Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. apríl 1979
PLOTUDOMAR.
Earth Wind and Fire - The best of Vol. I
FC 35647/FÁLKINN
Erath Wind & Fire hefur i gegnum árin veriö met-
söluhljómsveit I Bandarlkjunum og mörg lögin
þeirra hafa náö efst á lista hér eins og annars
staöar. Svarti kynstofninn er alisráöandi i hljóm-
sveitinni og er Earth Wind & Fire nánast eina
hljómsveitin þannig skipuö sem náö hefur alla leiö á
toppinn og haldist þar. Tónlistin er aö sjálfsögöu
Rock ’n ’Soul og hefur Earth Wind & Fire ekki haft
svo lítil áhrif á diskótónlistina sem varö æöi um
allan heim á árinu 1977 eöa svo.
Sú plata sem hér er til umræöu er fyrri platan af
sennilega tveimur „The best of”. Eru á piötunni lög
af fjórum fyrstu plötum hljómsveitarinnar aö þvi er
mér sýnist og er þar um aö ræöa gott sýnishorn
enda ekkihér um aö ræöa „Greatesthits” plötu sem
oft gefur skakka mynd af góöum hljómsveitum. En
auðvitaö eru hér lög sem oröið hafa feikivinsæl og
nægir þar aö nefna „Got to get you into my life”. Og
óhætter aöslá botninn I þetta meö því aö fullyröa aö
á þessari plötu sé margt hiö besta úr Rock ’n ’Soui
tónlistinni og þaö er ekki svo lltiö.
KEJ
Nú er boðið upp á luxusinnréttingu á Trabant
Allur gjörbreyttur aö innan. Nýtt mælaborð, bakstilling á framsætum og
hægt að leggja þau niður og allur frágangur mjög vandaður. Komið og
kynnió ykkur ótrúlega vandaðan bil á þvi sem næst leikfangaverði.
★ ★ ★ ★ +
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonarlandi við Sogaveg Simar 8-45-10 6r 8-45-11
The Stranglers - Live X Cert
UNITED ARTISTS UAG 30224/KARNABÆR
Breska nýbylgjuhljómsveitin The Stranglers,
sem er Islendingum aö góöu kunn, sendi nýlega frá
sér sina fyrstu hljómleikaplötu og nefnist sú „Live
X Cert”.
Platan er hljóörituö á hljómleikum Stranglers I
Roundhouse hljómleikahöllinni I júnl 1977 og 5. og 6.
nóvember sama ár og I Battersea Park I september
1978. Hljómleikar þessir eru sem sagt haldnir
beggja megin viö Islandsförina frægu og er þaö þvl
þeim, sem hafa samanburðinn, auövelt aö dæma
um útkomuna.
A plötunni eru alls 11 lög, þar af 8 sem hljóðrituð
eru I Roundhouse, og eru þau öll nema tvö af fyrstu
tveim stóru plötum hljómsveitarinnar. Þetta eru
lögin: (Get a) Grip (on yourself), Dagenham Dave,
Burning up time, Hanging around, Feel like a Wog,
Straighten Out og 5 minutes, en þau tvö slöast-
nefndu voru gefin út á litlum plötum.
önnur lög á plötunni eru: Curfew, Do you wanna?
Death and Night and Blood (Yukio) og Go buddy
go. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er hlut-
ur nýjustu plötunnar „Black and White” heldur rýr,
og eins saknar maöur margra af eldri lögum hljóm-
sveitarinnar.
Þaö verður þvi aö segjast eins og er aö útkoman
veldur manni miklum vonbrigöum, bæöi lögin sjálf,
meöferöin á þeim og svo upptakan sem er mein-
gölluð. Stranglers hafa greinilega veriö meira en
lltiö slappir á fyrrgreindum hljómleikum og erfitt
er aö átta sig á markmiöinu meö útgáfu þessarar
plötu, sem verður hljómsveitinni sist til fram-
dráttar.
Frá grunnskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem
fædd eru á árinu 1973) fer fram i skólum
borgarinnar þriðjudaginn 3. og miðviku-
daginn 4. april n.k., kl. 15-17 báða dagana.
Á sama tima miðvikudaginn 4. april fer
einnig fram i skólunum innritun þeirra
barna og unglinga sem þurfa að flytjast
milli skóla.
Fræðslustjórinn í Reykjavlk.
