Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 23

Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 23
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Snær Seljan Thoroddsen lærði glímu af föður sínum og hefur nú náð langt á sínu sviði. „Ég hef æft glímu frá 10 eða 11 ára aldri,“ segir Snær sem er nú 23 ára gamall. „Faðir minn, Þórólfur Helgason, vakti upphaflega áhuga minn, en hann keppti á árum áður í glímu og kenndi hana síðan í heimabæ mínum, Reyðarfirði.“ Snær fór ungur að aldri með föður sínum suður til að fylgjast með glímumótum og fannst spennandi að sjá hversu miklir afreksmenn tókust þar á. „Íþróttin höfðaði til mín sem lítils gutta vegna þess hversu hörð og karlmannleg hún leit út fyrir að vera,“ útskýrir hann og hlær við tilhugsunina. Faðir Snæs kenndi honum öll grunnatriðin í glímu og segir hann samstarf þeirra feðga hafa gengið vonum framar. „Þegar við fluttum suður hafði hann kennt mér allt sem hann kunni þannig að ég fékk frekari tilsögn hjá KR og hef eftir það æft mig mestmegnis sjálfur,“ segir Snær enn fremur. Snær æfir nú sex sinnum í viku, þar af einu sinni hlaup, tvisvar sinnum glímu og þrisvar sinnum kraftlyftingar. Að hans sögn byggja kraftlyftingarnar og hlaupið á æfinga- áætlun svipaðri þeirri og ólympíufararnir í frjálsum íþrótt- um árið 2008 fara eftir. Snær segist jafnframt leggja áherslu á hollt mataræði til að halda sér í góðu formi. Hann neytir að meðaltali sex mál- tíða á dag, borðar mikið af skyri og drekkur töluvert af vatni. „Holl fæða er ekki síður nauðsynleg og góð hreyfing ætli maður sér að ná langt í glímunni,“ segir hann og bætir við að það eigi við um alla sem vilji skapa sér nafn í íþróttum. Pabbi er fyrirmyndin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.