Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 26
Hraði samfélagsins er efni mál- þings sem Náttúrulækninga- félag Íslands efnir til í Laug- arneskirkju í kvöld. Steinunn Inga Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Starfsleikni, er ein af frummæl- endum. Sátt á öllum sviðum er yfirskrift fyrirlestrar Steinunnar. Í honum kveðst hún ætla að höfða til við- horfa fólks og viðmiða og útskýrir það nánar. ¿Við viljum taka þátt í öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða og ná hámarksárangri á öllum sviðum. En ef væntingarnar verða of miklar þá erum við fyrir- fram dæmd til að verða fyrir von- brigðum á einhverjum sviðum.¿ Hún kveðst ekki ætla að boða að fátækt og basl auki hamingju en samt ætla að velta því upp hvort valmöguleikar velmegunarinnar valdi okkur streitu. ¿Við erum svo frjáls og höfum úr svo mörgum kostum að velja í lífinu en allir þessir valmöguleikar geta leitt til óhamingju. Við ætlum að útskrifast úr flott- asta skólanum, vera í flottasta starfinu, vera með flottasta heimil- ið og eiga jafnvel flottustu börnin. Svona miklar væntingar eru gríð- arlegir streituvaldar sem geta endað með vandamálum og sorg. Því verðum við að staldra við þegar við erum komin fram yfir það sem er nóg. Hamingjan er nefnilega innra hugarástand.¿ Steinunn dregur samt ekki úr því að fólk eigi að vera metnaðar- fullt og stefna að hámarksárangri í því sem skiptir það mestu máli. En hvað er það að hennar mati? ¿Að hlúa að fjöl- skyldunni virðist vera það sem veitir fólki mesta hamingju þegar upp er staðið og heilsan er öllum dýrmæt. Starfið er líka flestum mjög mikils virði og það er þýð- ingarmikið að njóta þess. Ekki bara að vinna til að eiga fyrir salti í grautinn heldur af þeirri sannfæringu að verið sé að gera gagn í víðara samhengi. En við megum ekki gleyma okkur í vinn- unni því þá bitnar það á hinum svið- unum, heilsunni og samskiptunum. Þarna þarf því að finna jafnvægi á milli og hafa raunhæfar vænting- ar.2 Steinunn er lærð í viðskiptasál- fræði og álags-og streitufræði og fer í fyrirtæki með fyrirlestra og námskeið. ¿Allt sem ég geri leiðir að því að minnka streituálag,¿ útskýrir hún. En hvernig tekst henni sjálfri að samræma starf og heimilishald? Nú hlær hún. ¿Mér finnst ofboðslega gaman í vinn- unni en mig langar líka að vera með dótturinni og hugsa vel um heimilið. Þegar ég vinn of mikið þá verður ekki sátt heima fyrir og það veldur streitu. Sátt á öllum sviðum er það sem þarf. Það finn ég vel á eigin skinni.¿ Málþingið í Laugarneskirkju hefst klukkan 20 í kvöld. Fundar- stjóri er sr. Bjarni Karlsson. Miklir valmöguleikar geta leitt til óhamingju *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð sem kemurá óvart 25% afsláttur * Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.