Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 61
Kevin Federline, fyrrverandi
eiginmaður Britney Spears,
býður nú hæstbjóðanda til sölu
kynlífsmyndband með sér og
Britney til að hefna sín á henni
eftir að hún sótti um skilnað.
Hafa honum þegar verið boðnir
tæpir 3,4 milljarðar króna fyrir
myndbandið af kvikmyndafyrir-
tæki nokkru. Vill það dreifa því á
netinu til að allur umheimurinn
geti séð hvað fór fram í svefnher-
berginu hjá þeim.
Myndbandið var tekið upp
skömmu eftir að Kevin og Britney
byrjuðu saman og sýnir þau í alls
kyns ástarleikjum. „Þetta mynd-
band er rosalegt og Kevin veit af
því,“ sagði kunningi parsins fyrr-
verandi. Britney óttast mjög að
myndbandið muni eyðileggja
ímynd hennar og svo gæti farið að
hún samþykki kröfu K-Fed um að
hann fái rúma tvo milljarða króna
vegna skilnaðarins.
Komið hefur í ljós að Britney
sótti um skilnaðinn eftir að hún
kom að honum í rúminu með ann-
arri konu. Áður hafði hann verið
sakaður um að hafa sofið hjá
vændiskonum.
Milljarðar boðnir í
kynlífsmyndband
Verslunin 3 hæðir á Laugavegi
hefur verið opin í smá tíma en á
föstudaginn blésu aðstandendur
búðarinnar til veislu í tilefni opn-
unarinnar. Fjölmenni var mætt til
berja þessa svokölluðu lífsstíls-
búð augum en þar kennir margra
grasa og vöruúrvalið er afar fjöl-
breytt.
3 hæðir er skemmtileg að því
leyti að í henni er hægt að fá
hátísku fatahönnun, smávöru og
svo á efstu hæð er veitingastaður
þar sem hægt er að taka pásu í
verslunarleiðangrinum.
Opnun lífsstílsbúðar
fagnað með stæl
Tónlistarmaðurinn
Elton John segir að
banna eigi trúarbrögð
því þau skorti samúð
og ýti undir fordóma
gagnvart samkyn-
hneigðum. Elton held-
ur þessi fram í viðtali
við tímaritið Music
Monthly.
„Mér finnst trúar-
brögð alltaf hafa alið á
hatri gagnvart sam-
kynhneigðu fólki. Frá
mínum bæjardyrum
séð ætti að banna þau í
einu og öllu,“ sagði
hann. „Skipulögð trúarbrögð virð-
ast ekki virka. Þau breyta fólki í
hatursfulla einstaklinga þar sem
alla samúð skortir.“
Elton segist í við-
talinu vera andvígur
Íraksstríðinu og segir
að stuðningur Tonys
Blair forsætisráð-
herra við Bandarík-
in í Íraksmálinu hafi
komið honum í koll.
Hann ætlar einnig að
halda áfram baráttu
sinni gegn alnæmi,
rétt eins og málefn-
um samkynhneigðra.
„Ég get ekki setið
hjá aðgerðarlaus, ég
get það ekki lengur.
Ég er næstum orðinn sextugur.
Ég get ekki setið hjá og ég vil ekki
gera það.“
Engin trúarbrögð
Lucia
MICARELLI
á NASA 9. desember
Berfætti fiðlusnillingurinn sem stal senunni
um stund á tónleikum Jethro Tull-foringjans
Ian Anderson, kemur hingað í annað sinn á
árinu og spilar ásamt hljómsveit á NASA
9. desember kl. 20.00.
Miðasala er hafin í Skífunni,
BT úti á landi og á midi.is
performer.is
TRYGGÐU ÞÉRMIÐA Í TÍMA
BROT ÚR DAGSKRÁ:
MEDITATION FROM THAIS
MY FUNNY VALENTINE
KASHMIR
NOCTURNE-BOHEMIAN RHAPSODY
WITH OR WITHOUT YOU
ROXANNE
SEND IN THE CLOWNS
SOMEONE TO WATCH OVER ME