Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Illa merkt Hvað með Johnsen? Miðlungs- pappírar Vetrarsólstöður verða 22. desember. Aðgerðahópurinn GlobalOrgasm í Kaliforníu hvetur nú íbúa jarðarinnar til að fá fullnægingu þennan dag í nafni alheimsfriðar. Verkefnið er unnið í samvinnu við vísindamenn í Princeton-háskólanum sem starfrækja hnattræna vit- undarverkefnið. Vísindamennirnir reka net mæli- tækja um allan heim sem ku hafa sýnt fram á að mann- leg samvitund – það þegar augu alheimsins beinast að sama punkti, til dæmis meðan á stórviðburðum eins og 11. september og flóðbylgjunum í Asíu hefur staðið – getur haft hnattræn áhrif á efni og orku. Nú vonast skipuleggjendur fullnægingardagsins til að jákvæðir lostastraumar heimsbyggðarinnar verði til góðs. Það eru týpískir Kaliforníuhippar sem leiða verk- efnið, þau Donna Sheehan og Paul Reffell. Þau hafa staðið fyrir ýmsum verkefnum í þágu friðar, meðal annars Baring Witness verkefnið sem fólst í því að naktar konur og menn röðuðu sér upp til að forma „Peace“ og friðarmerki út um allan heim. „Hugur okkar hefur áhrif á orku- og efnissviðin, svo ef við einbeitum okkur að friði og samvinnu á stóra degin- um mun mikil fullnægingarorkan í bland við friðar- hugsanir draga úr ofbeldi, hatri og ótta í heiminum,“ fullyrðir Donna. Og það veitir víst ekki af. (Meira á globalorgasm.org). Tíu metra hátt víkinga- sverð blasir nú við þeim sem keyra framhjá Laugar- bakka í Húnavatnssýslu. Sverðið stendur á þeim stað þar sem fjölskylduskemmti- garðurinn Grettisból verður opnaður næsta sumar. Þar verður víkingamenningin í hávegum höfð og boðið upp á ýmiss konar afþreyingu. Jón Óskar Pétursson er fram- kvæmdastjóri Grettistaks sem stendur að garðinum. „Þetta verð- ur skemmtigarður þar sem áhersla verður lögð á þátttöku gestanna. Þeir fá að reyna sig við aflraunir og íþróttir og kynnast siðum og menningu fornmanna,“ segir hann. „Vopn og verjur víkinganna verða kynnt og gestir fá meðal annars að setja á sig brynju og hjálm, æfa sig með sverð og spjót og skjóta af boga.“ Jón segir í gríni að ef einhver fái í bakið í atganginum sé stutt í heilsugæsluna á Hvammstanga. „Við stefnum að því að svæðið verði lifandi og þar verði alltaf nóg um að vera. Þarna verður úti- leikhús í hlöðnum hring og sölu- tjöld með handverki og minjagrip- um. Við keyptum gamalt verkstæði sem á endanum mun líta út eins og víkingaskáli. Þar verðum við með sýningarsvæði þar sem gestir geta horfið aftur í aldir með hjálp margmiðlunar og upplifað brot úr sögunni. Grettisból verður því ekki bara skemmtigarður heldur líka fræðslusetur og handverks- miðstöð.“ Þetta svæði hefur nú kannski ekki verið það líflegasta á landinu en Jón Óskar segir þetta vera að breytast. „Jú, það hefur skort á afþreyingarmöguleika hérna en síðustu misserin hafa menn orðið mun áhugasamari um þessi mál. Selasetur Íslands var opnað nýlega á Hvammstanga og einnig er boðið upp á selaskoðunarferðir út á Vatnsnes með Ákanum. Nú er hug- myndin að Grettisból sogi til sín fólk enda verður þetta eini vík- ingagarður landsins. Það hefur verið mikil vakning í sögutengdri ferðamennsku á Íslandi og Grett- isból verður hluti af því.“ Jón Óskar segir bjartsýni ríkja með framtakið á svæðinu og að margir séu að setja sig í réttar stellingar. „Nokkrir eru nú þegar orðnir vel hærðir og skeggjaðir. En það eru skiptar skoðanir á Gretti. Sumum finnst að hann hafi verið bölvaður krimmi og skilja ekkert í því hvers vegna er verið að láta svona mikið með hann.“ Víkingaskemmtigarður opnar á Laugarbakka næsta sumar Töluvert áfall Eggert Bjarnason sölumaður hjá RV R V 62 19 B Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 20 06 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.