Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 27

Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 27
Japanskt sjúkrahús útbýr barnalúgu sem tekur á móti börnum til ættleiðingar. Yfirvöld á sjúkrahúsi í Japan und- irbúa nú opnun barnalúgu þar sem mæður geta skilað inn nýfæddum börnum sem þær vilja ekki eiga sjálfar. Börnin verða síðan gefin til ættleiðingar. Barnalúgan við Jikei-sjúkra- húsið í suðurhluta Japan verður lítill gluggi á ytri vegg sjúkra- hússins. Fyrir innan gluggann verður hitakassi þar sem hægt er að leggja barnið svo það ofkælist ekki. Þegar barninu hefur verið komið fyrir hringir viðvörunar- bjalla til að gera starfsfólki við- vart. Fyrirmyndin að lúgunni er sótt til Þýskalands. Forstjóri sjúkrahússins sagði fjölmiðlum að hann vonaðist til að tilkoma lúgunnar yrði til að minnka fjölda fóstureyðinga. Fóst- ureyðingar eru algengar í Japan, meðan ættleiðingar eru frekar sjaldgæfar. „Með tilkomu lúgunn- ar björgum við bæði börnum og foreldrum. Kannski eru einhverj- ir efins en við getum ekki látið eins og við sjáum ekki börnin og látið þau deyja. Börn eru saklaus,“ sagði forstjórinn við japanska fjölmiðla. Mögulegt er að lúgan verði komin í gagnið við lok ársins er samþykki fæst fyrir henni meðal almennings. Börnum skilað í lúgu Samtök breskra fælnisjúklinga telja að minnst fjórar milljón- ir Breta þjáist af svokallaðri klósettfælni. Þeir sem þjást af þessari gerð fælni eiga yfirleitt erfitt með að nota almenningssalerni, í mismikl- um mæli þó, en ástæðurnar fyrir henni eru ýmsar. Viðkomandi aðili getur þannig verið hræddur við að smitast af einhverju á salerninu, haldinn innilokunarkennd eða átt erfitt með þvag- eða saurlát í návist ann- arra. Hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera getur fælnin í verstu tilfellum haft alvarlega hamlandi áhrif á líf þess sem hún hrjáir. Dæmi eru þess að fólk treysti sér ekki út fyrir dyr eigin heimilis eða ráði sig ekki í vinnu af ótta við að þurfa að nota almenn- ingssalerni. Sumir neita jafnvel að veita læknum þvagsýni, sem getur aftur valdið því heilsutjóni. Margir eiga erfitt með að við- urkenna að þeir séu haldnir klós- ettfælni, ekki síst vegna þess hversu mikið feimnismál klósett- ferðir þykja í vestrænum samfél- ugum. Samtök breskra fælnissjúk- linga hafa nú hrundið af stað her- ferð með það fyrir augum að draga vandamálið fram í dagsljósið og kynna þau úrræði sem eru boði fyrir þá sem eiga við það að stríða. Eru viðtalsmeðferðir og dáleiðsla talin hafa gefið besta raun við að vinna bug á vandanum og stefnt er á útgáfu á DVD-diski og bók þar sem fjallað verður um málið. Frá þessu er greint á fréttavef BBC, www.bbc.co.uk. Margir þjást af klósettfælni blóð } á meðgöngu }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.