Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 76
! Kl. 21.00Söngvaskáldið Hörður Torfa
heldur tónleika í Bæjarleikhúsinu
í Vestmannaeyjum. Nú stendur
yfir menningardagskráin Nótt
safnanna í bæjarfélaginu og eru
tónleikarnir hluti af henni.
Portrett af Skarði
Rannsóknir hafa nú stað-
ið yfir í fimm ár á hinum
forna stað klaustursins á
Skriðu sem síðar tók nafn
sitt eftir klaustrinu og
þekktur er undir heitinu
Skriðuklaustur. Á morgun
verður efnt til málþings í
sal Þjóðminjasafnsins um
rannsókir á klaustrinu
Verkefnið hófst með tilstyrk
Kristnihátíðarsjóðs, eitt margra
verkefna sem sjóðurinn styrkti og
var lengst af styrkt af honum, þó
leitað væri fjármagns á fleiri stöð-
um: hjá Fornleifasjóði, sjóði Evr-
ópusambandsins, Rannís og víðar.
Hefur rannsóknin á klausturstæð-
inu leitt marga forvitnilega hluti í
ljós en eyðan er stór um klaustrið í
rituðum heimildum.
Klaustrið í Fljótsdal var stofnað
undir lok 15. aldar og lagt af við
siðaskiptin. Er talið að um helming-
ur klausturbygginganna hafi verið
grafinn upp. Engu að síður hefur
rannsóknin nú þegar varpað nýju
ljósi á hlutverk klaustursins í
íslensku miðaldasamfélagi. Hún
hefur jafnframt skerpt á fyrirliggj-
andi hugmyndum um andlega og
veraldlega starfsemi íslenskra
klaustra almennt.
Sjö fyrirlesarar verða með
tillegg á þinginu: Skúli Björn Gunn-
arsson gerir grein fyrir stofnun og
endalokum klaustursins. Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur
sem hefur leitt rannsóknina gerir
grein fyrir greftrinum og því sem
komið hefur í ljós. Guðrún Zoëga
talar um sjúkdóma á miðöldum og
skýrir frá þeim sjúkdómum sem
greindir hafa verið á beinagrindum
frá Skriðuklaustri, en meðal gripa
sem fundist hafa eru gögn sem
varpa ljósi bæði á lækningar og
sjúkdóma og þykja athyglisverð.
Þar verður talað um klausturgarða,
Klaustur Maríu, tengsl klaustra við
útlönd og tónlist í íslenskum
klaustrum.
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa-
fræðingur hefur leitt rannsóknina
frá upphafi og segir að hinn skammi
tími sem klaustrið starfaði, rétt
fimm áratugir, hafi sett mark sitt á
rannsóknina. Aðeins eitt byggingar-
stig er að finna á svæðinu. Þar hafi
ekkert verið byggt ofan á rústirnar
eins og víða þekkist sem geri upp-
gröft á klaustrum flókinn viðfangs.
Klaustrið var talið lítið en ritaðar
heimildir um það og raunar allt er
varðar Austurland eru af skornum
skammti, meðal annars vegna brun-
ans í Kaupmannahöfn þegar safn
Árna Magnússonar fór forgörðum
að hluta. Gröfturinn hefur aftur á
móti leitt í ljós að byggingar klaust-
ursins eru minnst 1200 fermetrar að
flatarmáli. Byggingar hafa verið
veglegar því þar hafa fundist tvenn-
ar tröppur sem benda til byggingar-
lags á tveimur hæðum. Komið hefur
í ljós að klaustrið er reist í samræmi
við evrópskar hugmyndir um stofn-
anir af þessu tagi. Íslensk klaustur
voru í stíl við sambærilegar stofn-
anir Evrópu hvað byggingarlag
varðar.
Steinunn telur sig þurfa tíu miljónir
á ári næstu fimm árin til að geta
lokið verkinu. Kostnaður sé ekki
aðeins mannahald, greiningar verði
að sækja erlendis: Kolefnagreining-
ar hafi hún sótt til Florida og Árósa.
