Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 36
6
„Það fyrsta sem þarf að hafa í huga
er hver getan er hjá viðkomandi
og hvernig stíl hann hefur. Skíðar
hann hratt eða hægt, er hann meira
í stuttum eða löngum beygjum og
svo framvegis. Miklu máli skiptir
að fólk geri sér grein fyrir þessum
atriðum þegar það kaupir skíði,“
segir Helgi Benediktsson, deildar-
stjóri hjá Útilífi í Glæsibæ.
Í dag eru hin svokölluðu
„carving“-skíði langvinsælust hjá
þeim sem stunda skíðaíþróttina í
frístundum en mun auðveldara er
að stjórna þeim heldur en „flötu“
skíðunum sem áður einokuðu
markaðinn.
Helgi segir að fyrir utan getu
notandans þarf einnig að taka tillit
til hæðar hans og þyngdar. Mælt er
með því að skíðamaðurinn velji sér
skíði sem eru 10 til 15 sentimetrum
styttri en hann sjálfur. „Segja má að
karlalengdin sem við miðum við sé
um 170 sentimetrar en hjá konum
er miðað við 155 sentimetra. Síðan
er þetta að sjálfsögðu breytilegt í
báðar áttir eftir því hversu hár og
þungur skíðamaðurinn er.“
Helgi segir að valið á skíðaskóm
þurfi ekki síður að vera vandað.
„Skíðin endast oftast nokkuð lengi
en skíðaskóna og bindingarnar þarf
að endurnýja með reglulegu milli-
bili. Eins og með skíðin þá fer það
eftir einstaklingnum hvaða skór
henta og að mörgu að hyggja. Við
leggjum mikið upp úr því þeir séu
þægilegir og gefi vel eftir, sérstak-
lega fyrir þá sem eru óvanir. Skórn-
ir eru mjög mismunandi í laginu og
útliti og mjög mismunandi er hvað
hentar hverjum og einum. Þess
vegna mælum við fótinn á við-
skiptavininum og förum vel yfir öll
atriði sem kunna að skipta máli,“
segir Helgi og bætir við að þessi
nauðsynlegi útbúnaður, skíðin,
skórnir og bindingarnar, sé lang-
mest seldur í settum en ekki í stök-
um einingum.
Kyn iðkenda skiptir að sjálf-
sögðu miklu máli þegar kemur að
því að velja skíði þar sem nú er
hægt að fá skíði sem eru sérstak-
lega hönnuð fyrir konur og þeirra
líkamsbyggingu. „Kvennaskíðin eru
mýkri og léttari en fyrst og fremst
eru þau náttúrulega öðruvísi útlits,“
segir Helgi og bætir við að konurn-
ar séu gjarnar á að kaupa skíði með
bleikum áherslum en karlarnir vilji
helst ekki sjá þann lit.
Vanda skal valið á skíðum og útbúnaði
Ekki er auðvelt verk að kaupa skíði í fyrsta sinn. Að mörgu er að hyggja, bæði hvað varðar skíðin sjálf og skíðaskóna og annan búnað. Fólki er
ráðlagt að fá aðstoð við valið frá fagfólki skíðaverslana á landinu enda nauðsynlegt að skíðabúnaðurinn henti þeim sem ætlar að nota hann.
Þó að veturinn geti verið bæði
kaldur og grimmur má alveg finna
sjarmerandi hliðar þessa forna
fjanda. Ilmsterk og kraftgóð súpa
getur hlýjað á fallegum vetrardegi
og ekki skemmir fyrir þegar súpan
er allt í senn kraftmikil, góð og
holl.
Miso-súpan hefur svo sannarlega
allt þetta. Hún er fljótlöguð og auð-
veld í matreiðslu. Miso-súpa hefur
verið einn af undirstöðuréttum
Japana í margar aldar og fá Jap-
anar sér iðulega eina skál af miso
á degi hverjum. Aðalundirstað-
an í súpunni, miso, er léttgerjaður
og saltaður sojabaunamassi sem
er ríkur af próteini, vítamínum og
steinefnum.
Miso-súpan er því frábær
til þess að fylla okkur af orku í
skammdeginu sem nú verður dekkra
og dimmara með hverjum deginum
sem líður. Ekki spillir heldur fyrir að
hún er einstaklega bragðgóð og erf-
itt er að fá leið á henni, sérstaklega
þar sem hægt er að matreiða hana á
svo margan hátt.
Hér kemur uppskrift að um
einum lítra af miso-súpu frá Ósushi
í Iðuhúsinu, tilvalin í hitabrúsann.
Lítra af vatni er hellt í pott,
ásamt smábútum af kombu-þangi,
og suðan látin koma upp. Þangið er
þá fjarlægt og hitinn lækkaður. Þá
er bætt út í um það bil þremur til
fjórum matskeiðum af Bonito-krafti
(túnfiskkraftur). Því næst er sjálfu
misokreminu, um sex matskeiðum,
bætt út í og þá verður að passa vel
að vatnið sé undir suðumarki. Þessu
er síðan hrært saman og seyðið er
tilbúið.
Nú má bæta við, eftir smekk,
grænmeti og öðru út í súpuna. Gott
er sem dæmi að bæta út í vorlauk,
tofu-bitum og wagame-þangi. Einnig
er hægt að bæta við núðlum og kjúkl-
ingi eða einfaldlega hverju sem er.
Kraftmikil og holl
Miso-súpa er tilvalin á hitabrúsann á köldum degi.
{ vetrarlíf }