Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 38
8
Svalt á svölum vetri
Herratískan í veturi er ekki svo frábrugðin því sem hún hefur verið undanfarna vetur. Bilið á milli sumar- og vetr-
artískunnar hér á landi er heldur ekki eins mikið og víða annars staðar og áherslurnar haldast því að mestu leyti.
Tískulitirnir eru þó dekkri og flíkurnar efnismeiri.
Í upphafi var Útivistarræktin hugs-
uð sem viðbót við aðrar ferðir Úti-
vistar, að sögn Gunnars H. Hjálm-
arssonar, leiðsögumanns hjá Útivist,
en hann hefur verið umsjónarmað-
ur Útivistarræktarinnar frá upphafi.
„Við göngum tvisvar í viku, innan
borgarmarkanna. Á mánudögum í
Elliðaárdalnum þar sem við göng-
um í rúman klukkutíma og síðan
göngum við alltaf á fimmtudög-
um út Skerjafjörð, að Ægissíðu og
aftur til baka,“ útskýrir Gunnar. Á
sumrin bætist síðan við þriðji dag-
urinn en þá fer Útivistarræktin rétt
út fyrir borgina í aðeins lengri ferð-
ir. Gunnar segir ræktina alltaf hafa
„gengið“ vel og að hóparnir beri sig
algjörlega sjálfir enda frítt fyrir alla
og engin skyldumæting.
„Tilgangurinn er að halda sér í
formi en félagslegi þátturinn er ekki
síður mikilvægur,“ segir Gunnar og
bætir við að ýmiss konar sambönd
hafi myndast í Útivistarræktinni. En
hvað finnst Gunnari skemmtilegast
við ræktina? „Félagsskapurinn og
hreyfingin. Manni líður vel og svo
er útiveran og náttúruskoðunin mik-
ilvægur þáttur í þessu.“ Að lokum
hvetur Gunnar alla til þess að mæta
og ganga með Útivstarræktinni.
„Það kostar ekki neitt, bara að mæta
á staðinn og koma með. Þetta er ekki
flóknara en það.“
Hreyfing og góð-
ur félagsskapur
Útivistarræktin er gönguhópur á vegum Útivistar sem
hefur verið starfandi, eða í gangi, í rúman áratug.
{ vetrarlíf }