Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 1. apríl 1979 77. tölublað—63. árgangur Emma Goldman - kvenréttindakona á undan sinni samtíö • Sjá bls. 2 Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik ^ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 §£SM£ Fagnaöarfundir... þeir Högni Torfason og Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, sjást hér taka á móti Karpov á Keflavikurflugvelli á laugardagsmorgun- inn' (Timamynd Róbert) Karpov á íslandi Ætlar að hnekkja heimsmeti Horts I fjöltefli I Sigtúni i dag kl. 3. Þaö er ánægjuiegt aö vera kom- inn til íslands — skákþjóöarinnar miklu, sagöi Anatoly Karpov, heimsmeistarinn snjaiii i skák, sem kom óvænt i stutta heimsókn til tslands i gær (laugardags- morgun), en hann ákvaö aö koma hingaö á leið sinni til Kanada, þar sem hann verður meöal þátt- takenda I sterkasta skákmóti allra tima, sem fer fram I Montreal um næstu helgi. Karpov sagöi, aö aöalástæöan fyrirþviað hann kæmi hingaönú, væri að semja um þátttöku í ,,Friöri ks mó t i nu ”, sem fýrirhugaö væri hér i mai' — Þvi miður sé ég mér ekki fært að taka þátt I mótinu en væntanlega mun ég tefla hér siöar á árinu. Forystumenn Skáksambands íslands tóku á móti Karpov á Keflavikurflugvelli — þeir Einar S. Einarsson, forseti skáksam- bandsins og Högni Torfason, varaforseti samandsins og voru miklir fagnaðarfundir. ,,Spennandi mót — og geysisterkt” — Veröur mótiö f Kanada ekki þaöallra sterkasta, sem þú hefur tekiö þátt i? — Jú, þaöer hægt aö segja þaö — það veröur geysilega sterkt og reikna ég fastlega meö þvi, aö það veröi spennandi og tvisýnt. Það er erfitt aö vera heimsmeist- ari i' þvi, þar sem allir þátttak- endur veröa ákveönir aö leggja mig að velli. Heimsbikarmótið „World Chess Cup” i Montreal er i hæsta styrkleikaflokki — og taka 10 af sterkustu skákmönnum heims þátt i þvi og veröur tefld tvöföld umferö. Þeir sem taka þátt i' mótinu eru: Anatoly Karpov, heims- meistari (2705) Sovétrikjunum, Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari (2640), Sovétrlkj- unum, Lajos Portisch (2640) Ung- verjalandi, Jan Timman (2625) Hollandi, Bent Larsen (2620) Danmörku, Mikhail Tal (2615) Sovétrikjunum, Vlastimil Hort (2600) Tékkóslóvakiu, Robert Hubner (2595) V-Þýskalandi, Ljubomir Ljubojevic (2590), Júgóslaviu og Lubomir Kavalek (2590) Bandarikjunum, sem er jafnframt einn af aöalskipuleggj- endum mótsins. Verölaun eru svimandi há miöaöviö þaösem venjulega er á skákmótum eöa $25.000 i 1. verölaun (Isl. kr. 9.999.999), en $4000 i 10. verölaun (Isl. kr. 1.500.000) Ætlar að hnekkja heims- meti Harts Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, sagöi aö þaö væri mjög ánægjulegt aö Karpov hafi komiö til Islands til aö ræöa málin — í sambandi viö „Friö- riksmótiö”. — Eftir að viö höfum rætt viö Karpov, þá gerum viö okkur miklar vonir um, aö hann komi hingaö I desember og taki hér þátt I fjögurra manna móti — ásamt Friðrik, Larsen og Hort. Þá getur fariö svo, aö þeir Hubn- er og Timman taki einnig þátt i því móti, en ég mun ræöa viö þá i Kanada um þaö. Þá sagöi Einar, aö Karpov hafi ákveöiö aö reyna aö hnekkja heimsmeti Horts i fjöltefli, sem hann setti hér fyrir tveimur árum. — Það hefur veriö ákveöiö aö fjöltefliö hefjist á morgun (sunnudag) i' Sigtúni viö Suöurla ndsbraut og hefjist þaö kl. 3. Viö höfum nú þegar safnað saman 800 manns, en alls geta llOOmanns tekið þátt I fjölteflinu. Þeir sem hafa áhuga aö vera meö eru beðnir aö mæta tímalega og hafa meö sér töfl, sagði Einar. 1 Tímanum á þriöjudaginn veröur einkaviötal Timans viö Karpov. Þursaflokkurinn með hljómleika i Alþingishúsinu Sjá Nútímann bls. 22-23 „Mórallinn er mikið að breytast” — viðtal við Óskar Friðriksson, starfsmann S.Á.Á. ■ Sjá bls. 16-17 Viðtal við Ásgeir Bjarnþórsson, listmálara — Sjá bls. 10 og 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.