Þá þurfi að greina frjókorn, skor-
dýr, trjávið, dýra og mannabein.
Allt þetta kostar sitt. Hún segir
Fornleifasjóð vera styrktan í fjár-
lögum fyrir næsta ár, en talsvert
vanti upp á að hann hafi sama bol-
magn og Kristnihátíðarsjóður.
Miklvægt sé að koma niðurstöð-
um á framfæri og sé þingið nú um
helgina meðal annars til þess. Þá sé
í undirbúningi safnrit um rannsókn-
irnar til þessa og sé stefnt á útkomu
þess á næsta ári. Þá verði ráðist í
sýningu í Þjóðminjasafni 2008 með
nokkrum af þeim rannsóknum sem
hafi staðið yfir síðari ár.
Hún segir ýmislegt hafa komið í
ljós þegar, eins og að formgerð
bygginga í klaustrinu samsvari
erlendum klaustrum. Íslendingar
hafi löngum litið á kaþólsk klaustur
sem auðsöfnunartæki kirkjunnar,
en þau hafi haft stórt samfélagslegt
hlutverk umfram það menningar-
hlutverk sem löngu sé viðurkennt
og þekkt. Þannig hafi Skriðuklaust-
ur verið sjúkrahús; þar hafi menn
stundað handlækningar og lyflækn-
ingar. Bein úr kirkjugarðinum leiða
það í ljós, auk læknisáhalda sem þar
hafa fundist og greininga á frjó-
kornum frá lækningajurtum.
Í kór kirkjunnar fannst bók í gröf
konu en það er í annað sinn sem
konugröf finnst á slíkum hefðarstað
í kirkju. Tvær aðrar bækur hafa
fundist í gröf og er það einstakt.
Það eru því ekki öll kurl komin til
grafar í uppgreftrinum á Skriðu-
klaustri. Þingið á morgun gerir ekki
meira en tæpa á jaðri þess sem
gröfturinn og rannsóknir á öllum
gögnum koma til með að segja
okkur um líf á Fljótsdal fyrir fimm-
hundruð árum – takist að fjármagna
og ljúka rannsókninni þar eystra.
Málþingið á morgun er hið fyrra
sem halda á um rannsóknir á Skrið-
klaustri en það hefst kl. 11 og er
ráðgert að það standi í fjórar
klukkustundir.
Nýr diskur með lagasafni úr fórum
Tómasar Einarssonar hefur verið
undir geislanum víða um land frá
því hann kom út fyrir fáum vikum.
Diskinn kallaði Tómas Rom Tom
Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af
sveit sinni saman og telur í á Dómó-
barnum nýja, Þingholtsstræti 5.
Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk
bassaleikarans Tómasar skipa
sveitina þeir Kjartan Hákonarson
trompet, Óskar Guðjónsson saxóf-
ónn, Samúel J. Samúelsson básúna,
Ómar Guðjónsson gítar, Einar V.
Scheving trommur og slagverk og
Eyþór Gunnarsson kóngatrommur.
Þetta kvöld verður bara hitun
fyrir alvöruslag: Hljómsveitin
heldur til Kúbu í næstu viku og
mun halda þar seinni útgáfutón-
leika vegna geisladisksins, þeir
fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur
í haust. Þar syðra munu piltarnir
leika í tónleikahöllinni Casa de la
Música. Þar bætast í hópinn fimm
Kúbverjar, eyjarskeggjar sem
leika á disknum.
Þeirra á meðal er trompetleik-
arinn Daniel „El Gordo“ Ramos og
tresgítarleikarinn César Heche-
varría. Ekki hefur heyrst að
íslenskar ferðaskrifstofur hyggist
notfæra sér tækifærið og fljúga
förmum af hrollköldum Íslending-
um þangað suður þar sem sólin
skín og rommið er drukkið ómælt,
en gaman væri að vera þar fluga á
vegg. -
Tómas og kó
í Dómó