Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 62
Sextán hljómsveitir hafa skráð sig í
hina alþjóðlegu hljómsveitarkeppni
Global Battle of the Bands sem verð-
ur haldin dagana 15.-24. nóvember í
Hellinum, tónleikasal Tónlistarþró-
unarmiðstöðvarinnar (TÞM).
Hljómsveitirnar hafa allar sínar
ólíku stefnur, allt frá melódísku
poppi upp í hart rokk og verður tón-
listarflutningurinn því fjölbreytt-
ur. Einnig er von á gestahljómsveit-
um til að halda uppi stemningunni á
meðan dómnefnd fer yfir úrslit
hvers kvölds.
Keppt verður fjögur kvöld, 15.,
16., 22. og 23. nóvember, og verður
valin ein hljómsveit á hverju kvöldi
til þess að keppa til úrslita hérlend-
is föstudaginn 24. nóvember. Sigur-
hljómsveit úrslitakvöldsins mun
síðan keppa fyrir hönd Íslands í
London Astoria í desember.
Keppnin er árlegur viðburður
og hefur verið haldin síðustu tvö ár
með góðum árangri. Íslensku
hljómsveitirnar Lights on the
Highway og Finnegan, sem báru
sigur úr býtum hérlendis árin 2004
og 2005, hafa hlotið verðskuldaða
athygli í kjölfar þátttökunnar. Hér
er því um gott tækifæri að ræða
fyrir íslenskt tónlistarlíf á innlend-
um sem erlendum grundvelli.
Öll kvöldin hefjast kl. 20 og
kostar 600 krónur inn á hvert
kvöld, en kaupa má aðgangspassa á
öll fimm kvöldin fyrir 1.600 krón-
ur. Tónleikarnir eru opnir öllum
aldurshópum.
Miðasalan fer fram á www.ton-
leikar.is. Miðar verða einnig seldir
við innganginn hvert kvöld fyrir
sig. Nánari upplýsingar um atburð-
inn má finna á tonleikar.is.
Sextán sveitir keppa
Frumburður norsku sveitarinnar
Serena-Maneesh hefur breiðst út
eins og eldur í sinu innan tónlist-
arheimsins síðan hún kom út í
fyrra hjá hinu smávaxna plötufyr-
irtæki Honeymilk. Platan hefur á
þessu ári fengið alþjóðlega dreif-
ingu og er nú loks fáanleg hér-
lendis. Því er ekki úr vegi að birta
smá umfjöllun um plötuna.
Serena er hugarfóstur Emils
Nikolaisen sem áður hafði gert
garðinn frægan í Noregi með
sveitum á borð við Silver, Extol
og The Loch Ness Mouse. Full-
skipað eru í bandinu hins vegar
sex manns og mynda þessir ein-
staklingar gífurlega sterka heild
(tónleikar sveitarinnar eru sem
dæmi magnþrungnir). Tilgangur
sveitarinnar virðist augljós; að
matreiða ómmikið, óreiðukennt
og hart shogazerokk, skógláps-
rokk á íslensku. Þegar rennt er í
gegnum plötuna má heyra aug-
ljós áhrif frá sveitum á borð við
My Bloody Valentine, Slowdive,
Spacemen 3 og þýskum kraut-
rokk-sveitum, til dæmis CAN og
Neu!, auk þess að minna ískyggi-
lega mikið á hina íslensku Singa-
pore Sling sem getur ekki verið
annað en töff. Þó svo að þessir
áhrifavaldar séu greinilegir fara
Emil og félagar einfaldlega svo
vel með efnið að jafn gott skóg-
lápsrokk hefur ekki heyrst í heil-
an áratug eða svo.
Upphafslagið, Drain Cosmet-
ics, gefur strax til kynna það sem
koma skal, hádramatískt og svo
ómmikið að jafnvel í pínulitlum
herynartólum virðist lagið
umlykja mann allan. Það sama á
við um nær alla aðra tóna sem
fylgja á eftir. Spennan í kringum
óreiðuna á plötunni er mikil en
allt er samt sem áður á sínum
stað og íðilfagurt eins og kemur
bersýnilega í ljós í lögum á borð
við Chorale Lick og Selina’s Mel-
odie Fountain.
Helsti galli plötunnar er
kannski sá að langir endurtekn-
ingarkaflar víðs vegar á plötunni
eiga það til að líkjast hver öðrum
kannski helst of mikið. Eru samt
langt frá því að vera pirrandi
enda platan öll heilsteypt og
krafturinn nánast ómannlegur.
Serena-Maneesh hefur vonandi
með þessari plötu sinni hafið nýja
shoegaze- bylgju enda þar á ferð
ein svalasta tónlistarstefna sög-
unnar.
Endurfæðing skóglápsrokksins
Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem
stal senunni um stund á tónleikum
Ian Andersons úr Jethro Tull í Laug-
ardalshöll 23. maí, heldur tónleika á
Nasa 9. desember.
Lucia mætir hingað með strengja-
sveit, hljómborðsleikara og tromm-
ara og flytur meðal annars djass,
klassíska tónlist, tangóa og ýmislegt
frá gullaldarárum rokksins. Ætlar
hún meðal annars að taka hið sígilda
lag Led Zeppelin, Kashmir. Gítar-
leikarinn Guðmundur Pétursson
mun aðstoða hana við flutninginn.
Einnig mun hún flytja lagið Bohem-
ian Rhapsody eftir Queen.
Lucia Micarelli er 22 ára, ættuð
frá Hawaii. Hún var einungis sex
ára gömul þegar kom hún fyrst
fram sem einleikari á fiðlu með
sinfóníuhljómsveit í heimaborg
sinni, Honululu. Síðan þá hefur
hún meðal annars verið á tónleika-
ferðalögum með bandaríska
söngvaranum Josh Groban.
Á síðasta ári gaf hún út sína
fyrstu plötu, Music From a Farther
Room. Þar er að finna klassíska tón-
list af ýmsu tagi frá ýmsum tímum.
Miðasala á tónleikana hefst
þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10.00
á midi.is og í öllum verslunum Skíf-
unnar og BT.
Micarelli til Íslands
Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur
ákveðið hvaða hönnuður fær hann
þann heiður að hanna brúðarkjól
hennar. Þetta er eftirsókn-
arvert meðal hönnuða
enda Moss mikið tísku-
tákn. Það er góðvinur
hennar, Alexander
McQueen, sem
fær að hanna
brúðarkjól-
inn og seg-
ist hann
vera alsæll
með að
Moss
treysti
honum
fyrir að
gera kjól-
inn.
McQueen
segir að
kjóllinn verði óhefðbundinn. Fyr-
irsætan ætlar í hnapphelduna með
rokkaranum Pete Doherty og mun
brúðkaupið eiga sér stað á afmæl-
isdegi Moss í janúar.
McQueen gerir
brúðarkjólinn
A
A
A SEN
DU SMS
JA BOND Á 190
0
OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ!
VINNINGAR ER
U:
GSM SÍMAR
007 DVD SAFN
IÐ
BÍÓMIÐAR
DVD MYNDIR
OG
MARGT FLEIRA
! 9
hver vinnur!Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
EMPIRE
20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM
GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
60 þúsund gestir
ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA
FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA?
MEÐ ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI I
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN Á MIDI.IS
ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FORSÖLU Í KVIKMYNDAHÚSUNUM
SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6
OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 6, 8, og 10
MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA
FEARLESS kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20
DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA
SKÓGARSTRÍÐ kl. 4 og 6
OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 4, 6, 8 og 10
BORAT kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
FEARLESS kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA
DEVIL WEARS PRADA kl. 8
SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6
BORAT kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA