Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 32

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 1. aprfl 1979 Saga Dalvikur Kristmundur Bjarna- son: Saga Dalvíkur 1. ÍJtgefandi Dalvikurbær 1978. 468 bls. Skömmu fyrir næstliöin jól kom út á vegum Dalvikurbæjar fyrra bindi sögu Dalvikur og er Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg í Skagafiröi höfund- ur þess. Kristmundurerflestum kunnugri norölenskri sögu siöari alda og hefur ritaö margt og mikiö um hana. Meöal verka hans má nefna Sögu Sauöár- króks, og ævisögu Þorsteins Damelssonar á Skipalóni, hvort tveggja mikiö verk. Sögu Dalvikur skiptir höf- undur i fjóra meginhluta, er aftur skiptast i f jölmarga undir- kafla. Fyrsti hlutinn ber yfir- skriftina Staöhættir og land- nám og er þar lýst staöháttum I Svarfaöardal, á Böggvistaöa- sandi og á Upsaströnd. Greint er frá landnámi í héraöinu, lýst fornminjum og þá einkum fjall- aö um garöa þá hina miklu, sem Svarfdælir hlóöu til landa- merkja á fyrri öldum og enn sér staö. Annar hlutinn nefnist Sveitar- hættir á 18. öld og er þar, eins og nafniö bendir til, rakin saga sveitarinnar á 18. öld. Svarfdæl- ir þóttu næsta auösælir á 18. öld, a.m.k. ef boriö er saman viö ýmis önnur héruö. Höfundur greinir orsakir þessa, lýsir vel búnaöarháttum i sveitinni, kost- um hennar og göllum og greinir ýtarlega frá sjávarútvegi Svarfdæla á þessu skeiöi. Ýms- um forystumönnum sveitarinn- ar eru gerö góö skil og einkar skemmtilegur er kaflinn um Duggu — Eyvind, Svarfdæling- inn, sem smiöaöi sér haffært þilskip aö hætti hollenskra á 18. öld. Einnig reynir höf. aö meta nokkuö áhrif launversiunar viö hollenska og enska duggara á hag manna viö Eyjafjörö. Ibúar útsveitanna viö Eyjafjörö höföu löngum drjúgt bUsÍlag af versl- un viö duggara, en erfitt mun reynast aö meta þaö til fulls, enda freistar Kristmundur þess ekki. Þaö segir þó sina sögu, aö þegar hert var eftirlit meö laun- verslun og duggarar hraktir frá landi hnignaöi mjög hagmanna Lþeim sveitum, sem mest höföu viö þá skipt. 1 þessum hluta ber einn kaflinn yfirskriftina Al- þýöuskáld. Þar er rætt um svarfdælsk skáld og hagyröinga á 18.öldogerfrásögninaf Látra — Björgu einkum athyglisverö. Þriöji hluti bókarinnar heitir i Svarfaöardalá 19. öld.Þar segir frá högum manna i dalnum, og þó einkum á Böggvisstaöasandi á öldinni sem leiö. í þessum hluta er gerö allitarleg grein fyrir útgerö Svarfdæla, fyrst bátaútgerö og siöan útgerö á þilskipum. Er sá þáttur allur hinn fróölegasti. Einnig er greint ftarlega frá þjóöhátiö Svarfdada 1874 og loks sagt frá stofnun og fyrstu starfsárum Sparisjóös Svarfdæla. Fjóröi og siöasti hluti bókar- innar nefnist á Upsaströnd og Sandi. Þar er f jallaö um upphaf byggöar á Dalvik og saga hennar rakin frá upphafi, 1881, og til aldamótanna 1900. Sagt er nákvæmlega frá flestöllum Ibú- um Dalvikur á þessu skeiöi, greint frá útgerö Dalvikinga, birtar skrár yfir báta- og skipa- eign þeirra, lýst miöum og loks sagt frá þvi er saltfiskverkun ruddi sér til rúms, en hún varö einmitt ein af undirstööum byggöarinnar. 1 þessum kafla er einnig fjallaö um húsakost hinna fyrstu Dalvikinga og inn er skotiö skemmtilegri frásögn af hinstu ferö Pólstjörnunnar. Rit Kristmundar Bjarnasonar er mikiö aö vöxtum og einkar fróölegt þeim, sem vilja kynna sér sögu mannlifs i Svarfaöar- dal og upphafs byggöar á Dal- vik. Eins og lesendur þessara lina munu hafa tekiö eftir er ýmsum veigamiklum þáttum sleppt og ber þar helst aö nefna verslunar-og félagsmálasögu. 1 formála ritsins getur höfundur þess, aö þessir þættir veröi raktir I siöara bindi. Eins og áöur sagöi er rit þetta afar fróölegt. Kristmundur Bjamason er meistari þeirrar listar, aö segja vel og skemmti- lega frá, án þess þó aö fræöi- legri nákvæmni skeiki. Hann hefúr mjög góö tök á islensku máli og veröa margar frásagnir og kaflar í bókinni þvi minnis- stæöir, löngu eftir að lestrinum er lokiö. Tvennt er þó gagnrýni vert i ritinu aö minu mati. Fyrst ber aö nefna, aö mér þykir saga ein- stakra manna tiunduð um of. Þetta á sérstaklega viö um fjórða hluta bókarinnar, þar sem nákvæmlega er greint frá öllum ibúum Dalvikur á tima- bilinu 1811-1900. Vafalaust hefur þetta mikið gildi fyrir Dalvik- inga og aðra þá, sem kannast viö umrætt fólk, en fýrir hinn al- menna lesanda, sem er litt kunnugur þar á sandinum, er þetta óþarfa nákvæmni. Hitt atriðiö er frágangur heimilda. 1 bókarlok birtir höf- undur heimildaskrá, þar sem jafnframt er leyst uppúr skammstöfunum. Þar á eftir kemur tilvitnanaskrá, þar sem nöfn allra þeirra heimilda, sem vitnaö er til I texta, eru skamm- stöfuö. Þetta fyrirkomulag er til nokkurs óhagræöis fyrir les- endur. Vilji maöur hyggja aö þvi til hvaöa heimildar er visað veröur fyrst aö lfta I tilvitnana- skrána og finna, hver skamm- stöfun heimildarinnar sé og siöan aö fletta upp I heimilda- og skammstafanaskrá til þess aö finna nafn heimildarinnar. Veröur af þessu fyrirkomulagi óþarfa tviverknaöur og einfald- ara heföi veriö aö greina heim- ildir fullum stöfum I tilvitnana- skrá. Aö öðru leyti hefur Krist- mundur Bjarnason unniö mikiö og gott verk og er rit hans tvi- mælalaust i hópi hinna bestu fræðirita, sem út komu á árinu 1978. Dalvikurbær gefur ritiö út og er þaö prentaö og unniö I prent- smiöju Odds Björnssonar á Akureyri. Er allur frágangur bókarinnar til mikils sóma og mikill fengur er aö hinum fjöl- mörgu myndum, sem hana prýöa. Áhugi fyrir héraössögu er nú mjög að aukast á Islandi og er þaö vel. Dalvikingar hafa sýnt mikiö og lofsvert framtak með þessari útgáfu og mættu ýmsir nágrannar þeirra, sem stærri eru og lengri sögu eiga, taka þá sér til fyrirmyndar. ARU Árgerð 1979 TORFÆRUBIFREIÐIN SEM SAMEINAR KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA Ummœli nokkurra SUBARU-eigenda á siðasta ári Siguröur Jónsson (Þingeyingur) kenn- ari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þing- eyjarsýslu, segir i viötali um Subaru: ,,Ég kann mjög vel við bilinn. Hann er sparneytinn, góður i hálku og snjó og rýkur i gang i hvaöa veöri sem er. Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú þrir Subaru-bilar i fjölskyldunni.” Guðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri, Skarði l.andssveit segir i viðtali um Subaru: ,,Það segir kannske best hvernig mér hefir likað við Subaru að ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, við höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg " Eyjólfur Agústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir i viðtali um Subaru: ,,Eg fékkeinn af fyrstu Subaru-bilunum og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við búskapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggðir og yfir- leitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá mér 1978 árgerðina.” Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur góðan bíl SUBARU—UMBOÐID INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Jón Þ. Þói

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.