Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 74
Ég var alin upp við það að ég hlakkaði til ýmissa hluta en ekki að mig hlakk- aði til þeirra. Engan í minni fjölskyldu hefur hingað til hlakkað til neins en allir hafa hlakkað til einhvers. Þetta hefur hins vegar breyst síðustu ár þar sem son minn hlakkar ítrekað til einhvers þegar ég vildi heldur að sonur minn hlakk- aði til þess. Ég verð að viðurkenna að það fer ferlega í taugarnar á mér að þrátt fyrir að tilhlökkun sé alltaf í nefnifalli heima hjá okkur skuli það hafa meiri áhrif á barnið að annars staðar í umhverfi þess er hún oft í þolfalli. Ég hef margreynt að útskýra fyrir stráknum að þótt ein- hverjir jafnaldrar hans segi „mig hlakkar til“ þá eigi hann samt að segja „ég hlakka til“. Hann sam- þykkir þetta í hvert einasta skipti en næst þegar tilhlökkunin verður mikil gleymir hann sér og segir þetta vitlaust. Nýlega áttaði ég mig líka á því að vandamálið er víðtækara en svo að nokkur börn sem hann umgengst séu þau einu sem lýsa yfir tilhlökk- un sinni í þolfalli. Ég er sjálf farin að heyra sífellt fleira fullorðið (og sæmilega talandi að öðru leyti) fólk segja „mig hlakkar til“. Ég er viss um að margir af þessum einstakl- ingum vita betur en nenna bara ekki að vanda sig, sem er mjög sorglegt því lítil eyru leynast víða. Um daginn var ég svo að hlusta á barnalög í útvarpinu með syni mínum þegar ég heyrði hóp barna syngja „mig hlakkar svo til“ aftur og aftur og það var alveg kornið sem fyllti mælinn. Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að kenna börnum að tala góða íslensku þegar efni sem er sérstaklega búið til handa þeim er bara eitthvert bull. Ég er engan veginn sammála þeim sem segja að svona sé þróun- in og við verðum bara að láta undan þar sem þeir sem vita ekki betur verða sífellt fleiri. Mér finnst þvert á móti að við ættum að reyna að gera okkar besta til að drepa niður alla tilhlökkun í þolfalli og vanda okkur svolítið þegar við tölum. Jói eldar Jói eldar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.