Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 14
sr 14 Sunnudagur 1. apríl 1979 1 Hvað er Gvðinga hatur? Brot úr við- tali við Léon Poliakov Hvers vegna Gyðingahatur? Þetta eiteu sem heimspekingar, mannfræðingar jmL-i 1 menn um mannlegt atferli hafa oft ve^M| Léon Poliakov gefur ekkert endanlep?Al I þeirri spurningu, en hann ræðir hins ' atriði, sem tengd eru Gyðingahatri, #gu ftéjs o j framvindu. En fyrst var hann spurðu teldi hættu á, að nú blossaðí enn á ingahatur i Evrópu. ■yo,agaofsót(nj ,r * Rtísslantfj Utt1 1 I Hann svaraöi þvi til, aö hann teldi aö ekki væri hætta á sams konar faraldri og gekk yfir álf- una á fyrstu fjórum áratugum aldarinnar. Eftir 1945 heföi dregið úr andúö á Gyöingum, enda höfðu þá gerstþeir atburö- ir, sem enga hliöstæöu eiga i þessum efnum. Pliakov telur gagnlegt að sýna sjónvarps- myndina Holocaust. Hún sýni hvernig Gyðingahatrið var i framkvæmd. A hinnbóginn var- ar hann við, aö gera Hitler að alls herjar tákni fýrir Gyðinga- haíur. Sekt hans skýli mörgum öörum, sem hafi látið að sér kveða við að kynda undir andúð á Gyðingum. Hann nefnir sér- staklega Breta, með Northcliff lávarð, eiganda Times, sem sá um að almenningur i Bretlandi kynntist falsritinu Fundargerð- ir Sionsöldunga á árunum upp úr 1920. Meðal þeirra, sem stuðluðu að andúð á Gyðingum var Winston Churchill, og starf- aði hann með Times-hópnum að þvi að koma i veg fyrir að Lloyd George semdi við Sovétstjórn- inameðþvi að láta birta þetta rit, sem reyndar var samiö af lögreglu Rússake i sara, Okhrana, og dreift viða um heim. Þrenns konar Gyöingar 1920 skrifaði Churcill, að til væru þrenns konar Gyðingar: enskir Gyðingar, sem hann hafði litið álit á, sionistar, sem hann ræddi um af miklum hita, og loks bolsevikar, sem hann fordæmir með öllu. Margir franskir menntamenn hafa veriðandstæðir Gyöingum, t.d. Déat, Drieu La Rochelle. Maurras, og Jean Giraudoux. Arið 1938 hélt þáverandi utan- rlkisráðherra Frakka, George Bonnet, veislu til heiðurs Ribbentrop, utanrikisráðherra Þjóðverja. Þangað var aðeins boðið „kynhreinum” mönnum, þ.e. arium. Þetta þýddi, að margir háttsettir embættis- menn af gyðingaættum fengu ekki boð i veisluna. Yngra fólkið trúir þessu ekki. Það hefur vanist á, að véfengja allt, sem þvi ersagtog andmæla öllu sem eldra fólkiðsegir. Þess vegna heldur það, að sögurnar um Hitler og gasklefana séu ýkjur, uppáfinning eins og svo margt annað. Það tekur þessu eins og hverjum öðrum áróðri. Gyðingar trúðu þvl ekki sjálfir fyrst i stað. Þeir héldu, aö þeir, sem voru fluttir brott kæmu aftur. Auschwitz og Buchen- wald opnuðu augu manna fyrir sannleikanum. Menn gátu ekki trúað þessu Fleira kom til, að menn efuð- ust um sannleiksgildi sagnanna um útrýmingu Gyðinga: aldrei áður hafði veriö gerð tilraun tU að finna „endanlega lausn” á þvi, sem kallað var „gyðinga- vandamálið”. Aldrei áður hafði verið reynt að útrýma I eitt skipti fyrir öllfólki af tilteknum uppruna, fólki, sem þrátt íýrir allt var samrunnið þjóðum Evrópu, óaðskUjanlegt, menn- ingarlega og félagslega,Frökk- um, Þjóðverjum, Pólverjum, Tékkum. Poliakov telur, að nú sé samt minni hætta á að Gyðingaof- sóknir brjótist út en fyrir 40 ár- um. Abyrgir aðilar, bæði vis- indamenn og kirkjunnar menn eru á verði, og fleiri tæki eru til að hafa jákvæö áhrif á almenn- ingsálit en áður. Þó er það svo, að komi tU þess, t.d. að ísraels- riki liði undir lok, og tvær millj- ónir Gyðinga flytjisttU Evrópu, þá má búast við að upp úr sjóði, og staða Gyðinga verði aftur mjög miklu lakari en nú er. Rætur Gyöingahaturs En hverjar eru rætur Gyð- ingahatursins