Tíminn - 01.04.1979, Síða 6

Tíminn - 01.04.1979, Síða 6
6 Sunnudagur 1. aprfl 1979 r Wímmn Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar biaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuOi. BlaOaprent J Sóknin fram undan Allt frá fyrstu tið hefur hlutverk Framsóknar- flokksins verið að leiða hina þjóðlegu framfarasókn og umbótamál til sigurs. Flokkurinn var stofnaður til þess að vera málsvari vinnandi manna i viðtæk- um skilningi, byggðanna i landinu, samvinnuhug- sjónarinnar og þjóðlegra sjónarmiða. Það var gæfa þjóðarinnar að áhrifa Framsóknar- flokksins naut við til þess að byggja hér upp vel- ferðar- og velmegunarsamfélag án þess að fylgt yrði i blindni erlendum fyrirmyndum eða kenninga- kerfum. Framsóknarstefnan er byggð á islenskum grunni en ekki miðuð við aðfengin fræði. Reynslan hefur sýnt að öll hin glæsilegu kenningakerfi eru aðeins hugarsmiðar sem i framkvæmdinni verða að fjötri, hefta framfarir og leggja framtak fólksins og hug- kvæmni i læðing. Framsóknarstefnan er byggð á innlendri reynslu og innlendum verkefnum, og svo mun íslendingum best farnast að þeir hafi sinar eigin mælistikur sem miðast við raunveruleikann eins og hann er á hverjum tima i þjóðlifinu sjálfu. Sem umbótastefna miðar Framsóknarstefnan að þvi að mæta vandamálum og viðfangsefnum lföandi stundar með opnu viðmóti en ekki fyrirskrifuðum kennisetningum. Aðstæðurnar eru alltaf að breytast og þvi er framfaraviðleitnin óaflátanleg. Þeir sem horfa fram og vilja sækja fram hafa ævinlega fullar hendur nýrra og ferskra verkefna. Aftur og aftur hefur það gerst á umliðnum ári- 7 tugum að til framsóknarmanna yrði leitað um hóf- sama forystu, ábyrga leiðsögn, þegar háir úfar hafa risið i þjóðfélaginu og mikill vandi hefur verið á höndum. Framsóknarstefnan leggur áherslu á þjóðlega samstöðu einstaklinga og stétta um fram- för og umbætur, og það er þvi engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn er og hefur verið kjölfesta i stjórnmálakerfi landsmanna. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð sannaðist þetta einu sinni enn. Og störf rikis- stjórnarinnar hafa enn fremur sýnt það hversu nauðsynlegt það er allri þjóðinni að Framsóknar- flokkurinn sé sterkur og öflugur. Nú, siðustu vikurnar, hefur það ef til vill komið hvað skýrast og ótviræðast fram, að skilyrði festu og stöðugleika i framfarasókninni er að framsóknarmenn hafi styrk til þess að veita foryst- una og þunga til þess að knýja nauðsynlegar að- gerðir fram. Þegar mikið er i húfi i efnahags- og at- vinnumálum, eins og nú er, er hlutverk Fram- sóknarflokksins hvað brýnast. Það sem nú er fram undan er alhliða efling Fram- sóknarflokksins i öllum landshlutum. Fólkið hefur séð það hvað er i húfi ef ábyrg framfaraöfl hafa ekki styrk til þess að veita öfluga forystu fyrir landsmál- unum. Þessi skilningur fólksins er öllum framsóknarmönnum hvatning og örvun til að hefja stórsókn til eflingar Framsóknarflokknum. JS Þá gæti Schmidt eignast keppinaut Sá orörómur er á kreiki á Vestur-Þýzkalandi, aö Hans Dietrich Genscher muni brátt láta af störfum utanrikisráö- herra og helga sig formennsk- unni í Frjálslynda flokknum. Genscher hefur veriö heilsuveill að undanförnu og telur sig þvi illa geta gengt báöum þessum störfum svo aö vel sé. Hann mun telja sér henta betur gegna flokksformennskunni. Ýmsir flokksbræöur hans vildu aö hann hætti henni á siöast- liðnu ári, þegar svo illa gekk h já Frjálslynda flokknum i fylkis- kosningum, aö sú hætta virtist vera yfirvofandi, aö hann þurrkaöist út af sambandsþing- inu í Bonn i næstu kosningum sökum þess, aö hann næði ekki 5% greiddra atkvæöa, en þaö er lágmark þess, sem flokkur þarf aö fá.til þess aö vinna þingsæti. I þeim kosningum,sem hafa fariö fram á þessu ári, hefur flokkn- um vegnað stórum betur og haldi svo áfram sem nú horfir, hefur flokkurinn möguleika til aö auka fylgi sitt I næstu kosn- ingum til sambandsþingsins. Þetta hefur aö sjálfsögöu styrkt stööu Genschers sem flokksformanns og hvatt hann til þess að halda heldur for- mennskunni