Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SUBARU FORESTER CS
Nýskr. 02.06 - Beinskiptur - Ekinn 10þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.390
.000.
-
Noregur, Ísland, Ástralía, Írland og
Svíþjóð raða sér í efstu sæti lífskjaralista Sameinuðu
þjóðanna (HDI), sem gefinn er út með þróunarskýrslu
stofnunarinnar í ár (Human Development Report).
Í lífskjaralistanum er tekið tillit til þriggja þátta,
lífslíkna, menntunarstigs og þjóðartekna á mann
samkvæmt kaupmáttarstuðli.
Verst eru lífskjörin samkvæmt þessari mælingu í
Afríkuríkinu Níger. Það vermir botnsæti listans, það
177., með lífskjarastuðulinn 0,311. Ísland mælist með
stuðulinn 0,96 en Noregur 0,965.
Yfirskrift þróunarskýrslu SÞ í ár er „Handan
skorts: Völd, fátækt og vatnskreppan í heiminum“.
Eins og fram kom í máli Sørens Mandrup Petersen,
fulltrúa norrænu skrifstofu þróunaráætlunar
Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem kynnti skýrsluna á
blaðamannafundi í Reykjavík í gær, er í henni vakin
athygli á þeim alvarlega vanda sem skortur á aðgengi
að neysluvatni veldur í þróunarlöndunum.
Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, kynnti á fundin-
um umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni sem
stofnunin er að hefja í Malaví. Verkefnið verður unnið
í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðs-
stjórnir á Monkey Bay-svæðinu í suðurhluta landsins.
Um er að ræða verkefni til fjögurra ára sem hefst
fyrir áramót og lýkur í árslok 2010. Verkefnið er stórt
á mælikvarða Þróunarsamvinnustofnunar. Kostnaðar-
tölur hljóða upp á rúmlega þrjár milljónir Bandaríkja-
dala fyrir verkið í heild, þar af er hlutur ÞSSÍ alls 2,6
milljónir dala eða rúmlega 180 milljónir króna.
.
Niðurstaða efna-
rannsóknar á fimmtán e-töflum
sem lögreglan í Reykjavík gerði
upptækar hjá rúmlega þrítugum
karlmanni hinn 7. nóvember
liggur nú fyrir. Ekkert kom fram
sem benti til þess að þær
innihéldu eitur.
Rannsóknin fór fram í ljósi
þess að skammt er síðan að stúlka
lést eftir inntöku e-töflu og tveir
unglingspiltar urðu fárveikir og
voru fluttir á sjúkrahús um sömu
helgi. Grunur vaknaði um að á
markaðinum væru baneitraðar e-
töflur. Því var efnið sem tekið var
af manninum sent til rannsóknar í
flýtimeðferð. Maðurinn sem hafði
töflurnar í fórum sínum reyndist
einnig vera með um 30 grömm af
amfetamíni.
Ekkert eiturefni
í e-töflunum
Talsvert hefur verið
um að innflytjendur sem búsettir
eru hér á landi hafi hringt í
Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggj-
um sínum og kvíða vegna þeirrar
umræðu um innflytjendamál sem
á sér stað nú, að sögn Einars
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
þess.
„Fólk hefur áhyggjur af stöðu
sinni í samfélaginu og það hefur
áhyggjur af framtíðinni,“ segir
Einar. „Þeir sem hafa hringt er
fólk sem sest hefur hér að og
horfir til búsetu hér til framtíðar.
Það veltir fyrir sér hvert stefni
með þessari umræðu.“
Einar segir að þeir sem hringt
hafi vegna þessa séu frá ýmsum
löndum. Þá hafi fólk sem komið
hafi í Alþjóðahúsið annarra
erinda einnig rætt um áhyggjur
sínar vegna innflytjendaumræð-
unnar.
„Þó svo að ekki skynji allir
umræðuna, þar sem ekki allir
fylgjast með íslenskum fjölmiðl-
um, þá held ég að langflestir viti
um hana og að hún sé rædd í hópi
innflytjenda. Þá tel ég að and-
rúmsloft sé erfiðara á ýmsum
vinnustöðum nú en áður, því fólk
er svo fljótt til. Ég get ímyndað
mér að andúð sé nú sýnilegri inni
á vinnustöðum. Þegar fólk sem er
áberandi í samfélaginu, hvort
sem það eru þingmenn eða aðrir,
tjáir sig opinberlega um ákveðin
málefni á einhvern ákveðinn hátt
þá finna aðrir ef til vill réttlæt-
ingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu
og réttlætingu fyrir að gera það
ljósara inni á sínu svæði, vegna
þess að viðhorfið hefur verið
samþykkt í opinberri umræðu.
En það er reynsla okkar að það
þurfi mikið að ganga á hjá þessu
fólki áður en það fer að kvarta.“
Einar bendir á að fólk eigi
fárra kosta völ hér á landi, sé því
mismunað á grundvelli uppruna.