★ ★ ★-*-
Aöeins eitt til tvö lög á plötunni sleppa I gegnum
þær misþyrmingar sem þar er boöiö upp á, og meö-
ferðin á „Grip” er til háborinnar skammar.
Það eina sem virkilega stendur fyrir sinu er um-
slagiö, sem er mjög gott, og ef innihaldiö væri I
samræmi viö þaö, þá þyrfti maður ekki aö kvarta.
—ESE
Bee Gees - Spirits having flown
RSO RECORDS RS-l-3041/FÁLKINN
Þaö ætti aö vera óþarfi aö kynna áströlsku hljóm-
sveitina Bee Gees fyrir lesendum, þvi aö ferill
bræöranna þriggja sem hljómsveitina skipa er sllk-
ur aö hann á sér fáar hliöstæöur. Barry, Robin og
Maurice Gibb. standa nú á hátindi frægðarinnar,
eftir útkomu „Saturday Night Fever” og „Spirits
having flown,” og sjaldan eöa aldrei hafa vinsæidir
þeirra veriö'jafn miklar og nú.
Hljómsveitin Bee Gees er Hka fyrir margra hluta
sakir athyglisverö og hún á sér langa og merkilega
sögu. Fyrir nokkrum árum breytti hljómsveitin
gjörsamlega um stn og töldu þá margir aö dagar
hennar væru taldir, en annaö átti eftir aö koma á
daginn. Bee Gees siógu I gegn I annaö sinn og enn
rækilegar en í hið fyrra. í stað hinnar létt rokkuöu
tónlistar sem verið hafði aðalsmerki Bee Gees kom
sams konar tónlist, nema I dlskóstil, og þaö geröi
útslagið og Bee Gees að þeirri hljómsveit sem hún
er i dag.
A nýjustu plötu sinni „Spirits having flown” sýna
Bee Gees á sér allar sínar bestu hliðar og lögin á
plötunni með „Too much Heaven” og „Tragedy” I
broddi fylkingar eru hvert ööru fallegra. Aö vissu
leyti má ségja að Bee Gees séu komnir á leiðarenda
i tónlistarsköpun sinni nú, eins og þegar þeir
söðluðuyfir fyrir nokkrum árum, a.m.k. er erfitt aö
ímynda sér fullkomnari „iðnaöartónlist” en þá sem
þeir bjóöa upp á í dag, kryddaða meö hinum mjó-
róma röddum sinum, þannig aö e.t.v. er ný stefnu-
breyting innan seilingar.
Hvaö sem þvi liöur er erfitt aö vera á annarri
skoöun en aö „Spirits having flown” sé góö plata.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4, sími: 25500
auglýsir eftirtaldar stöður lausar til um-
sóknar:
1. Stöðu deildarsálfræðings við fjölskyldu-
deild stofnunarinnar, a.m.k. 3ja ára
starfsreynsla skilyrði.
Upplýsingar um stöðuna veitir yfirmað-
ur fjölskyldudeildar.
2. 70% staða ritara sem staðsettur verður
i útibúi stofnunarinnar i Asparfelli 12.
3. 50% staða skrifstofumanns hjá Heim-
ilishjálp og þjónustu, Tjarnargötu 11.
Upplýsingar um tvær siðastnefndu stöð-
urnar veitir skrifstofustjóri.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist skrifstofustjóra fyrir 22.
april n.k.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 sími 25500
★ ★ ★ ★
Það er hún svo sannarlega, hvort sem maöur er
sáttur við það sem Bee Gees eru aö gera eöa ekki.
Ef tónlistin Bee Gees er borin saman viö þaö sem
aðrir á svipaöri linu eru aö gera, þá veröur saman-
burðurinn óneitanlega hagstæöur Bee Gees, hvaö
svo sem öllum Travoltum og óiivlum llöur.
— ESE
Frábær ★ ★ ★ ★ ★ - Ágæt ★ ★ ★ ★
Viðunandl ★ ★ ★ - Slök* ★ - Léleg ★
Kðpavogskavstalur K|
Áskorun til greiðenda
fasteignagjalda í Kópavogi
Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa
lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalds
fyrir árið 1979 að gera skil innan 30 daga
frá birtingu áskorunar þessarar.
Hinn 1. mai n.k. verður krafist nauð-
ungaruppboða samkvæmt lögum nr. 49,
1951 á fasteignum þeirra er þá hafa eigi
gert full skil.
Kópavogskaupstaður