Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 86
 Stjórn Fimleikasam- bands Íslands fundaði á miðviku- dagskvöldið með fulltrúum frá Fimleikafélaginu Björk vegna ásakana um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum sem bornar voru á einn þjálfara félagsins af nemendum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Annar þjálfari hjá sama fimleikafélagi var síðan sak- aður um andlegt ofbeldi gegn níu ára stúlku. Báðir þjálfararnir eru erlendir. „Við fórum yfir stöðuna með fulltrúum Bjarkar. Fimleikasam- bandið hefur staðið fyrir athugun á því hvernig málum sé háttað hjá félaginu og við finnum ekkert að hjá Björkunum,“ sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleika- sambands Íslands, við Fréttablað- ið í gær. „Við finnum engar vísbending- ar um að börn séu í hættu hjá félaginu. Hins vegar þarf meiri tíma til að gera formlega úttekt. Við erum búnir að ræða við þjálfara hjá félaginu, foreldra og það er búið að bera þetta undir þjálfara hjá öðrum félög- um. Þetta er það sem við getum gert hratt og vel. Þessi vinna er öll búin. Á þessu stigi sér Fim- leikasambandið ekki neina ástæðu til að gera neitt í málinu hjá Björkunum.“ Við hversu marga þjálfara og foreldra hafi verið rætt við vildi Kristján ekki tjá sig um og hann vildi heldur ekki greina frá því hverjir hefðu tekið viðtölin við þessa aðila. Foreldrar barnanna, sem eru í hópnum þar sem hið umdeilda atvik átti sér stað, eru sáttir við frammistöðu þjálfarans og hafa ekki yfir neinu að kvarta í hans þjálfunaraðferðum. Þeir hafa allir kvittað undir yfirlýsingu þess efnis að þeir standi á bak við þjálfarann. „Hér er aftur á móti mál sem þarf að skoða miklu betur en tíminn hefur leyft okkur að gera. Við erum alltaf að skoða hvað betur má fara í fimleikahreyfingunni og þetta mál fer í þann farveg,“ en hver er þessi farvegur og hvernig hyggst Fimleikasambandið nákvæmlega fylgja málinu eftir? „Í fimleikum er það þannig að samband við foreldra er mjög náið og foreldrarnir hafa góðan og greiðan aðgang að þjálfurum. Þannig að ef það koma upp ein- hverjar athugasemdir þá hafa félögin tekið mjög myndarlega á því. Ef það er ekki gert þá skaðar það félagið, iðkendur og samband- ið við foreldra,“ sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleika- sambands Íslands. Það var Jón Páll Pálmason, nemandi við íþróttaakademíuna, sem kom málinu af stað þegar hann kvartaði formlega við Björk yfir því sem hann sá á æfingu stúlknanna. Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum við niður- stöðu málsins. „Fyrstu viðbrögðin eru þau að ég er hissa. Við sem hópur munum skoða hvað við gerum í framhald- inu,“ sagði Jón Páll en hann var ekki einn um að vera ósáttur við þjálfunaraðferðirnar sem hann sá heldur allir samnemendur hans sem eru 27 talsins. Hópurinn sendi formlega yfir- lýsingu um málið til ÍSÍ, ÍBH og Bjarkar vegna málsins síðastlið- inn föstudag. Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, segir að athugun sambandsins á þjálfun hjá fimleikafélaginu Björk hafi ekki leitt neitt vafasamt í ljós. Fimleikasambandið sér því ekki neina ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu. Aðilinn sem kom málinu af stað er hissa á niðurstöðunni. Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, staðfesti við Fréttablaðið í gær að aðeins hefðu ásakanir um líkamlegt ofbeldi hjá fim- leikafélaginu Björk verið athugaðar af sambandinu. Fimleikasambandið sá ekki ástæðu til að ræða við Þóri Gunnarson, föður níu ára stúlku sem hætti að æfa hjá félaginu vegna andlegs ofbeldis þjálfara að því er Þórir segir. Þórir kvartaði yfir málinu skriflega áður en dóttir hans hætti. Þegar Fréttablaðið spurði þjálfarann, sem Þórir kvartaði við, að því hvort einhverjar kvartanir hefðu borist frá foreldrum vegna einhvers af þjálfurum félagsins var því staðfastlega neitað. Engar kvartanir hefðu borist. Það sagði þjálfarinn áður en Þórir greindi frá sögu dóttur sinnar. Ræddi ekki andlegt ofbeldi Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það Gengi Íslendingaliðs- ins Gummersbach í þýsku úrvals- deildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Frétta- blaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni. Gummersbach er nú á toppi deildarinnar og ósigrað í Meist- aradeildinni. Hans-Peter Kräm- er, stjórnarformaður félagsins, er hæstánægður með árangur- inn og játar það fúslega að hann átti ekki von á slíku fyrir tíma- bilið. „Stjórnin er furðu lostin yfir þvi hversu vel gengur. Þetta gengi er eitthvað sem við áttum ekki von á. Aðalástæðan fyrir þessu góða gengi er þjálfarinn Alfreð Gíslason sem að mínu mati er einn besti þjálfari heims,“ sagði Krämer við þýska netmiðilinn Handball World. Það eru svo sannarlega breytt- ir tímar hjá þessu fornfræga félagi því fyrir aðeins fimm árum rambaði Gummersbach á barmi gjaldþrots og framtíðin var síður en svo björt. „Við getum hugsanlega bland- að okkur í baráttuna um titilinn en við erum ekki sigurstrangleg- asta liðið í þeirri baráttu. Mér persónulega finnst við vera nokk- uð á eftir Kiel eins og staðan er í dag. Við stöndum samt betur að vígi þar sem Kiel á eftir að heim- sækja okkur,“ sagði Krämer. Með Gummersbach leika Íslendingarnir Guðjón Valur Sig- urðsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Guðlaugur Arnarsson. Alfreð er einn besti þjálfari heims Mohamed Sissoko, miðjumaður Liverpool, varð fyrir því óláni í leik Birmingham og Liverpool á miðvikudaginn að fara úr axlarlið. Sissoko var haldið á sjúkrahúsi nóttina eftir atvikið og Rafael Benitez, stjóri liðsins, óttast að leikmaðurinn verði lengi frá. „Við vitum ekki hve lengi hann verður frá keppni en það gæti verið langur tími. Það gæti verið meira en einn mánuður. Sissoko hefur verið óheppinn með meiðsli. Þetta eru ekki mjög algeng meiðsli. Ég hef ekki séð atvikið í endursýningu en þetta var algjört slys,“ sagði Benitez eftir leikinn gegn Birmingham. Sissoko verður lengi frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.