Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 1. aprll 1979 Nessý, nýr matsölustaður GP— Fyrir skömmu opn- aði fyrirtækið Óðal s.f. nýjan matsölustað í Inn- stræti sem er innstræti úr Austurstræti/ á milli Hressingarskálans og verslunarinnar Karnabæjar. Matsölustaðurinn sem ber nafnið Nessý er innréttaður i skoskum stil. Þar sem á boðstól- um — auk ýmissa rétta — sér- staklega matbúinn kjúklingur svokallaður „western” sem er mjög vinsæll erlendis. Nessý not- ast eingöngu við eingangs matar- Ilát, sem leiðir af sér mun aukið hreinlæti. Viö opnum staðarins var fenginn skoskur sekkjapipu- leikari til þess að skemmta gest- um eins og sést á myndinni. A þessari mynd sjást innréttingarnar I Nessý, en þær eru I skoskum stil. (Tfmamynd Tryggvi) Réttlátari listamannalaun Framhaldsaðalfundur i Félagi islenskra myndiistarmanna hald- inn 5. mars 1979 beinir þeirri áskoruntil menntamálaráðherra, Ragnars Arnalds, að hann gang- ist fyrir þvi, aö lögin um lista- mannalaun verði tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar með það fyrir augum aö koma raunhæfari og réttlátari skipun á. Fundurinn er þeirra skoðunar, að fyrirkomulag það sem nú er búið við, sélöngu orðið úrelt. Hins vegar sýnist fundarmönnum, að starfslaunakerfið, sem komið hefur verið á, hafi gefið mun betri raun og hvetja til, aö það verði tekið upp alfarið. 13. Alþjóðlegu ferðamálasýningu lokið góður góður árangur af sýningunni GP — A árinu 1978 komu samtals 86.167 erlendir ferðamenn til landsins, en það er aukning um 4.318 feröamenn frá árinu áður eða 5.3%. Þessar upplýsingar koma úr frétt frá Ferðamálaráði lslands. Þá erþess einnig getið að nú er nýlokið 13. alþjóðlegu Feröamálasýningunni i Beriin og voru i ár 842 útstillingaraöilar auk 89 aukaþátttakenda. 81% af þátttakendum töldu sig ánægða með árangur sýningar- innar og göldu sig hafa náð tilætl- uðu markmiði og hafa bætt viö viðskiptasambönd sin. Næstum allir þátttakendur tilkynntu væntanlega þátttöku I sýningunni 1980 og er búist við töluverðri aukningu þá. Forstjóri Ferða- málaráðs er Ludvig Hjálmtýsson. ' 1 stigvel sem standa sig þegar þu aetlar aðkaupa þér stfgvél þá velurþú audvitad KONTIO~stígvél fra NOKIA NOKIA hefur sett heióursinní að framleióa stigvél sem eru falleg í útliti, níósterk og þægileg áfæti. NOKIA hefurennfremur hugaóaó vellíóan þeirra sem stigvélin nota. Meó sérstakri meóferó á fóóri náóst verulegur árangur. Þetta sérstaka fóóur er þakteriudrep- andi og hindrar óeólilegamikinn fótraka. Já,þú ættir aó varast allar eftirlik- ingar og kaupa KONTIO-stigvél, þaó þorgarsig. Th- Benjamínsson & Co- Laugarásvegí 24 - Slmi 81377 ____ , ■ ' .... . ■ Þegar börnin i Ameríku voru óþekk sögðu for- eldrarnir: //Rauða-Emma kemur og tekur þig ef þú ert óþekkur". Þetta var um aldamótin síðustu. Rauða-Emma var Emma Goldman, kona, sem kvenréttindabaráttukonur nútímans hafa gleymt. Samt var hún áróðursmeistari og öðrum fremri i baráttunni fyrir réttindum kvenna, kona á borð við Alexöndru Kollontaj og Rósu Lúxemburg. Emma skrifaði mikið og frá 1970 hafa banda- rískir útgefendur sent á markað margar af ritgerð- um hennar. Þar eru kaflar eins og þessi: „Hvergi er kona metin