Það þurfi að kæra til lögreglu
sem hegningarlagabrot og síðan
sé tekin ákvörðun um framhald
máls. Þetta sé því miklu lengra og
flóknara ferli hér á landi heldur
en í löndum Evrópusambandsins
og í Noregi. Þar séu til staðar lög
sem banni mismunun. Nóg sé að
viðkomandi tilkynni mismunun
og þá fari rannsókn af stað.
„En það er alveg klárt að þess-
ar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa
áhrif á líðan fólks,“ segir Einar.
„Óvissan um framtíðina verður
meiri.“
Innflytjendur lýsa
áhyggjum og kvíða
Talsvert er um að innflytjendur sem búa hér hringi í Alþjóðahús til að lýsa
áhyggjum og kvíða vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað hér á landi um
innflytjendamál. Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu.
Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, skoraði
í gær á aðildarþjóðirnar að taka
sig á og verja meira fé til
varnarmála. Aðeins sjö af 26
NATO-ríkjum verja í þau fullum
tveimur prósentum af landsfram-
leiðslu, eins og NATO ætlast til að
hvert og eitt þeirra geri.
Ísland er eina NATO-ríkið sem
hefur engin útgjöld til varnar-
mála á fjárlögum. Við brottför
varnarliðsins hefur réttlæting
Íslendinga fyrir því að þeir spari
sér þennan útgjaldalið veikst til
muna. Tvö prósent af landsfram-
leiðslu Íslands samsvarar um
tuttugu milljörðum.
Scheffer brýnir
NATO-þjóðir
Jóhannes Jónsson var
yfirheyrður í gær af starfsmönn-
um embættis Ríkislögreglustjóra
vegna rannsóknar á meintum
skattalagabrotum er tengjast
starfsemi Fjárfestingafélagsins
Gaums. Jóhannes er stjórnarfor-
maður í félaginu.
Jóhannes var yfirheyrður í tvo
og hálfan tíma í húsakynnum
Ríkislögreglustjóra. „Ég þurfti að
vera í þessu musteri réttlætisins í
um tvo og hálfan tíma. Mér finnst
með ólíkindum að Jón H.B.
Snorrason og Haraldur Johann-
essen fái að stjórna enn einni
aðförinni að mér, fjölskyldu
minni og fyrirtækinu sem við
tengjumst,“ sagði Jóhannes.
Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs og sonur Jóhann-
esar Jónssonar, hefur þegar verið
yfirheyrður vegna rannsóknar
Ríkislögreglustjóra á meintum
skattalagabrotum Baugs og
Gaums.
Spurður út í
starfsemi Gaums
Er pólitík orðin keppni í pen-
ingaeyðslu?
Ummerki um að kókaín
hafi verið haft um hönd fundust á
þremur af 30 klósettum danska
þinghússins í Kristjánsborgarhöll í
Kaupmannahöfn, að því er danska
blaðið BT greindi frá í gær.
Þingforsetinn, Christian Mejdahl,
segist sleginn og að málið sé tilefni
lögreglurannsóknar.
Í rannsókn BT var sama
kókaínprófi beitt og lögreglan
notar við leit að fíkniefnum.
Klósettin þrjú þar sem kókaínleif-
ar fundust eru í þeim hluta
Kristjánsborgarhallar sem kallast
Provianthuset.
Kókaín á þing-
húsklósettum
„Það er búið að vera storm-
ur og krapahríð í allan dag,“
sagði Jón Ingólfsson, bóndi og
veðurathugunarmaður á Skjald-
þingsstöðum, í gærkvöld. Þar
mældist langmest úrkoma í gær
á landinu, 51 millimetri.
Vonskuveður var víða um land
í gær.
Lögreglan á Húsavík sagði að
þar hefði snjóað allan daginn og
gengið á með hvassviðri. Í gær-
kvöld var orðið þungfært innan-
bæjar og ekkert ferðaveður um
héraðið og austur í land.
Milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur
var sömuleiðis hríðarveður og
þungfært.
Á Akureyri var kominn tals-
verður snjór en lögreglan sagði
engin stórtíðindi vegna veðurs
þar. Illviðri var milli Hofsóss og
Siglufjarðar og stórhríð á Þver-
árfjalli.
Hjá lögreglunni á Blönduósi
fengust þær upplýsingar að fólk
hefði lítið treyst sér til að aka
Langadal vegna gríðarlegs
hvassviðris. Vindhviður þar hafi
farið um og yfir 40 metra á sek-
úndu í „baneitruðum“ strengj-
um.
Á Blönduósi var nokkuð um að
hlutir fykju til, meðal annars
bárujárn. Á Skagaströnd
skemmdist bátur í höfninni þegar
hann rakst utan í annan.
Á Vesturlandi var sömuleiðis
mikið hvassviðri.
Veðurstofan sagði að smám
saman drægi úr vindi þegar liði á
daginn í dag.
Hvassviðri og hríð röskuðu umferð