Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 4
 Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akur- eyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefa- högg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtök- una hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti“, eins og segir orðrétt í dómnum. „Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast- vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanes- braut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má senni- legt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átaka- svæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borg- arplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu sam- hengi.“ Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna Markaðsstjóri Borgarplasts, Tryggvi Sveinbjörnsson, gagnrýnir áhugaleysi á vegatálmum úr plasti sem hann segir myndu stórminnka slysahættu og skemmdir á bílum. Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni segir plasttálmana góða en hins vegar þurfi stundum að vernda vinnandi menn með steyputálmum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir fullyrðingar Björgvins G. Sigurðssonar í Fréttablaðinu í gær að Framsóknarflokkurinn hafi blekkt þúsundir Íslendinga með fyrirheitum sínum um milljarð til baráttunnar gegn fíkniefnum vera rangar. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björgvin heldur þessu fram og því hefur verið margoft svarað. Það kom í ljós í apríl 2003 þegar þetta var tekið saman að nær tveimur milljörð- um hafði verið bætt við í þessi mál á kjörtímabilinu 1999–2003. Þannig að ef einhver er að reyna að blekkja einhvern í þessu máli þá er Björgvin G. Sigurðsson að reyna að blekkja þjóðina með þessari fullyrðingu.“ Framlagið hátt í tveir milljarðar Mohammed Shabir, sextugur háskólamaður, verður að öllum líkindum forsætisráðherra í nýrri Palestínustjórn, sem nú er í fæðingu. Tvær helstu stjórnmála- hreyfingar Palestínumanna, Hamas og Fatah, hafa komið sér saman um þetta, að því er AP fréttastofan hafði eftir Moussa Abu Marzouk, yfirmanni í höfuð- stöðvum Hamas í Sýrlandi. Hamas og Fatah hafa árangurs- laust reynt að mynda stjórn allar götur síðan Hamas vann meirihluta í þingkosningum fyrr á árinu. Shabir og aðrir helstu ráðherrar væntanlegrar stjórnar eru hvorki meðlimir Hamas né Fatah. Palestínustjórn er að verða til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.