Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. aprll 1979 3 EMMA GOLDMAN.hugsuður Emma átti oft erfitt meB að hafa i sig og á. Hið mikla starf hennar í þágu stjórnleysingja var illa launað. Hún vann i verk- smiðjum, saumaði fyrir fólk, var hjúkrunarkona, gætti barna fá- tækra innflytjenda, var nuddkona hjá þeim riku, og ritstýrði tima- ritinu Móðir jörð (Mother Earth). Lífsþráin Emma er merkilegust fyrir það hvernig hún fylgdi þeim boðum, sem hún setti fram, i einkalifi sinu. Hún sagði, að frelsið verði ekki fellt i fjötra stjórnmála-áætl- ana eða samfélags-siðgæðis. Frelsið verður að vera veruleiki hér og nú. Eitt sinn er hún var yngri dansaði hún af mikilli gleði á samkomu stjórnleysingja. Ung ur, alvarlegur maður ávitaði hana fyrir slika hegðun, sem ekki samrýmdist háleitum markmið- um. Atferli hennar hlyti að skaða hreyfinguna. Emma sagði: ,,Ég var bálreið við piltinn fyir að sýna þvilika ósvifni. Ég sagði honum að sjá um sig, — ég væri hundleið á að heyra sifellt klifað á Málefninu. Ég gæti ekki skilið, að mikilsverð hugsjón eins og stjórnleysisstefnan og frelsi undan oki hindurvitna og for- dóma, krefðist þess, að maður nyti ekki gleðinnar yfir að lifa. Ég sagði, að hugsjón okkar heimtaði ekki að ég gerðist nunna og að hreyfingin breyttist i klaustur. Ef hreyfingin krefðist þess. þá hefði ég ekkert i henni aö gera. Ég vildi lifa hugsjón mina i verki, hugsjón stjórnleysisstefn- unnar, i trássi við allan heiminn, fangelsi, ofsóknir, allt. Já, jafnvel þótt nánustu félagar minir of- sæktu mig ætlaði ég að gera hugsjón mina að veruleika”. Tveir menn Emma stóð i langri og harðri baráttu við karlmenn. A yngri árum reyndi hún að búa með tveimur körlum samtimis. A efri árum reyndi hún að fá karlmenn til að virða stjórnmálastarfsemi sina. Hvort tveggja mistókst, og hún varð alltaf að velja á milli ástarinnar og stjórnmálastarfs- ins. Hún valdi stjórnmálin, — en ekki i gleði og baráttuvilja, heldur eftir mikla umhugsun. A gamalsaldri barðist hún fyrir rétti öldunga til ástalifs og i löngum bréfum ræddi hún um gildi tilfinninganna i stjórnmála- lifinu. ,,Ef þú ekki finnur til i sambandi við mál, færð þú aldrei skilið merkingu þess,” sagði hún. endursögn á grein eftir Anita Goldman Lögreglan tók myndir af Emmu og lét þær hanga vlða á lögreglustöðvum, svo yfirvöld gætu varað sig á þessari konu. Hún sagði, að ef einhvern skorti upplýsingar um sig, væri ekkert auðveldara en að fá þær á næstu lögreglustöð. Mjög margt af hugmyndum Emmu Goldman gengur eins og rauður þráður i gegnum kven- réttindabaráttu undanfarinna ára. Einnn kvenréttindahópur Bandarikjanna kallaði sig „Her- deild Emmu Goldman”. Kven- réttindahreyfingin á dögum Emmu var ekki hrifin af henni. Emma lagði alltaf áherslu á, að öll kvennahreyfing væri barátta gegn öllu misrétti, öllum rikis- stjórnum, gegn öllu valdi. „Kosningaréttur og jafnrétti að lögum er ágætt, en frelsun kon- unnar hefst hvorki i kjörklefanum eða i réttarsalnum, heldur i huga konunnar”. Og eitt sinn hrópaði hún á fundi: „Þaömá ekki fórna ástinni fyrir jafnrétti. Getum við ekki elskað karlmenn, getum við ekki elskað, öðlumst við aldrei frelsi?”. Vísað land úr landi En það er ekki heldur unnt að fórna einstaklingnum fyrir sam- félagið. Hún var flutt til Sovét- rikjanna árið 1919 ásamt 247 öðr- um stjórnleysingjum. Bandarikin höföu fengið nóg af Emmu Gold- man. Hún hefði getað fengið góöa stöðu i Sovétrikjunum. En henni féll ekki kúgunin i hinu nýja riki sameignarsinna. Hún flúði hið nýja ófrelsi i Rússlandi og fór til Sviþjóðar. En hún var of hættuleg fyrir Svia. Um tveggja áratuga skeið bjó hún landflótta i Englandi og Frakklandi. 1940 lést hún i Kanada, en þangað hafði hún farið til að safn fé handa spænsku þjóðinni. Það er margt sem þér likar vel íþeim nýju amerisku Aflmikil 5,7 lítra 8 cyl. vél Sjálfskipting Vökvastýri Aflhemlar Styrkt fjöðrun Sæti fyrir 12 manns Millibil hjóla 125” Burðargeta 2,400 kg Úrval lita, innan og utan Chevrolet Sport Van kr.6.000.000. til sendibílstjóra Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um Chevrolet Sport Van til annarra kr. 8.2Ö0.0ÖÖ. Motors CUEVROII I CONTIAl CX DSMCXIH I BUK'K AnnrAT"' ,1féladeild i Sambandsins Ármúla 3 Rcyk/avik Simi 38900 ogbaráttu- kona

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.