Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. aprll 1979 9 Wimm Hinn gullni meðalvegur Uppreisn frá miðju er hvatning til að bæta mannlíf Tvö ár eru nú liðin sföan þrir danskir menntamenn gáfu út búk um samfélagsskipan þá, sem þeir töldu æskilegan kost i staö þeirra úrræöa, sem til þessa hefúr mest boriö á þegar fjallað hefur veriö um fram- tiöarþjúðfélagið. Þeir sögöu aö hugmyndirnar væru uppreisn frá miöju, þ.e.a.s. þau öfl, sem eru mitt á milli auömagns- hyggjunnar og marxismans, heföu fram aö færa ýmislegt um heppileg form mannlegs samfé- lags. Búkin Oprör fra midten heftir vakiðgifurlega athygli og verið gagnrýnd úr öllum áttum. Sumir segja, að hún sé ekkert annað en dulbúin sameignar- stefna, aðrir, að hún sé úraunsæ frjálslyndisstefna. Hvað um það, þá hefur bókin og boðskapur höfundanna, Helveg-Petersens, Niels Meyers og Villy Sörenssens, náð til margra, og þrátt fyrir mismun- andi skoðanir á framtföarþjúð- félagi þvi, sem þeir boða, eru menn á einu máM um, aö aUar þjúðfélagsumræður hljúti aö verða nokkuð aðrar eftir aö búk- in kom fram, en áður var. I búk- inni er hvorki mælt með mannúðlegri sameignarstefnu né heppilegri samkeppni manna og stétta. Miklu fremur leggja höfundarnir áherslu á hve þarfir manna séu tengdar menningu og umhverfi á hverj- um stað. Þeir andmæla þvi, að eitt kerfi, hvort sem er efna- hagslegt eða stjúrnmálalegt, sé hiö eina rétta. Hvert land, jafn- vel hvert hérað og starfsstétt knýi á um sérstakar þarfir. Frelsi til að velja er frelsi til að vera ekki háður fjarstýringu stjúrnmálamanna, sem fylgja einstrengingslegum kenningum um efnahagskerfi og hlutverk þeirra. Meðal höfunda búkarinnar Oprör fra midten var rithöf- undurinn ViUy Sörensen. Ný- lega kom út greinasafn eftir hann þar, sem hann segir m.a. frá nokkrum hugmyndum, sem áttuþátti'þvi.að þeir félagarnir réðust i að skrifa heila búk um þjúðskipulag frá sjúnarhorni fr jálslyndis og mannúðarstefnu. Villy Sörensen skrifar margt um heimspeki. Hann hefur samið mikil verk um Sören Kirkegaard, og um Seneca hefur hann einnig ritað verk, sem mikið lof er boriö á. 1 ritgerðasafninu Den gyldne middelvej og andre debatinlaeg fra 70’erne segir hann frá eigin reynslu i þjúðfélaginu. Meðal annars eru þarna frá- sagnir af reynslu höfundar af ýmsum sjúkrahúsum. Þar rakst og þjóðlíf hann á hið sama og annars staðar í þjúðfélaginu, — spenn- una milli frjálsra umgengnis- hátta og úpersúnuleg samskipti, sem honum finnst verða æ skýrara einkenni á nútimasam- félagi. Þetta samfélag er að hans dúmi upptekið af visindum og hagfræði, en gleymir mann- eskjunni og þörfum hennar. „Það er eins og við séum að gera að engu hina mörgu já- kvæðu þætti þróunarinnar. Okkur er nauðsyn að „endur- fæðast”, þannigað manneskjan hætti að vera háð kerfinu”. Villy Sörensen ræðir um, að menn skuU ekki vera rúttækir i öfgunum, heldur í þvi, sem er miðlægt. Það er millivegurinn, sem máU skiptir, hinn guUni meðalvegur, sem fara verður þegar menn hverfa frá hug- myndkerfum til hægri og vinstri. A þessum meðalvegi sameinast stjórnmálalegt frelsi og efnalegt jafnrétti. Þarna hafa báöir aðilar rétt fyrir sér, enekki bara annar. „Viövitum, að menn geta ekki búið saman án eindrægni, sjálfstæðis, ábyrgðar, kærleika, frelsis og réttlætis, — en það er sagt vera fjarstæðukennt draumarugl og byggja samfélagið á þessum þáttum, eins og hyldjúp gjá að- skilji mannlifiö og samfélags- lifið”, skrifar Villy Sörensen. í bókinni reyndu þeir félagarnir að samræma mannlif og samfé- lagslif. Þess vegna eru hug- myndir þeirra þremenninganna umhugsunarefni aUra þeirra sem áhuga hafa á mannlifi og þjúðfélagsskipan. Frlmerkjasafnarinn „London —1980” Fyrri alþjúðlega frimerkja- sýningin árið 1980, verður haldin i London dagana 6.