Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 40
10 Sú kynslóð sem gleðst hvað mest yfir vetrinum og snjókomunni er vafalaust sú yngsta. Í augum barna virðast endalausir möguleikar felast í þessu hélaða vatni og hugmyndaflugið fær lausan tauminn. Snjó- kast, skíði, snjóþotur, snjókarlar, snjóenglar og síð- ast en ekki síst snjóhús heyra vetrinum til. Því er kannski ekki svo undarlegt að krakkar kætist og brosi þegar þeir sjá fannhvítan snjóinn á jörðinni meðan þeir sem eldri eru hafa áhyggjur af umferðinni. Það gefur auga leið að umfangsmesta verkefni sem nokkur kátur krakki getur tekið sér fyrir hendur utan dyra að vetri til er að byggja sér veglegt snjó- hús. Reyndar er það svo aðstæður ráða miklu varð- andi slík glæsimannvirki. Svo virðist sem snjói sífellt minna hér á landi og því getur hráefnið til almenni- legra snjóhúsaframkvæmda oft verið af skornum skammti. Þegar tækifærið hins vegar gefst er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum. Þegar ráðast skal í að byggja snjóhús er betra að vanda til verks. Byrja skal á því að finna húsinu stað. Gott er að velja því stað í skjóli svo húsið geti staðið sem lengst. Hag- kvæmt er að byggja snjóhúsið upp við húsvegg, en þannig má spara umtalsverðan snjó. Síðan er að hefjast handa við að að hrúga upp eins miklum snjó og hægt er á þeim stað sem reisa skal bústaðinn. Þegar nógu miklu af snjó hefur verið safnað saman í hrúgu (og það þarf sko helling!) má byrja að móta sjálft húsið. Passa þarf líka upp á að snjórinn sé nógu þéttur þannig að húsið hrynji ekki. Hin hefðbundna snjóhússgerð byrjar einfaldlega á því að moka sér leið inn í hrúguna. Byrja skal á að gera göng og síðan búa til hol inni í miðjunni. Hinir stórtæku nota fötu, bala eða eitthvað annað skemmtilegt ílát, en með þessum hjálpartækjum má hlaða upp snjóhús í allra kvikinda líki, ekki ósvipað og þegar sandkastali eða pýramídi er gerður. Þegar loks allir eru ánægðir með árangurinn er ágætt að styrkja aðeins húsið. Það má gera með því að bleyta snjóinn í snjóhúsinu með vatni en vatnið frýs síðan og myndar þannig styrktarveggi úr klaka. Ekki má samt nota of mikið af vatni því þá getur húsið bráðnað. Þá ætti þetta að vera komið. Nú má byrja að leika sér í snjóhúsinu og það verður eins og nokkurs konar vin í eyðimörkinni. Það er sama hversu vont veður er úti, alltaf er gott veður inni í snjóhúsinu og þar má leika sér með hvað sem er en auðvitað verða allir að vera vel klæddir. Á meðan geta mamma og pabbi haldið áfram að kveinka sér yfir snjónum og hálkunni á götunni. - sha Stórbrotin mannvirki Snjóhús er alltaf gaman að byggja og þau gefa stórum sem smáum smá útrás fyrir framkvæmdagleðina í vetrarskammdeginu. { vetrarlíf }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.