Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 20
greinar@frettabladid.is
Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðis-flokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa
löngum legið flatir fyrir bandarískum
stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til
góðra sem vondra verka. Bandaríkjun-
um var leyft að hafa hér herstöðvar
meðan þeim þóknaðist og logið að þjóð-
inni að það væri greiði og gustukarverk
fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi
okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks
að pakka niður og hypja sig fólu dindl-
arnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem
áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóð-
arinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að
njósna um íslenska borgara, eftirleiðis
sem hingað til, með aðstoð íslenskra
dindilmenna.
Versta óhæfuverkið hin síðari ár var
að styðja innrás Bandaríkjanna og Bret-
lands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og
ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við
alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skyn-
semi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efa-
semdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega
kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa
af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var
helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og
Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu.
Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar
var fórnað.
Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í
Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða
um heim snúa baki við Bush og Blair
eftir því sem óöldin í Írak magnast og
minnir æ meir á hörmungarnar í Víet-
nam fyrir fjórum áratugum. En hvorki
Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín
og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra
berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið
feit embætti og sitja þar óáreittir meðan
hundruð manna týna lífi dag hvern og
milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan.
Það má kalla það tilræði við norræna
samvinnu að senda Halldór til Kaup-
mannahafnar með óþvegnar, blóðugar
hendur.
Vinsti hreyfingin - grænt framboð er
eini flokkurinn sem berst heill fyrir
sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkis-
stefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðs-
rekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afgan-
istan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi
Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosn-
ingunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utan-
ríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor!
Höfundur er formaður VG á Suðurnesjum.
Blóðugar hendur
Dómsdagsspár eru ekki nýjar af nálinni og í sögu mann-
kyns hefur útrýmingu þess verið
spáð ítrekað. Sem betur fer hefur
þó engin þessara spáa ræst enn
sem komið er. Ein nýleg gerir ráð
fyrir hruni fiskstofnanna, ekki
síst vegna breytinga á sjávarhita
í kjölfar gróðurhúsaáhrifa, sem
eru tilkomin vegna skammtíma-
hugsunar og gróðasjónarmiða
mannkyns. Vísindamenn eru að
vísu ekki allir sammála þessu og
kenningar þeirra og umræður
segja okkur hinum það eitt að
lítið er vitað. En í fáfræði okkar
hljótum við þó að verða að
leggjast á eitt og gera okkar besta
til að vernda lífsskilyrði á
jörðinni svo kynslóðir afkomenda
okkar geti lifað hér líka.
Undanfarin ár hafa fjölmargir
skólar landsins verið „á grænni
grein“ en það er verkefni á
vegum Landverndar sem gengur
út á undirbúning og vinnu í
umhverfismálum. Á heimasíðu
Landverndar er listi yfir þá 77
grunn- og leikskóla sem eru á
grænni grein og margir þeirra
hafa þegar fengið hinn merka
Grænfána til merkis um góðan
árangur, jafnvel oftar en einu
sinni. Bláfáninn er veittur
höfnum og baðströndum sem hafa
bætt gæði og þjónustu og stuðlað
að verndun umhverfisins. Ef
marka má heimasíðu Landvernd-
ar hefur Bláfáninn ekki átt sömu
vinsældum að fagna og Grænfán-
inn en góð mál vinnast hægt svo
vonandi fjölgar Bláfánahöfnum
landsins á næstu árum.
Skólar á grænni grein vinna
ómetanlegt uppeldisstarf
varðandi umhverfismál og börnin
læra mikilvægi þess að fara vel
með, flokka sorp, spara rafmagn
o.s.frv. Í sumum skólum er
jafnvel búin til molta úr lífrænum
úrgangi og í öllum skólum fer
fram mikil umræða um umhverf-
ismál. Börnin eru áhugasöm enda
framtíð þeirra í húfi en þó er ljóst
að starf skólanna fer fyrir lítið ef
því er ekki fylgt eftir á heimilun-
um. Þess vegna þarf átak í
umhverfismálum að vinnast í öllu
þjóðfélaginu, á heimilum og
vinnustöðum.
Mörg fyrirtæki og stofnanir
hafa þegar sett sér umhverfis-
stefnu og gengur vonandi vel að
fylgja henni eftir. Of víða vantar
þó slíka stefnu og sjá má bruðlað
með orku, pappír, plast og
umbúðir af ýmsu tagi svo fátt eitt
sé nefnt. Ef fyrirtæki landsins
tækju sig almennt saman í
andlitinu í umhverfismálum er ég
ekki í vafa um að það skilaði sér
inn á heimili starfsmannanna.
Þetta snýst nefnilega ekki síst um
ákveðið viðhorf og nálgun sem
við þurfum öll að temja okkur.
Margir hafa unnið gott starf á
þessum vettvangi en aðrir láta
eins og þeim komi þetta ekki við.
Í fararbroddi ættu auk sveitarfé-
laga og ríkisstofnana t.d. að vera
fyrirtæki sem starfa að umhverf-
ismálum og náttúrurannsóknum
og -nýtingu, matvælaframleiðslu
og í ferðaþjónustu. Auðvitað ættu
öll fyrirtæki að tileinka sér þessi
vinnubrögð og á heimasíðu
Landverndar (www.landvernd.is)
er að finna ágætan gátlista sem
öllum er frjálst að nýta sér. Margt
smátt gerir eitt stórt og þótt
þessar ábendingar kunni að
virðast léttvægar við fyrstu sýn
er alls ekki svo. Ef öll fyrirtæki
landsins tileinkuðu sér þessi
vinnubrögð gæti sparast ómæld
orka, pappír og sorp svo fátt eitt
sé nefnt.
