýju kyn-
slóð ungra
kvenna sem er
að hasla sér
völl í atvinnu-
lífinu en er um
leið eiginkona
og móðir.
Bryndís
hefur brenn-
andi áhuga á
að starfa að framgangi sjálfstæð-
isstefnunnar þar sem frelsi ein-
staklingsins er í hávegum haft svo
og jöfn tækifæri allra til að þroska
og nýta hæfileika sína. Ég hvet
alla sjálfstæðismenn í Suðvestur-
kjördæmi að veita Bryndísi braut-
argengi í 4.-5. sæti í prófkjörinu,
það verður engin svikinn af því.
Höfundur er sálfræðingur og
fyrrverandi flugstjóri.
Hlutafjárútboð Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.
FJÁRHÆÐ ÚTBOÐS
Á hluthafafundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. þann 26. september sl. var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að hækka
hlutafé í félaginu um allt að 186.479.234 hluti. Stjórn félagsins hefur ákveðið að hækka hlutafé um 157.894.737 hluti sem nemur
16,9% aukningu hlutafjár. Heildarhlutir eftir aukninguna verða 1.090.290.905. Hlutirnir eru í sama flokki og þegar útgefnir hlutir.
Hver hlutur er ein króna að nafnverði.
Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. Hluthöfum er boðið að kaupa nýja
hluti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Verð í útboðinu verður 38 krónur á hlut.
TILGANGUR ÚTBOÐS
Tilgangur útboðsins er að styrkja eiginfjárstöðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. vegna kaupa á hlutum í NEMI Forsikring ASA.
FORGANGSRÉTTARÚTBOÐ – FYRIRKOMULAG OG SKILMÁLAR
157.894.737 hlutir eru boðnir hluthöfum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í réttu hlutfalli við hlutafjáreign eins og hún var skráð í
hlutaskrá félagsins í lok viðskiptadags þann 1. nóvember 2006.
Forgangsréttarútboðið stendur frá 10. nóvember kl. 10.00 til 13. nóvember kl. 19.00.
Áskriftum hluthafa ber að skila með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarformi á vef Glitnis, www.glitnir.is. Kennitala og lykilorð sem
send voru til hluthafa 2. nóvember eru nauðsynleg til að geta skráð áskrift. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Þeir hluthafar
sem ekki hafa aðgang að Internetinu geta hringt í Þjónustuver Glitnis í síma 440 4000 milli kl. 09.00 og 19.00 virka daga eða farið
í næsta útibú Glitnis til að skrá áskrift sína. Nauðsynlegt er að hafa bréf þetta meðferðis til að skráning geti farið fram með réttum
hætti. Þeir sem hringja inn til að skrá áskrift sína fá senda staðfestingu á áskrift með tölvupósti eða pósti ef hluthafi hefur ekki
netfang. Ekki verður tekið við áskriftum með öðrum hætti en hér hefur verið lýst.
Hluthafar geta framselt forgangsrétt sinn í útboðinu að nokkru eða öllu leyti. Réttur til umframáskriftar er ekki framseljanlegur.
Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir fleiri eða færri hlutum en þeir eiga hlutfallslegan rétt til. Nýti einhverjir hluthafar ekki rétt sinn
að fullu, skiptast þeir hlutir sem eftir standa á milli hluthafa sem hafa skráð sig fyrir hærri fjárhæð í hlutfalli við hlutafjáreign
samkvæmt hlutaskrá í lok dags þann 1. nóvember 2006.
ALMENNT ÚTBOÐ – FYRIRKOMULAG OG SKILMÁLAR
Seljist ekki allir hlutir í forgangsréttarútboðinu munu þeir hlutir sem eftir standa verða boðnir í almennu útboði að loknu áskriftartímabili.
Lágmarksáskrift í almenna útboðinu er 5.000.000 kr. að markaðsvirði. Umsjónaraðili fyrir hönd útgefanda hefur heimild til að velja eða
hafna áskriftum að eigin vild. Glitnir áskilur sér rétt til að hætta við almenna útboðið ef 95% eða meira af nýjum hlutum verða seldir í
forgangsréttarútboðinu.
Almenna útboðið stendur frá 14. nóvember kl. 10.00 til 15. nóvember kl. 19.00.
Áskriftum ber að skila með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarformi á vef Glitnis, www.glitnir.is. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir
gildri áskrift.
NIÐURSTAÐA ÚTBOÐS
Niðurstaða sölu í almenna útboðinu verður tilkynnt Kauphöll Íslands þegar sölu lýkur. Þátttakendur geta, frá og með 17. nóvember,
nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu með sama hætti og skráning fór fram.
GREIÐSLA
Áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Gjalddagi greiðsluseðla vegna hlutafjárkaupa er þriðjudagurinn 28. nóvember 2006. Berist
greiðsla ekki tímanlega má innheimta skuldina á þann veg sem lög heimila. Í stað þess að grípa til innheimtuaðgerða hefur bankinn
einhliða heimild til að fella ógreiddar áskriftir niður og ráðstafa þeim til þriðja aðila.
AFHENDING HLUTA
Eigi síðar en 30. nóvember verða hlutirnir gefnir út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands og afhentir til hluthafa.
SKJÖL VARÐANDI SKRÁNINGUNA
Lýsing verður gefin út 10. nóvember á ensku og hana má nálgast í fréttakerfi
Kauphallar Íslands, news.icex.is, og á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is.
Einnig er hægt að óska eftir útprentuðu eintaki hjá umsjónaraðila.
Glitnir banki hf. – Fyrirtækjaráðgjöf, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, tmutbod2006@glitnir.is.
Reykjavík, 10. nóvember Glitnir banki hf.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.
HLUTAFJÁRÚTBOÐ 10.–15. NÓVEMBER 2006
Fjárhæð útboðs: 6.000.000.000 kr.