Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 1. apríl 1979 Ásgeir Bjarnþórsson listmálari er áttræður I dag, sunnudaginn 1. april 1979. Af þvi tilefni opnar liann málverka- sýningu á þessum degi og einnig af þessu sama tilefni fékk blaðamaður frá Tím- anum að spjalla við Ásgeir fyrir skömmu. ,,í»etta er vitleysa úr ykkur...” Asgeir Bjarnþórsson er svo þjóökunnur maöur, aö þaö væri allt aö þvi móögandi aö fara aö skrifa hér einhvern formála i þvi skyni aö kynna hann fyrir lesendum. Þess vegna er nú best aö sleppa öllum slikum málalengingum og tefja ekki samtaliö meö þarflitlu masi. Og þá er það fyrsta spurning- in, Asgeir: — Þú ert vist búinn að halda margar málverkasýningar um dagana? — Já, ég hef haldið nokkrar sýningar, bæöi innan lands og utan en þó eru þær ekkert ákaf- lega margar. Flestar hafa þær verið i Bretlandi. Ég hélt sýningu i London áriö 1947, en svo hélt sú sýning áfram og þaö var sýnt i tiu borgum á Bret- landi, fyrir utan London næstu tvö árin. Þessari sýningu minni var ákaflega vel tekiö eins og sjá má af þessu. Ég haföi áöur sýnt i Kaup- mannahöfn, þegar ég var strák- ur, eitthvað um þritugt, og fékk góðar viötökur þar lika. Nokkru eftir að ég sýndi i Bretlandi sýndi ég í Róm, og þar fékk ég bestu viötökur, sem ég hef nokkurs staðar hlotiö. — Hvernig var aö halda mál- verkasýningu i útlöndum fyrir rösklega þrjátiu árum? Var eitthvað upp úr þvi að hafa? — Nei, þaö var ekkert upp úr þvi að hafa i Bretlandi, þvi að Bretar máttu ekki kaupa neina list, þarna á fyrstu árunum eftir loksiðari heimsstyrjaldarinnar. — Sýningarnar hafa samt kostað listamanninn mikið i beinum fjárútlátum? — Já, ekki vantaði það. Ég fékk leigðaneinnbesta sýningar sal Lundúnaborgar og það kostaði skildinginn aö sýna þar, en eftir aö sýningin fór aö flakka þetta borg úr borg, þá var þaö mér að kostnaöarlausu. I Róm seldi ég ekki myndir vegna þess, aö þær komu alltof seint þangaö, miklu seinna en ákvarðaö var. Fólk flykktist aö, daginn sem átti aö opna sýning- una, — en þá voru þar bara ekki neinar myndir! Ég haföi gert ráöstafanir til þess aö fá myndirnar flugleiöis til Rómar, en þaö fór þá ekki betur en þetta. ..Hver listamaður málar eins og Guð og samviskan segir honum... 1 Róm talaði ég viö list- fræöing, sem var alveg hissa á þvi, hve myndir minar væru jafn-góðar, enég haföi af ásettu ráöi haft sýninguna eins blandaöa ogéggat, — allar teg- undir mynda. Hann hélt, að þessu marki væri aöeins hægt aö ná með þvi aö vinna sig áfram á einu ákveönu sviöi myndlistar. Ég svaraði honum og sagði: „Þetta er vitleysa úr ykkur, — tómur bjánaskapur. Þvi fleira sem menn fást við, þeim mun meira fer þeim fram, — i öllu sem þeir leggja stund Göfu gmen ni og snillingur — Varst þú ekki kornungur, þegar þú byrjaöir að mála? — Ég byrjaði aö teikna þegar ég var barn. Ég var svo ungur, að ég var ekki einu sinni oröinn skrifandi. Niels heitinn Dungal gaf mér fyrstu litina sem ég eignaðist, þvi aö hann var hjá foreldrum mi'num á sumrin, þegar hann var barn. Foreldrar minir hættu búskap, þegar ég var tíu ára gamall. Þá lá leiö min til Reykjavikur, og þar komstég fyrsti kynni viö vatns- liti og málaöi mikiö með þeim. Þegar ég var 12-13 ára, fór ég aö mála með oliulitum. Fyrsti kennari minn var Sig- riður Björnsdóttir, frænka min, systir Sveins Björnssonar for- seta. En venjulega uröu timarn- ir hjá henni þannig, að ég fór að kenna hennar krökkum. — Næsta vetur lærði ég hjá Lauf- eyju Vilhjálmsdóttur. Þegar hinir krakkarnir kölluðu á mig og báöu mig aö hjálpa sér, svaraði Laufey ævinlega: Nei, hann Asgeir þarf aö fá tfma tíl aö teikna, eins og þiö. Ég mun hafa verið sextán ára gamall, þegar ég hóf nám hjá Rikaröi Jónssyni, sem þá var nýkominn heim frá námi. Og, Drottinn minn dýri! Hvilikur kennari! Hvilikur snillingur og göfugmenni! Ég teiknaði og teiknaði, frá morgni til kvölds. Hann sagði oft viö mig, að ég teiknaði of lengi i einu, ég yrði alltof þreyttur að keppast svona við. En ég var ekki þreyttur. Það var ekki hægt að vera þreyttur i nærveru þessa yndis- lega manns. Þegar ég var tvftugur, fór ég til Kaupmannahafnar. Aöal- kennari minn þar var Viggo Brant. Siöan fór ég til Þýska- lands og stansaði talsvert lengi i Berlin, þvi aö það var svo mikið af góðum söfnum þar, sem mig langaði til að skoöa. Frá Berlin fór ég til Leipzig, þaðan til Dresden, og staönæmdist aö lokum i Miinchen. I Mimchen gekk ég á myndhöggvaraskóla, — ekki af þvi aö ég ætlaði aö verða myndhöggvari, heldur tíl þess aö læra liffærafræöina. — Þarna eignaöist ég ýmsa góða félaga, aöallega tvo Norðmenn og viö fórum oft um helgar til borga i grenndinni, þar sem góö söfn voru. Nokkru seinna fór ég til Parisar og þaöan til ...og það held ég að ég hafi gert...” Suður-Frakklands, m.a. til Cagnes, sem er mikill lista- mannabær. Þar er ákaflega faUegt. Renoir „uppgötvaði” þennan staö í sinni tið og bjó þar lengi. Ég varð ákaflega hrifinn af Renoir og mörgum öörum málurum, að ógleymdum sjálf- um kónginum, Rembrandt, en ég held, aö þess sjáist ekki mikil merki i verkum minum. Hver einasti málari, eða listamaður á hvaða sviði sem er, verður aö visu fyrir áhrifum frá öðrum, en hanp fer ekki að stæla þá. Hann málar eins og Guö og samvfek- an segja honum, og það held ég að ég hafi gert, frá þvi ég var barn. Asgeir Bjarnþórsson. Tímamynd Tryggvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.