Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 34
4
Helstu ferðaskrifstofur landsins
bjóða upp á mikið úrval skíðaferða,
sem njóta sífellt aukinna vinsælda
á meðal Íslendinga, ekki síst vegna
hækkandi hitastigs og vaxandi snjó-
leysis hérlendis. Að sögn Guðrúnar
Sigurgeirsdóttur, framleiðslustjóra
hjá Úrval-Útsýn, er nú svo komið
að fólk er jafnvel hætt að stunda
skíði á Íslandi. Fólk fer heldur í eina
almennilega skíðaferð erlendis á ári
og algengt er að ferðalangar dvelji
þar í um vikutíma.
„Um eða yfir 3.000 Íslendingar fara
í svona skíðaferðir á hverju ári og
þessi tala fer hækkandi með hverju
árinu,“ segir Guðrún. Skíðaferð-
irnar eru vinsælastar frá janúar og
fram í lok mars. Sem dæmi nefn-
ir Guðrún að nú þegar sé að verða
uppselt í flestar ferðir hjá Úrval-
Útsýn á háannatíma næsta árs. „Við
fljúgum vikulega með leiguflugi til
Ítalíu og nánast allar vélar í janúar
og febrúar eru troðfullar.“
Aðspurð um ástæðuna fyrir
þessum vinsældum segir Guðrún
að þegar fólk hefur einu sinni farið
í slíkar ferðir fari það oftast aftur.
„Og ef fólk platar vini sína með í
eitt skipti þá munu þeir líka fara
aftur. Því er ekkert skrítið að eft-
irspurnin skuli vera svona mikil,“
útskýrir Guðrún en bætir við að
auk þess séu aðstæður á skíðasvæð-
um erlendis eins og best verður á
kosið.
„Brekkurnar eru náttúrulega
mjög langar og góðar og þá er
lyftukosturinn frábær. Veðrið er
yfirleitt gott og ekki þarf að hafa
neinar áhyggjur af snjóleysi. Það
er alltaf snjór,“ segir Guðrún. Á síð-
ustu árum hafa skíðaferðirnar hins
vegar þróast út í að vera svolitlar
dekurferðir.
„Nú fara flestir á hótel með hálfu
fæði þar sem aðstaða til heilsurækt-
ar er til staðar og á svæði þar sem
hægt er að finna fjölbreytta afþrey-
ingu fyrir alla fjölskylduna.“
Engar áhyggjur af snjóleysi
Íslendingar sækjast í auknum mæli eftir því að komast á skíði í Ölpunum.
{ vetrarlíf }
4x4 specialist
Ford dekkin 33x13,5R18
Tilboðsverð 24,900,-
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444
Jeppadekkin frá
Fæst í apótekum,
heilsubúðum og
heilsuhillum
matvöruveslana.
Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í
rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og
hreysti með varnarefnum náttúrunnar.