Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 51
[Hlutabréf] Kaupþing hefur hafið sölu nýrra hlutabréfa, sem verður beint til erlendra fjárfesta, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við frekari útrás. Samsvarar útgáfan um tíu prósenta aukningu hlutafjár. Verðlagning hlutanna verður ákvörðuð 21. nóvember með hliðsjón af viðbrögðum við áskriftarsöfnun og markaðsgengi hlutabréfa félags- ins um það leyti. Miðað við gengið 825 krónur á hlut gæti bankinn safn- að tæpum 55 milljörðum króna. Bankinn hefur skuldbundið sig til að auka ekki hlutafé í hálft ár eftir útboðið. Þá hafa tveir stærstu hlut- hafar bankans, Exista og Kjalar (Egla), skuldbundið sig til að selja ekki hlutabréf í eigu sinni í 180 daga eftir að nýju hlutunum hefur verið úthlutað og það sama gildir um hóp lykilstjórnenda og stjórnarmanna næsta árið eftir að úthlutun lýkur. Útboð Kaup- þings hafið Nærri fimm milljarða króna bati hefur orðið á afkomu norræna lág- gjaldaflugfélagsins Sterlings, dótt- urfélags FL Group, fyrir afskriftir á þessu ári samanborið við síðasta ár. Ef einskiptiskostnaður er frátal- inn er batinn enn meiri. Árangurinn er tilkominn vegna mikils aðhalds í kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskrift- ir (EBITDA) var neikvæður um 877 milljónir króna á fyrstu níu mánuð- um ársins en var jákvæður um 1,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Miklar árstíðasveiflur eru í rekstri Sterlings. Hagnaður félags- ins fyrir skatt á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljarður króna en tapið var 1,4 milljarðar fyrir árið í heild. Stjórnendur Sterling búast við að félagið verði rekið réttu megin við núllið í ár. Gjörbreyting hjá Sterling Krónan veiktist í gær um 1,9 pró- sent þegar hún fór upp fyrir geng- isvísitöluna 120 og endaði í 121,8. Bæði greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans benda á að veik- inguna megi rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch fyrir helgina þar sem lánshæfishorfur ríkisins voru áfram sagðar nei- kvæðar. Fitch hélt símafund um málið seinnipartinn í gær og styrkist krónan á ný eftir fundinn, enda kom ekkert nýtt þar fram. Krónan veiktist fyrir símafund Hannes Smárason, forstjóri FL Group, telur að með því að nýta alla þá kosti sem FL standi til boða geti félagið ráð- ist í ný verkefni fyrir 120 milljarða króna, jafnvel allt að 150 milljarða. Fjárhags- legur styrkur félags- ins hefur aldrei verið meiri eftir sölu á hlut þess í Icelandair Group á dögunum. Hagnaður FL nam tæpum ellefu millj- örðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 67 prósent á milli ára. Á þriðja ársfjórð- ungi hagnaðist félagið um 5.257 millj- ónir sem er þrettán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Hins vegar dróst hagnaður félagsins fyrir skatt saman um tólf prósent milli ára. Uppgjör ársfjórðungsins var held- ur undir meðaltalsspá markaðsaðila sem hljóðaði upp á sex milljarða króna. Hreinar fjárfestingatekjur voru 565 milljónir króna og dró styrking krónunnar úr hagnaði af fjárfesting- um. Frá lokum september hefur efna- hagur FL tekið gjörbreytingum í kjöl- far sölu á Icelandair. Þegar horft er til fyrstu tíu mánaða ársins nam hagnað- ur fyrir skatta 36 milljörðum króna samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri og óx eigið fé úr 112 milljörðum í lok september í 131 milljarð mánuði síðar. Eiginfjárhlutfall félagsins var yfir 53 prósent í lok október. Byssur FL Group fullhlaðnar Félagið getur ráðist í ný verkefni fyrir að minnsta kosti 120 milljarða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.