eftir starfi sínu/ heldur einungis eftir kyni sínu. Rétt sinn til að vera til greiðir hún með því að gefa sig karlmönnum. Það er því bara stigsmunur hvort hún selur sig einum karlmanni í eða utan hjónabands/ eða mörgum." Þetta skrifaði Emma Goldman fyrir sjötiu árum, og hljómar eins og kvenréttindabaráttukona á áttunda áratugnum. Þó voru slik- ar skoðanir svo róttækar og óþægilegar að allt var gert til að þagga þær niður. Nýtt fangelsi Emma Goldman flúöi ung að árum frá heimalandi sinu, Rúss- landi, til Bandarikjanna. Hún flúði harðstjórn föður sins og kúgun keisarans. Hún kom til Bandarikjanna árið 1886, — þá var hún 17 ára. Tveimur árum eftir komuna til Bandarikjanna fannst henni sem hún hefði aðeins skipt um fangelsi. Hún flutti frá fjölskyldu sinni, hætti störfum i verksmiðju i Rochester, skildi við eiginmann sinn eftir stutt hjóna- band, hætti að vera þögull, lög- hlýðinn borgari, og fór með fimm dollara i vasanum og saumavél til New York og hóf að starfa með stjórnleysingjum. Þessi unga rússneska stúlka af Gyðingaætt- um vakti brátt athygli fyrir ræðu- mennsku á fundum með verka- mönnum af rússneskum og þýsk- um og Gyðingaættum, og eftir skamma hrið var hún orðin þekkt fyrir baráttu sina fyrir rétindum kvenna. Frjálsar ástir Emma ferðaðist um Bandarik- in og prédikaði frelsun konunnar, fræddi um getnaðarvarnir (sem voru bannaðar, og lá við fangelsi ef út var brugðiö) réðst á hræsni borgaralegs siðgæöis og boðaði rétmæti frjálsra ásta og þess, að konur ákvæðu sjálfar hvort þær ælu börn eða ekki. Hún talaði líka um hinn nýja skóla. Hún sagði: „Skyldunámsskólinn er ekkert annað en herbúðir,þar sem börn- um er kennt að hlýða félagslegum og siðferðilegum afturgöngum, svo að þau falli inn I þjóðféiags- kerfi, sem byggist á arðráni og kúgun”. Hún fræddi um nútima leikrita- höfunda, t.d. Ibsen og Strind- berg, og kynnti Nietzsche. Hún talaði lika um hvernig rikið og stjórnmálaflokkarnir þrælkuðu einstaklinginn, og hver hætta stafaði af þjóðrembingsstefnu og hernaðaranda. Hún talaði um hvernig kristindómnum hefði mistekist hlutverk sitt, um heim- speki guðleysingja, sálfræði stjórnmálalegs ofbeldis, verka- lýðshreyfinguna, stjórnleysingja, hvernig keisarinn kúgaði rúss- nesku þjóðina, og eftir að hún hafði dvalist i Sovétrikjunum sagði hún frá þvi hvernig bolsé- vikkar kúguðú rússnesku þjóðina. Hundelt Ekki fékk Emma haldið svo á- fram. Henni varð að refsa. Aftur- haldsöfl ofsóttu hana, sósialistar, kommúnistar, frjálslyndir og þegar hún mintist á að kynvill- ingar ættu lika sinn rétt, snerust samherjar hennar I hreyfingu stjórnleysingja gegn heni. En enginn ofsótti hana þó af slikri ákefð sem bandariska rikis- valdiö. Hún var svo oft handtekin eftir að hafa talaö á fundum, að hún hafði alltaf skemmtilega bók i veskinu sinu til að hafa eitthvað að lesa i fangelsinu. En stundum var hún lengur en eina nótt i varð- haldi. Arið 1893 sat hún árlangt i fangelsi fyrir að hafa sagt á fundi með atvinnulausum saumakon- um: „Biðjið um vinnu. Ef þið fáið ekki vinnu, skuluð þið biðja um brauð. Og sé ykkur ekki gefið brauð, takið þá brauðið”. Emma Goldman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.