I Evrópu á siðari tímum? Uppgangur borgarastéttar- innará 18. öldleiddi til batnandi stöðu Gyðinga I Vestur-Evrópu. Arið 1791 fengu Gyðingar full borgararéttindi i Frakklandi. Napoleonfylgdiþeirristefnu, að gera Gyðinga að fullgildum borgurum I franska rikinu. m.a. kaUaði hann saman stór- ráð Gyðinga árið 1807. Það hvarf þó brátt úr sögunni, lik- lega vegna áhrUa kirkjunnar manna, sem breiddu út, fyrstir manna, orðróm um al- heims-samsæri Gyðinga. Þetta varð til þess, að I sumum héruðum Frakka voru Gyðing- um settar sérstakar reglur. Gyðingahatrið i Þýskalandi á sér langa sögu. Lúther hamaðist gegn Gyðingum, og hugmynd- ' irnar um Germani, sem hinn hreina kynstofn, eru tU I fom- öld. Heine, sem var þýskur Gyð- ingur skopast að þessum hug- myndum er hann segir: Vér er- um mesta þjóð I heimi, vér fundum upp púörið og prentUst- ina, konungar vorir sitja á öll- um veldisstólum, og Roth- schUdar vorir eiga aUar kaup- haUir Evrópu. Gyðingar voru fjölmennir i Þýskalandi, og þeir brutust til vegs og viröingar á öllum sviö- um. Istjórnmálum hlutu þeir að skipa sér I þá sveit, sem barðist gegn kynþáttahyggju, þjóð- rembingi, Uialdssemi. úr þeirra hópi hlutu þvi menn eins og Marx og Lasalle aö koma. Úr páfagarði blés oft kalt til Gyðinga á 19. öldinni, og hafði það áhrif á afstöðu kaþólskra tU þeirra. „Hinir sviksömu Gyð- ingar” voru þeir, sem ákærðu Krist og fengu hann krossfest- an. Afplánunþeirrar syndar var langvinn og miskunnarlaus samkvæmt skoðun margra guð- fræðinga. Goösagan um aría Goðsagan um ariana átti sinn þátt i að kynda undir andúð á Gyðingum. Ariarnir áttu að vera hinn „hreini” og tigni kynþáttur, öðrum betri og skynsamari. Blöndun og sam- skipti við aðra kynþætti var tal- in tU skaða og úrkynjunar. Þó ber að hafa i huga, að Friedrich Schlegel, sem bjó til orðið arii, var ekki með kynþætti i huga, heldur þjóðir, sem skiptust eftir tungumáli og menningu. Schlegel vargiftur konuaf Gyð- ingaættum, og barðist gegn Gyðingahatri. Hugmyndin um ariana, er rómantísk í hæsta máta. Schlegel áleit, að I Himalaya-fjöllum heföi búið úr- valsþjóð, sem fjölgaði og sótti niðúr á sléttur Indlands og i vesturátt til Evrópu. Hann dáði indverska dulspeki, og skrifaði bókina Viska Indlands. Svipað- ar skoðanir á dulinni þekkingu Indverja og þá einkum fólks I SS Himalayjadölunum, hefúr verið SS lifseig meðal menntafólks I Evrópu. SS; Kynþáttahugtakið kom upp á Upplýsingatimanum. Linné to skipti mannkyninu I f jóra kyn- þætti, hvlta menn, svarta, rauða 5» og gula. Hörundsliturinn var NS látinn ráða flokkuninni. Gyðing- §§ ar voru hvltir menn, og þar af SS leiðandi voru þeir ekki talinn SS sérstakur kynþáttur. Andúðin á ® þeim átti sér menningarlegar SS og trúarlegar forsendur. SSÍ Kant og kynþáttahyggjan Heimspekingurinn Kant átti SSJ mikinn þátt i að móta hugmynd- w irnar um kynþætti. Hann var KS áhugamaður um mannfræði og 5» fordæmdi blöndun kynþátta, >SS þar eð „betri” kynþáttur gæti SS ekkiblandast,,lakari”kynþætti SS án þess að úrkynjast. Kant var xS lika fjandsamlegur Gyðingum SS og skrifaði niðrandi um þá. SS Hann vildi að þeir hyrfu og SS| trúarbrögð þeirra dæju út. trúarbrögð þeirra dæj Sumir heimspekingar Upp- lýsingatimans töldu þó, að eina ráðið til að draga úr hættunni af lakari kynþáttum væri að láta þá blandast hinum betri og hæf- En Gyðingar voru ekki aðeins $SS taldir óæðri kynþáttur, trúar- SS brögð þeirra voru fyrirlitin. SS Þarna blandaðist þvl saman SS kynþáttahyggja og trúar- SS ofstæki, — með hörmulegum af- SS; leiðingum fyrir alla Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.