Meðal ábendinga Landverndar
má nefna að hver starfsmaður
hafi merktan bolla svo ekki þurfi
að þvo bollana oft á dag (plast-
bollar koma auðvitað ekki til
greina), prentað og ljósritað
beggja vegna á blöð eins og hægt
er, slökkt er á rafmagnstækjum
utan skrifstofutíma og keyptar
eru inn vistvænar og vottaðar
vörur, svo sem pappír og ræsti-
efni. Allt eru þetta einfaldar
aðgerðir en stuðla að umtalsverð-
um sparnaði hjá fyrirtækjum sem
hlýtur að vera eftirsóknarvert
auk þess að draga úr sorpi og
sóun. Hitt er þó líklega meira um
vert að með slíkum aðgerðum
verður viðhorfsbreyting hjá öllu
starfsfólki sem skilar sér inn á
heimili þeirra.
Vonandi hafa sem flestir þegar
stigið öll þessi skref og mörg
fleiri innan dyra hjá sér og
nokkur ferðaþjónustufyrirtæki
hafa t.d. verið til mikillar
fyrirmyndar á þessu sviði. Allir
geta lagt sitt af mörkum, vilji er
allt sem þarf.
Umhverfisvernd í verki
Þess vegna þarf átak í um-
hverfismálum að vinnast í
öllu þjóðfélaginu, í skólum, á
heimilum og í fyrirtækjum
GADDAVÍR
SIGURJÓN MAGNÚSSON
„Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð
skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta
fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi
og táknsögulega fjallar Gaddavír um
erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“
- Geir Svansson,
Morgunblaðið, 3. nóv. 2006
ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA
SEM HELDUR LESANDANUM
Í HELJARGREIPUM
P
rófkjör undangenginna vikna sýna fram á fremur lítinn
áhuga þátttakenda á að stilla upp fjölbreyttum listum
fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Konur virðast eiga ákaflega erfitt uppdráttar í próf-
kjörum, nema hlutfall þeirra sé þeim mun hærra í hópi
þeirra sem gefa þar kost á sér. Sama máli gegnir um eldri borgara,
en vissulega eru ekki margir í þeim hópi sem gefa kost á sér, og
Íslendinga af erlendum uppruna sem eru enn færri í prófkjörum.
Svo virðist sem karlmenn á tæplega miðjum aldri séu líklegast-
ir til að ná árangri í prófkjörum og er það íhugunarefni hvað það
er sem gerir þá svona trúverðuga í augum þátttakenda í prófkjör-
um.
Það er mikið áhyggjuefni að svo virðist sem bakslag sé komið
í hlutfall kvenna í stjórnmálum. Konum fækkaði í sveitarstjórn-
um landsins eftir kosningarnar í vor sem leið og niðurstöður und-
angenginna prófkjara hafa verið á þann veg að fátt virðist geta
komið í veg fyrir að hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga lækki á
næsta kjörtímabili og er það þó ekki sérlega glæsilegt á því kjör-
tímabili sem nú er að renna sitt skeið.
Vissulega liggja fyrir þær staðreyndir að færri konur en karlar
gefa kost á sér í prófkjörum. Sömuleiðis sækjast konur að með-
altali eftir sætum neðar á lista en karlmenn. Engar tölur liggja
fyrir um kynjahlutfall og aldurssamsetningu þeirra sem taka þátt
í prófkjörum en leiða má líkur að því að sá hópur endurspegli kjós-
endur að minnsta kosti betur en hópurinn sem gefur kost á sér, þ.e.
að kynja- og aldurssamsetning sé þar tiltölulega jöfn.
Flestir hljóta að vera sammála um að til þess að listi höfðaði
sem best til breiðs hóps kjósenda ætti að vera að finna á honum
tiltölulega breiðan hóp fólks. Gallinn við prófkjörin er vitanlega
sá að ekki er raðað á lista með tilliti til þessa heldur fer uppröðun
eftir því hvernig atkvæði falla.
Á landsbyggðinni, og raunar í öllum kjördæmum utan Reykja-
víkurkjördæmanna, virðast sjónarmið byggðarlaga einnig vega
þyngra en það sjónarmið að velja fjölbreyttan hóp fólks til starfa.
Þannig virðist bæði þátttakendum í prófkjörum og forsvarsmönn-
um flokka finnast skipta meira máli að hvert byggðarlag eigi sinn
fulltrúa á lista heldur en að hann sé skipaður fjölbreyttum hópi
karla og kvenna á öllum aldri.
Kynjahlutfall á framboðslistum stjórnmálaflokkanna er graf-
alvarlegt mál. Þeir sem þessa lista skipa eru fulltrúar þjóðarinnar
á Alþingi næstu fjögur ár. Að flokkarnir, með fulltingi stuðnings-
manna sinna sem þátt taka í prófkjörum, skuli hver á fætur öðrum
birta framboðslista sem að miklum meirihluta eru skipaðir eins-
leitum hópi tæplega miðaldra karlmanna er til skammar.
Kjósendur 21. aldarinnar hljóta að gera þá kröfu til stjórnmála-
flokka að listar þeirra endurspegli þjóðina með skýrari hætti en
nú virðist líta út fyrir, annað er gróf tímaskekkja.
Vannýtt tækifæri
Svo virðist sem karlmenn á tæplega miðjum aldri séu
líklegastir til að ná árangri í prófkjörum.