Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 27
Japanskt sjúkrahús útbýr barnalúgu sem tekur á móti börnum til ættleiðingar. Yfirvöld á sjúkrahúsi í Japan und- irbúa nú opnun barnalúgu þar sem mæður geta skilað inn nýfæddum börnum sem þær vilja ekki eiga sjálfar. Börnin verða síðan gefin til ættleiðingar. Barnalúgan við Jikei-sjúkra- húsið í suðurhluta Japan verður lítill gluggi á ytri vegg sjúkra- hússins. Fyrir innan gluggann verður hitakassi þar sem hægt er að leggja barnið svo það ofkælist ekki. Þegar barninu hefur verið komið fyrir hringir viðvörunar- bjalla til að gera starfsfólki við- vart. Fyrirmyndin að lúgunni er sótt til Þýskalands. Forstjóri sjúkrahússins sagði fjölmiðlum að hann vonaðist til að tilkoma lúgunnar yrði til að minnka fjölda fóstureyðinga. Fóst- ureyðingar eru algengar í Japan, meðan ættleiðingar eru frekar sjaldgæfar. „Með tilkomu lúgunn- ar björgum við bæði börnum og foreldrum. Kannski eru einhverj- ir efins en við getum ekki látið eins og við sjáum ekki börnin og látið þau deyja. Börn eru saklaus,“ sagði forstjórinn við japanska fjölmiðla. Mögulegt er að lúgan verði komin í gagnið við lok ársins er samþykki fæst fyrir henni meðal almennings. Börnum skilað í lúgu Samtök breskra fælnisjúklinga telja að minnst fjórar milljón- ir Breta þjáist af svokallaðri klósettfælni. Þeir sem þjást af þessari gerð fælni eiga yfirleitt erfitt með að nota almenningssalerni, í mismikl- um mæli þó, en ástæðurnar fyrir henni eru ýmsar. Viðkomandi aðili getur þannig verið hræddur við að smitast af einhverju á salerninu, haldinn innilokunarkennd eða átt erfitt með þvag- eða saurlát í návist ann- arra. Hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera getur fælnin í verstu tilfellum haft alvarlega hamlandi áhrif á líf þess sem hún hrjáir. Dæmi eru þess að fólk treysti sér ekki út fyrir dyr eigin heimilis eða ráði sig ekki í vinnu af ótta við að þurfa að nota almenn- ingssalerni. Sumir neita jafnvel að veita læknum þvagsýni, sem getur aftur valdið því heilsutjóni. Margir eiga erfitt með að við- urkenna að þeir séu haldnir klós- ettfælni, ekki síst vegna þess hversu mikið feimnismál klósett- ferðir þykja í vestrænum samfél- ugum. Samtök breskra fælnissjúk- linga hafa nú hrundið af stað her- ferð með það fyrir augum að draga vandamálið fram í dagsljósið og kynna þau úrræði sem eru boði fyrir þá sem eiga við það að stríða. Eru viðtalsmeðferðir og dáleiðsla talin hafa gefið besta raun við að vinna bug á vandanum og stefnt er á útgáfu á DVD-diski og bók þar sem fjallað verður um málið. Frá þessu er greint á fréttavef BBC, www.bbc.co.uk. Margir þjást af klósettfælni blóð } á meðgöngu }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.