-14. mai. Umboðsmaöur sýning- arinnar hér er undirritaður i Pústhólf 52 530-Hvammstangi, og geta menn snúið sér meö fyrirspurnir til min. Það skal tekiö fram, aö ekki veröur neinum vandkvæðum bundiö að sýna bæði á LONDON 80 og NORWEX-80, sem haldin verður iOslú i júni, þvi að undir- ritaður mun persónulega annast flutning sýningarefnis frá London til Oslú, en þaöan verða sýnendur svo að gefa fyrirmæli um hvernig senda á. Þvi er lofaö aö þetta veröi stærsta frimerkjasýning, sem nokkru sinni hefúr verið haldin i Sameinaöa Konungdæminu. Þar verða um 4000 rammar i samkeppnideild sem hver um sig tekur sextán siður i venju- legri stærð 22x29 cm. Þá verða mörg fræg söfn sér- staklega boðin, eins og safn bresku krúnunnar. Þarna verða einnig 200sölubásar póststjúrna, kaupmanna og ft>rlaga er gefa út blöð og bækur um þessi efni. En i þeim verða vist breska púststjórnin og Crown Agents þeir sterkustu i sölunni. Barnagæsla fyrir gesti með smáböm, verður á staönum og auk þess svæði fyrir unglinga, þar sem þeim verður kennt, hvernig þeir eiga að fá meiri ánægju út úr frimerkjasöfnun- inni. Georg South, núverandi for- seti Konunglega frimerkja- fræðafélagsins, er formaður sýningarnefndar, Varáfor- maður er Ronald Butler, sem er einnig varaforseti félagsins og safnvörður þess, þá er og Sidney Leverton varaformaður, en hann er varaformaður félags- skapar þess er vinnur að kynningu frimerkja og frimerkjasöfnúnar á Bretlandi. Gjaldkeri er Ronald A.G. Lee, en hann er einn með þekktari alþjóðlegum dúmurum, fyrr- verandi forseti Konunglega fri- merkjafræöifélagsins og fram- kvæmdastjóri PHIL- YMPIA-1970. Sýningaruppsetning er i höndum nefndar undir forustu Alan Huggins, sem er að ganga frá dómnefnd og umboðs- mannaöflun um þessar mundir. En aðalkommissarar hafa verið útnefndir i Englandi: Ernest Hugen og Marjorie Humble. Þekkja þau allir, sem sótt hafa stærri sýningar, sem einstak- lega elskulegt fólk og gott við- skiptis. Eric Etkin sér um versl- unarhUðina, en framkvæmd er i höndum fyrirtækisins Philatelic Events Ltd. Earls Court Exhibitjpn Building, Warwick Road London SW5 9TA, England. Þá er fyrsta timarit sýningar- innar væntanlegt I næsta mánuði og hægt er aö gerast meðlimur i klúbbi sýningar- innar fyrir 25 pund eða 50 doUara. Fær sá er þaö gerir allt prentað mál um sýninguna, katalogue og skrá um verðlaun. Þá fær sá hinn sami aðgang aö einkaklúbbi á sýningarsvæöinu, en þar verða aðeins fáir teknir inn. Veröur þá að skrifa beint til sýningarinnar, en þar er heimiUsfangið: The Secretary, LONDON 1980, P.O. Box 300, London W C2R ÍAF, England. Sigurður H. Þorsteinsson Fullkominn Þegar hönnun og framleiösla skíða er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurríkismönnum á sporöi. Nú býður Sportval ótrulegt úrval hinna heimsfrægu skiða þeirra - ogallirfinna skíðiviðsitt hæfi, Fjölskyldur, byrjendur. áhugamenn, keppendur, - leiðin liggur i Sportval. SALOMON 727 Frönsk tækni, byggð á áratuga reynslu, nýtur sin til fulls í Salomon öryggisbindingunum, - ..öruggustu öryggisbindingunum'’ Caber. Allir eru sammála um fegurð og gæði ítölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluö meistarahönnun og framleiðsla. A I Vió Hlemmtorg-simar 14390 & 26690 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.