Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 6
Ertu ánægð(ur) með það að Árni Johnsen sé á leið á þing á ný? Ert þú skráð(ur) hjá heimilis- lækni? Öruggt og hlýtt Timberland PRO öryggisskór 13.900kr. Heyrnarhlífar m. útvarpi vandað tæki frá Bilsom 7.990kr. Vattfóðraður kuldagalli léttur og vatnsheldur 8.990 kr. Predator flottir öryggisskór 9.990 kr. SÆ B R A U T D ug g uv o g ur Súð arvo gur K na rr ar vo g ur ESSO Aðföng 14 verslanir – sjá www.esso.is Sími 560 3433 Endurvinnslan VIÐ ERUM HÉR! Knarrarvogi 4 Bein framlög ríkissjóðs til meðferð- arstofnana og annarra aðila utan Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúr- ræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálp- ar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkur- skóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferð- arúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðu- neytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingsson- ar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðu- neytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til mála- flokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmála- ráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila. Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið Framlög ríkissjóðs til meðferðarmála hafa aukist um 139,6 milljónir króna frá alda- mótum. Enn vantar þó 120 milljónir í rekstur SÁÁ vegna launahækkana og nýrra lyfja. Þórarinn Tyrfingsson segir Íslendinga nægilega ríka til að geta gert betur. Íbúar í Túnunum í Reykjavík eru afar ósáttir við fyrirhugaða háhýsabyggð á svokölluðum Höfðatorgsreit. Í bréfi frá stjórn Íbúasamtaka Laugardals sem sent er fyrir hönd íbúa í Túnunum og Ásholti eru gagnrýnd fjölmörg atriði við skipulagningu Höfðatorgsreitsins og framsetningu kynningarefnis vegna fram- kvæmdarinnar. Reisa á nokkrar afar háar íbúðablokkir, þær tvær hæstu nítján og sextán hæðir. Nítján hæða blokkin slagar hátt upp í Hallgrímskirkjuturn. Sérstaklega gagnrýna íbúarnir að frá háhýsunum muni stafa mikill skuggi sem leggist yfir hús þeirra þegar sól hallar til vesturs, jafnvel um hásumar: „Þetta kemur til með að hafa mikil áhrif á Íverðmæti eignanna og fara þeir fram á bætur frá borginni ef af verður,“ segir í bréfi íbúasamtakanna. Þá hafa íbúarnir einnig áhyggjur af vindhviðum sem kunni að skapast í kring um háhýsin. Þeir eru einnig hreinlega uggandi um framtíð sinna eigin húsa. „Á hverfið kannski að verða næsta byggingarsvæði?“ spyrja þeir. Í gær sendu íbúarnir inn mótmæli á fund skipulagsráðs Reykjavíkur. Eru þeir meðal annars ósáttir við að til standi að breyta deiliskipulagi að kröfu verktakafyrirtækisins Eyktar þannig að byggingarmagn á Höfða- torgsreitnum verði tvöfaldað. „Það flögrar að okkur sú hugsun að einhver sé að gera Eyktinni greiða.“ Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna greinar í Fréttablaðinu í gær um afnotarétt leiguíbúða hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Í tilkynningunni frá samband- inu er bent á að samkvæmt nýlegum tölum um tekjur eldri borgara sé það búsetuform sem greint er frá í fréttinni ekki mögulegt nema viðkomandi geti selt verðmæta og skuldlausa eign á móti. Í tilkynningu Sambandsins er það það sagt skjóta skökku við að stofnun eins og Hrafnista sem stofnuð hafi verið til að jafna félagslegar forsendur almenn- ings skuli byggja framtíðarsýn í búsetumálum aldraðra á starfsemi. Aðeins fyrir eignafólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.