en utanrikisráö- herraembættinu, ef heilsa hans þykir ekki leyfa, aö hann haldi þeim báðum áfram. að ná atkvæöum frá kristilegum demókrötum. Aöstaöa hans I þeim efnum myndi sennilega styrkjast, ef hann yröi utan- rikisráöherra. Einkum myndi þaö geta styrkt hann, ef hann yröi gagnrýndur af róttækasta armi sósialdemókrata. I þvi sambandi yröi Lambsdorff þó að gæta þess aö meöal frjáls lynda demókrata gætir einnig róttækni i utanrikismálum og aö þaö var róttækari armur flokks- ins, sem mátti sin meira á þingi hans I vetur. Lambsdorff varö aö sætta sig viö þaö, aö hann réöi þar ekki eins miklu oghann heföi helzt kosið. OTTO Friedrich Wilhelm von der Venge Graf Lambsdorff er kominn af gamalli aöalsætt, sem flutti frá Westfalen til Eystrasalts fyrir 700 árum. Þar hafði ættin bólfestu sina siöan. Lambsdorff,semer 53ára gam- all, haföi ekki náö tvitugsaldri, þegar hann var kvaddur til her- þjónustu. Hann missti annan fótinn i styrjöldinni en fékk svo góða lækningu, aö honum nægir ÞAÐ VERÐUR hins vegar ekki vandalaust fyrir flokkinn að velja eftirmann Genschers i sæti utanrikisráðherra. Oftast er þó nefndur i þessu sambandi Ottó Lambsdorff greifi, sem nú gegnir embætti efnahagsmála- ráöherra. Lambsdorff greifi er talinn heyra til ihaldssamari armi flokksins og þykir þess gæta i störfum hans sem efna- hagsmálaráöherra. Flokks- bræöur hans, sem eru óánægöir meö þessa afstööu hans, telja hana koma minna aö sök, ef hann yröi utanrikisráðherra. Þar fengi hann einnig aöstööu til aö láta meira bera á sér, en margir telja flokknum nauösyn- legt aö fá meira á sjónarsviöiö einbeittan ogáberandi föringja, sem gæti hamlaö gegn vinsæld- um Helmuts Söhmidt kanslara, en djarfmannleg og ákveðin framganga hans fellur Þjóö- verjum vel i geö. Lambsdorff þykir liklegastur af foringjum Frjálslynda flokksins til aögeta keppt viö Schmidt aö þessu leyti, en hann er ólikt meiri per- sónuleiki en Genscher. Þaö get- ur hins vegar oröið nokkur spurning, hvernig honum og Schmidt myndi lynda, ef hann yröi utanrikisráöherra, þvi aö Schmidt vill lika láta til sin taka á vettvangi utanrikismálanna. Sagt er, aö kristilegir demó- kratar myndu ekki fagna þvi, ef Lambsdorff yröi utanrikisráö- herra. Astæðan væri þó ekki sú, aö þeir teldu hann mjög ósam- mála sér í utanrikismálum. Lambsdorff hefur hins vegar þótt liklegri til þess en aörir leiötogar Frjálslynda flokksins Hans-Dietrich Genscher Otto Lambsdorff aö styöjast viö staf. Eftir styrj- öldina lauk hann laganámi og gekk siöan i þjónustu trygginga- félaga og vann sér brátt mikið álit á þvi sviöi. Hugur hans beindist þó að stjórnmálum og eru 28 ár liöin siöan hann gekk i Frjálslynda flokkinn. Hannnáði þó ekki kosningu á þingiö i Bonn fyrr en 1972, en hann hefur átt þar sæti siöan Hann varð svo efnahagsmálaráöherra 1977. Sagan segir, aö hann hafi stór- lækkaö i launum, þegar hann geröist þingmaöur. Hann átti þá oröið sæti i stjórnum ýmissa fyrirtækja, sem hann varö aö sleppa, þvi aö annaö taldist ekki samrýmast þingmennskunni. Lambsdorff hefur þótt at- hafnasamur og einbeittur ráö- herra en ihaldssamur og trúaö- ur á frjálst markaöskerfi. Þaö hefur aflaö honum vinsælda meöal fréttamanna, aö hann er skjótur til svara og ómyrkur i máli. Þeir hafa launaö honum þetta með þvf aö gera hann einn þekktasta ráöherrann i stjóm Schmidts. Þrátt fyrir fötlun þá, sem Lambsdorff býr við, hefur hann stundaö Iþróttir af kappi og hlotiö mörg verölaun fyrir keppni i iþróttum fyrir fatlaöa. Hann er bindindismaöur bæöi á vin og tóbak. Lambsdorff er nýgiftur i annaö sinn og á þrjú uppkomin börn meö fyrri konu sinni. Lambsdorff var spuröur aö þvi á blaöamannafundi nokkru eftir aö hann varð ráöherra, hvernig honum gengi aö vinna með Helmut Schmidt. Hann svaraöi samstundis brosandi: „Þekkið þiö nokkurnannan ráö- herra, sem gengur þaö betur? ” Þaö stóö I svaramönnum aö svara þessu, en Schmidt þykir ekkert sérlega samvinnuþýöur viö ráðherra sina. þ þ Erlent yfirlit Verður Lambsdorff utanríkisráðherra?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.